Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2019, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 11.07.2019, Qupperneq 14
Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Það er ekki oft sem verksmiðja nær að fanga athygli manns eða að bygging smellpassi inn í umhverfið. Eina slíka er þó að finna í Ingólfsfirði á Ströndum sem er 8 km langur og 1½ km breiður fjörður milli Munaðarness og Seljaness. Verksmiðjan stendur á Eyri við austanverðan fjörðinn en þangað er aðeins 10 mínútna keyrsla frá Norðurfirði. Á leiðinni býðst eitt fallegasta útsýnið til Drangaskarða en úr fjarlægð líkjast þau helst neðri skolti í risaeðlu. Í næsta nágrenni Ingólfsfjarðar eru síðan fjalls- toppar eins og Glissa (718 m), Kálfatindur (646 m) og Eyrarfell (634 m) sem setja sterkan svip á umhverfið. Ingólfsfjörður hefur verðið töluvert í umræðunni undanfarið, enda liggur eftir honum frekar frum- stæður vegur út í Ófeigsfjörð þar sem stendur til að virkja stærsta vatnsfall Vestfjarða, Hvalá. Liður í þeirri framkvæmd er lagning nýs vegar í hlíðinni ofan verksmiðjunnar og er hugmyndin að hann komi í stað gamla vegarins sem beinlínis liggur í gegnum gömlu verksmiðjubyggingarnar, og því skemmti- legur sem slíkur. Þessi fyrirhugaða vegaframkvæmd mun gjörbreyta ásýnd Ingólfsfjarðar og trufla það jafnvægi sem ríkir milli einstakrar náttúru fjarðarins og yfirgefnu verksmiðjunnar sem bæði ferðamenn og draugar hafa tekið ástfóstri við. Það voru Norð- menn sem hófu síldarsöltun í Ingólfsfirði upp úr 1915. Stuttu síðar tóku hérlendir athafnamenn við og í kringum 1919 var síld söltuð víðs vegar við fjörðinn. En skjótt skipast veður í lofti og sama haust varð gífurlegt verðfall afurða, oft kallað krakkið, sem varð til þess að síldarsöltunarfyrirtæki fóru á hausinn. Á næsta áratug byggðust upp nýjar en tiltölulega litlar síldarbræðslur við Ingólfsfjörð en á árunum 1942- 1944 reisti Ingólfur hf. stóra síldarverksmiðju á Eyri sem enn stendur. Starfsemi verksmiðjunnar stóð þó ekki í mörg ár því síldveiðar í Húnaflóa brugðust og árið 1952 var starfsemin lögð niður. Það er óhætt að mæla með heimsókn í Ingólfsfjörð en sé ferðinni heitið í Ófeigsfjörð er tilvalið að skoða verksmiðjuna í Ingólfsfirði á leiðinni. Einnig bjóðast skemmtilegar göngu- leiðir í Ingólfsfirði, m.a. yfir í Ófeigs- fjörð, en þaðan má halda göngunni áfram norður á Hornstrandir. Á leiðinni í Ingólfsfjörð býðst ótrúlega fallegt útsýni til Drangaskarða. MYND/ÓLAFUR MÁR BJÖRNSSON Gamla síldar- verksmiðjan í Ingólfsfirði er mikið augna- yndi. MYND/ TÓMAS GUÐ- BJARTSSON Útsýni út Ingólfsfjörð sem er kenndur við sinn fyrsta ábúanda, Ingólf Herröðarson. MYND/ÓLAFUR MÁR BJÖRNSSON Síldarminjar í friðsælum Ingólfsfirði TILVERAN 1 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R14 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 8 -7 6 C C 2 3 6 8 -7 5 9 0 2 3 6 8 -7 4 5 4 2 3 6 8 -7 3 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.