Fréttablaðið - 11.07.2019, Qupperneq 12
Danir kenna
ekki bara
kynfræðslu
til að forðast
að eignast
börn heldur
hvernig skuli
eignast þau.
Japanska
ríkið stendur
fyrir stefnu-
mótanálgun
fyrir pör.
Teitur Guðmundsson
læknir
Arnar Halldórsson
„Ég á fjóra stráka. Á fjögurra
ára afmæli sínu átti sá elsti þrjá
yngri bræður,“ segir Arnar Hall-
dórsson kerfisstjóri, en hann
og Jóna, konan hans, eignuðust
fjóra stráka á fjórum árum.
„Ég var 24 ára þegar sá elsti
fæddist. Við höfðum bæði
lokið námi og ákváðum að nú
stæði vel á að hefja barneignir.
Hinir komu svo í kjölfarið, ekki
endilega fyrir fram skipulagðar
meðgöngur, en allir velkomnir.
Vinnufélagarnir voru farnir
að kalla mig Barnar því frúin
var „alltaf“ ófrísk,“ segir Arnar
kíminn og bætir við að líf þeirra
hjóna hafi breyst mikið með
tilkomu barnanna.
„Þegar maður eignast
barn þá breytist allt. Nú ertu
farinn að bera ábyrgð á annarri
manneskju og sinna henni á
allan hátt. Í okkar tilfelli reyndi
mikið á samvinnu eftir því
sem fjölgaði í hópnum. Allar
daglegar athafnir snerust um
að koma þessum drengjum
til manns, og sem betur fer
nutum við dyggrar aðstoðar
fjölskyldna okkar þegar á
þurfti að halda,“ segir Arnar.
Hann er sjálfur elstur
fjögurra systkina og var tólf
ára þegar það yngsta fæddist,
svo fátt kom honum á óvart
þegar fyrsti sonurinn fæddist.
„Drengurinn var meðfærilegur
og auðvelt að grípa hann með
í heimsóknir til fjölskyldu og
kunningja. Það varð þyngra í
vöfum þegar bættist í hópinn,
enda segir gamalt orðatiltæki:
„Eitt er ekki neitt en tvö eins
og tíu.“ En þegar þeir voru
orðnir fjórir þá komst ég að því
að maður var kominn út fyrir
normið hvað varðar stærð á bíl
og húsnæði,“ segir Arnar.
Margt hefur breyst frá
því að synir Arnars komu í
heiminn en hann átti ekki rétt
á fæðingarorlofi líkt og feður
í dag. „Ég nýtti sumarfríin sem
slíkt og naut velvildar hjá yfir-
manni við að hliðra því til eins
og mér hentaði. Ég var með
iðnmenntun og farinn að vinna
við mitt fag.“
Halldóra Vattnes
Halldóra Vattnes Kristjáns-
dóttir snyrtifræðingur er þrítug
móðir tveggja drengja, Fjölnis
Hrafns sjö ára og Ágústs Ægis
fjórtán mánaða. Hún hafði
alltaf hugsað sér að eignast
börn en þegar systur hennar
eignuðust sín börn jókst
löngun hennar til þess og hún
sló til.
„Þegar ég eignaðist fyrri
strákinn varð ég bara ólétt
og það var einhvern veginn
ekkert mál en það var aðeins
erfiðara að verða ólétt af þeim
yngri,“ segir Halldóra, en þegar
kom að því að eignast barn
númer tvö komst hún að því
að hennar biði stórt verkefni.
„Ég lenti í því að missa fóstur
nokkrum sinnum sem hafði
þær afleiðingar að ég þurfti að
fara í glasafrjóvgun til þess að
eignast hann. Ég segi stundum
að þetta hafi verið fjall sem við
þurftum að klífa og svo þegar
maður er kominn á toppinn þá
fær maður verðlaunin í fangið,“
segir Halldóra.
„Lífið varð einhvern veginn
miklu skemmtilegra eftir að ég
eignaðist börn. Það myndast
meiri regla og rútína og þá ein-
hvern veginn líður manni betur,
þó að auðvitað geti þetta verið
erfitt. En það sem breyttist
mest er að maður hefur alltaf
einhvern hjá sér,“ segir Hall-
dóra.
Hún gæti vel hugsað sér að
eignast fleiri börn og stefna
hún og unnusti hennar að því
að bæta við þriðja barninu á
næsta ári. „Við eigum eftir í
frysti og ætlum að láta reyna
á það eftir að við erum búin
að gifta okkur. Við ætlum að
gifta okkur í ágúst á næsta ári,
svo þá athugum við hvort sá
frostpinni virki,“ segir Halldóra
og brosir.
Salka Guðmundsdóttir
„Það kom mér á óvart hvað
barnið fæðist með sterkan kar-
akter, maður er allt í einu með
einhverja týpu í fanginu og
hugsar bara: Jæja, hvað vilt þú,
litla manneskja?“ segir Salka
Guðmundsdóttir leikskáld.
Salka er 37 ára og eignaðist
nýlega sitt fyrsta barn. Sonur
hennar er tæplega eins árs en
hún eignaðist hann ein eftir
að hafa langað að eignast barn
lengi. „Ég á son minn einsömul
svo það var eins planað og
hugsast getur. Mig hefur alltaf
langað að eignast börn, það
skipti mig miklu máli,“ segir
Salka.
„Ég sef minna, hlæ meira,
skríð meira um gólf, gleðst
oftar, syng meira og hræðist
loftslagsbreytingar enn þá
meira fyrir hönd framtíðarkyn-
slóða,“ segir Salka og bætir við
að hún muni bíða með frekari
barneignir þar til sonur hennar
verður aðeins eldri og hún
betur sofin.
Þær konur sem eignast
börn einar, líkt og Salka, fá níu
mánuði í fæðingarorlof sem
er jafn langur tími og orlof
tveggja foreldra sem eignast
barn saman. „Fæðingarorlofið
er náttúrlega eins og eitthvert
grín og alltof stutt, ég réði illa
við þær aðstæður ef ég byggi
ekki í foreldrahúsum fyrsta ár
barnsins, með eigin íbúð í út-
leigu,“ segir Salka.
Hún segir einnig að fjár-
hagur og öryggi hafi haft áhrif
á ákvörðun hennar að eignast
barn. „Ég veit ég hefði alltaf
reynt að eignast barn á ein-
hverjum tímapunkti en það
hjálpaði vissulega til að ég var
komin á þann stað í lífinu að
hafa örlítið fjárhagslegt svig-
rúm og var ekki óörugg að fara
af vinnumarkaði um tíma, búin
að stimpla mig ágætlega inn
þar,“ segir Salka að lokum.
Berglind Rún Torfadóttir
„Ég er yngst fjögurra systkina
og ég ætlaði alltaf að eiga
fjögur börn sjálf en það hefur
svolítið breyst í dag og mér
finnst ólíklegt að það gerist,“
segir Berglind Rún Torfadóttir
verkefnastjóri. Hún eignaðist
Ernu Eiri dóttur sína þegar hún
var tvítug.
Berglind hafði ekki lagt á
ráðin að eignast barn svo ung
að aldri og segir að koma Ernu í
heiminn hafi breytt lífi hennar
mikið. „Dóttir mín kom inn í
líf mitt á hárréttum tíma og
breytti því til hins betra. Ég er
þakklát fyrir þennan snilling á
hverjum degi. Í dag get ég ekki
ímyndað mér lífið án þess að
eiga barn. Það fyllir lífið af svo
mikilli gleði og ást.“
Erna fæddist á tuttugustu og
sjöttu viku meðgöngu og var
það mikið áfall fyrir Berglindi.
„Mér datt ekki í hug að það
myndi gerast, en það er víst
alls ekki alltaf þannig að maður
gangi með barn í 40 vikur og
fari svo með það strax heim.
Allavega ekki í mínu tilfelli sem
var mjög erfitt. En ég hafði ekki
hugmynd um hvað það var
að eiga barn áður en ég varð
mamma svo ég var ekki með
neinar væntingar eða fyrir fram
ákveðnar skoðanir, ég bara
vissi ekki að það væri hægt
að elska svona mikið,“ segir
Berglind.
Þegar Erna fæddist segir
Berglind að það að vera móðir
hafi verið mikil hvatning fyrir
hana til að gera vel í lífinu. Hún
hóf að mennta sig og hefur nú
sex árum síðar lokið meist-
aragráðu í verkefnastjórnun.
„Lengi vel var ég einstæð
móðir og fjárhagurinn var
ekki svakalega góður, verandi
námsmaður á námslánum í
hlutastarfi, að reyna að fram-
fleyta okkur mæðgum var
stundum smá púsl. En fyrir
utan það hentaði mér vel að
vera í háskóla með lítið barn,
maður getur stjórnað tíma
sínum að mörgu leyti sjálfur
þegar maður er í námi svo
þegar maður byrjar að vinna
8-16 vinnu þá sér maður hvað
það er næs að vera í skóla. En
ég er líka mjög heppin með
foreldra. Þau hafa hjálpað mér
mikið, nenna endalaust að
passa,“ segir Berglind brosandi
að lokum.
Barn
breytir
öllu
Fjórir ólíkir einstakl-
ingar ræddu við Frétta-
blaðið um barneignir,
foreldrahlutverkið og
þær breytingar sem
verða þegar ný mann-
eskja bætist í heiminn.
Það er talsverð umræða um það í vest-rænum heimi að samsetning þjóða er að breytast, fjölgun aldraðra er þar hluti af því sem nefnt er og lækkandi fæðingartíðni kvenna almennt. Slíkt hið sama á einnig við á Íslandi. Frjó-
semi er mæld sem fjöldi lifandi fæddra barna á
æviskeiði konu og er talið að sú tala þurfi að vera
í kringum 2,1 til að viðhalda mannfjölda og sam-
setningu þjóðar. Íslendingar hafa löngum státað
af einni hæstu tíðni í Evrópu en það er að breytast
og árið 2018 var sögulega lægsta fæðingartíðni frá
upphafi mælinga árið 1853 eða 1,7. Meðalaldur
mæðra hefur einnig hækkað og er hvort tveggja
áhyggjuefni víðar en hérlendis.
Þær vangaveltur sem hafa komið fram sem skýra
eiga þessar breytingar eru vissulega að stóru leyti
tengdar samfélagsgerð. Mikil breyting hefur orðið
á umhverfi kvenna og karla auðvitað á síðast-
liðnum áratugum í þessa veru, bæði hafa samfélög
líkt og okkar aukið samtryggingu og er það síður
nauðsynlegt að treysta á fjölskyldu í starfi, leik,
veikindum og umönnun aldraðra. Aukin menntun
kvenna, þátttaka í atvinnulífinu og breytingar í
aldri einstaklinga þegar þeir taka sig saman um
að stofna fjölskyldu eru líka skýringar. Almennt
má segja að við séum eldri en áður þegar slíkar
ákvarðanir eru teknar og með auknum aldri fylgir
minni frjósemi almennt.
Möguleikar á barneignum og stuðningi eru
með því besta sem gerist í heiminum á Íslandi,
það má þó alltaf gera betur og eru þættir eins og
fæðingarorlof, aðgengi að leikskóla, búsetuúr-
ræði og stuðningur í veikindum barna gagnvart
atvinnuveitendum mjög stórir þættir í ákvörðun-
artöku. Víða erlendis eru þjóðir að gera breytingar
og reyna að hífa upp frjósemistölur með því að
bjóða t.d. ókeypis leikskólapláss, niðurgreiðslur
hvers konar á þjónustu og búsetu, sums staðar
eru greiddar þóknanir fyrir að eiga fleiri börn svo
dæmi séu tekin. Í Singapúr er lægsta fæðingartíðni
í heimi og þar minnir ríkið þegna sína á skyldur
sínar innan sem utan svefnherbergis. Danir kenna
ekki bara kynfræðslu til að forðast að eignast börn
heldur hvernig skuli eignast þau. Japanska ríkið
stendur fyrir stefnumótanálgun fyrir pör og ýtir
undir barneignir, meira að segja Kínverjar hafa
aflétt banni við eins barns reglu en gengur brösug-
lega að hækka frjósemistölur.
Þessi hluti vandans er fyrst og fremst samfélags-
legur og pólitískt úrlausnarefni að eiga við . Hinn
læknisfræðilegi veruleiki er sá að eftir því sem
konur eldast þá minnka möguleikar þeirra til að
eiga börn. Þá koma til sjúkdómar ýmiss konar sem
hafa orðið algengari og heimfæra má á umhverfi
og aðstæður einnig að hluta. Þeir tengjast streitu,
álagi og kvíða sem hafa mikil áhrif á frjósemi. Talið
er að allt að 10-18% para eigi í vandræðum með
barneignir. Eru þar truflanir bæði karla og kvenna
sem hafa áhrif. Framleiðsla og egglos kvenna við
marga sjúkdóma er skert, hið sama gildir um
sæðisframleiðslu karla. Sjúkdómar sem hafa áhrif
á hormónaframleiðslu, kynsjúkdómar, lífsstíls-
sjúkdómar eins og sykursýki, offita, áfengis- og
lyfjanotkun eru allt þættir sem hafa neikvæð
áhrif á getu okkar til að eignast börn.
Við þurfum að snúa þessari þróun við og
hlúa að ungu fólki sem er reiðubúið og skapa því
umhverfi og aðstæður. Einstaklingarnir verða
einnig að axla sína ábyrgð á þeim fjölmörgu þátt-
um sem leitt geta til skertrar frjósemi þeirra
og tengjast með beinum og óbeinum
hætti lifnaðarháttum þeirra. Sameigin-
legt átak í þessu mun vonandi skila
okkur aftur í fremsta sæti meðal
vestrænna þjóða. Fleiri ástarvikur
eins og á Bolungarvík, takk!
Frjósemi
kvenna og
fæðingartíðni
TILVERAN
1 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
1
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
8
-6
7
F
C
2
3
6
8
-6
6
C
0
2
3
6
8
-6
5
8
4
2
3
6
8
-6
4
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
0
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K