Fréttablaðið - 11.07.2019, Page 8
Of fáir eru að nýta séreignar-
sparnað, að mati Ólafs Sigurðs-
sonar, framkvæmdastjóra Birtu
lífeyrissjóðs. Frá árinu 2009 hefur
hlutfallið verið um 60 prósent laun-
þega. Einungis 20 prósent þeirra
sem greiða í séreignarsparnað nýta
heimild til að greiða af húsnæðis-
láni eða safna fyrir útborgun. Hann
slær þann varnagla að mögulega
hafi fjöldi erlends vinnuaf ls áhrif
á hlutfall þeirra sem greiða í sér-
eignarsparnað.
„Það vekur sérstaka athygli hve
fáir nýta sér heimild til að greiða
séreignarsparnað inn á húsnæðis-
lán. Það er mikil kjarabót því
launþegar fá viðbótarframlag frá
vinnuveitanda og sparnaðurinn
fer skattfrjálst inn á höfuðstól láns-
ins. Það má því líta á úrræðið sem
launahækkun,“ segir hann. Greidd-
ur er skattur af lífeyrissparnaði við
útgreiðslu.
Séreignarsparnaður er viðbótar-
lífeyrissparnaður og séreign við-
komandi. Launþegar leggja fyrir tvö
til fjögur prósent af launum sínum
og fá tveggja prósenta viðbótar-
framlag frá vinnuveitanda.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ríkisskattstjóra nýta nú um 30
þúsund manns heimild til að greiða
inn á húsnæðislán eða safna fyrir
útborgun með séreignarsparnaði.
Þar af eru um 23 til 26 þúsund ein-
staklingar sem nýta leiðina til að
greiða inn á húsnæðislán en hinir
eru að safna fyrir útborgun til
íbúðarkaupa. Miðað við það nýta
einungis um 15 prósent fólks á
vinnumarkaði þessa leið.
Frá árinu 2014 höfðu tæplega
56 þúsund einstaklingar einhvern
tímann ráðstafað séreignarsparn-
aði inn á húsnæðislán, samkvæmt
upplýsingum frá Ríkisskattstjóra.
Ólafur segir að um 120 þúsund
einstaklingar greiði í séreign. Um
20 prósent þeirra nýta heimild til að
greiða inn á fasteignalán en miðað
við það hefur hlutfallið verið tæp-
lega 50 prósent þegar best lét. Sam-
kvæmt greinargerð með lagafrum-
varpi sem á að framlengja úrræðið
til ársins 2021 hafa Íslendingar nýtt
56 milljarða af séreignarsparnaði
sínum til að greiða niður höfuðstól
húsnæðislána sinna frá árinu 2014.
Fram kom í skýrslu forsætisráðu-
neytisins um höfuðstólslækkun
húsnæðislána sem birt var árið
2013 að tekjur þeirra sem spara í
séreignarlífeyrissparnaði væru mun
hærri en hinna sem gerðu það ekki.
„Tæplega 60 prósent þeirra sem ekki
spara eru einhleypir meðan hlutfall
einhleypra fasteignaeigenda í hópi
þeirra sem spara er 30 prósent,“
segir í skýrslunni.
Ríkisskattstjóri hafði ekki til
reiðu upplýsingar um hvaða tekju-
bil það sé sem nýti í minnstum
mæli þann möguleika að greiða
inn á húsnæðislán. Ólafur segir að
skynsamlegt sé fyrir alla aldurs-
hópa að greiða inn á lán eða nýta sér
úrræðið til að safna fyrir innborgun
á heimilið.
Ríkisstjórnin ákvað að fram-
lengja heimild til að ráðstafa sér-
eignarsparnaði á húsnæðislán til
ársins 2021. Ólafur bendir á að þeir
sem vilja nýta úrræðið áfram verði
sjálfir að sækja um það. „Lífeyris-
sjóðum er ekki heimilt að gera það
fyrir sjóðfélaga,“ segir hann.
Í ljósi þess hve lágt hlutfall launa-
manna safnar séreignarsparnaði
vekur Ólafur athygli á að mikið
framboð sé af sparnaðarleiðum. „Í
boði er að greiða í 74 mismunandi
séreignarleiðir hjá 20 vörsluaðilum.
Hver og einn ætti að geta valið sér
sparnaðarleið sem hentar,“ segir
hann. helgivifill@frettabladid.is
Segir of fáa nýta sér
séreignarsparnað
Um 60 prósent launþega greiða í séreignarsparnað og hefur hlutfallið lítið
breyst síðasta áratug. Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir það vekja
sérstaka athygli hversu fáir nýta sér heimild til að greiða inn á húsnæðislán.
Ólafur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
23-26
þúsund einstaklingar nýta
sér heimild til að ráðstafa
séreignarsparnaði sínum
inn á húsnæðislán.
Verktakafyrirtækið Jáverk hagnað-
ist um 551 milljón króna á síðasta ári
samanborið við 533 milljónir króna
árið 2017. Eigið fé félagsins nemur
tæplega 1,9 milljörðum króna.
Tekjur Jáverks námu 5.196 millj-
ónum króna og drógust saman um
rúm tvö prósent. Rekstrargjöld
drógust saman um þrjú prósent og
námu 4.523 milljónum króna. Þá var
fjöldi ársverka 77 samanborið við 80
á árinu 2017
Á síðasta ári lauk Jáverk við stór-
fellda uppbyggingu fyrir Bláa lónið
sem fól í sér byggingu hágæða-
heilsulindar, stækkun lónsins og
byggingu lúxushótels. Nýlega var
greint frá því að verktakafyrir-
tækið myndi sjá um byggingu á 72
íbúðum í Árskógum í Mjóddinni
fyrir húsnæðissamvinnufélagið
Búseta.
Jáverk hefur skilað hagnaði öll ár
frá stofnun fyrir utan eitt en fyrir-
tækið er á 28. starfsári. Gylfi Gísla-
son er framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins og jafnframt annar eigandi
þess. – tfh
Jáverk hagnast um 550 milljónir króna
Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri og
eigandi Jáverks. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Með vísan til laga nr. 145/1994 um bókhald,
er fyrirhugað að halda próf til viðurkenn-
ingar bókara 2019 sem hér segir:
• Prófhluti I: Reikningshald og upplýsinga-
tækni 10. október 2019 – prófið hefst kl. 13
og stendur til kl. 16. Eindagi greiðslu próf-
gjalds er 1. október 2019.
• Prófhluti II: Skattskil 21. nóvember 2019
– prófið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16.
Eindagi greiðslu prófgjalds er 7. nóvember
2019.
• Prófhluti III: Raunhæft verkefni 14. des-
ember 2019 – prófið hefst kl. 12 og stendur
til kl. 17. Eindagi greiðslu prófgjalds er 2.
desember 2019.
Skráningu í öll próf fer fram samtímis (allir
prófhlutar) og lýkur þann 9. september 2019.
Skiptir ekki máli hvort próftaki ætlar að taka
eitt próf eða öll. Ekki er hægt að skrá sig í
próf eftir að skráningarfresti lýkur. Próftakar
bera sjálfir ábyrgð á því að skrá sig í próf.
Um efnissvið prófanna vísast til 3. gr.
reglugerðar nr. 686/2015 um próf til viður-
kenningar bókara og til prófefnislýsingar
prófnefndar viðurkenndra bókara. Í henni
er jafnframt útlistað hvaða hjálpargögn eru
leyfileg í einstökum prófum. Prófefnislýs-
inguna má nálgast á vefsvæði prófnefndar
viðurkenndra bókara á heimasíðu atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytisins: https://
www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/
vidskipti/bokhald/vidurkenndir-bokarar/
Einkunnir í einstökum prófum eru gefnar í
heilum og hálfum tölum frá 0-10. Lágmarks-
einkunn til að standast einstaka prófhluta
er 5,0. Til þess að standast fullnaðarpróf
þarf próftaki að hljóta a.m.k. 7,0 í vegna
meðaleinkunn (lokaeinkunn) úr öllum próf-
hlutum.
Próftökugjald fyrir hvert próf er kr. 37.500.
Eigi er skylt að standa fyrir prófi nema a.m.k.
30 þátttakendur hafi skráð sig í próf. Ef próf-
tökugjald er ekki greitt á eindaga þá fellur
niður próftökuréttur.
Við skráningu skal staðfest að fullnægt sé
skilyrðum 43. gr. laga nr. 145/1994 um að
próftaki sé lögráða og hafi forræði á búi sínu
(að búið hafi ekki verið tekið til gjaldþrota-
skipta).
Væntanlegir próftakar skulu skrá sig til prófs
á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytisins www.anr.is eða á heimasíðu
framkvæmdaraðila prófanna
www.promennt.is
Reykjavík, 9. júlí 2019
Prófnefnd viðurkenndra bókara
Auglýsing um skráningu
og próf til viðurkenningar
bókara
Job.is
Þú finnur draumastarfið á
MARKAÐURINN
1 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
1
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
8
-8
F
7
C
2
3
6
8
-8
E
4
0
2
3
6
8
-8
D
0
4
2
3
6
8
-8
B
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
1
0
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K