Fréttablaðið - 11.07.2019, Side 32
Tónlistarmaðurinn góð-kunni Grétar Örvarsson er sextugur í dag. Hann ætlar að bíða með hátíðahöld af því tilefni þar til sumar-fríin eru um garð gengin.
Fyrir akkúrat sextíu árum fæddist lít-
ill snáði austur á Höfn í Hornafirði, inni
í svefnherbergi heima hjá ömmu sinni,
Signýju Gunnarsdóttur ljósmóður. Þetta
var Grétar Örvarsson sem glatt hefur
marga með snilli sinni gegnum tíðina,
farið hring eftir hring kringum landið í
tónleikaferðir með Stjórninni og skorað
hátt í Eurovision með Siggu Beinteins.
Grétar segir ræturnar vera á Höfn.
„Mamma og pabbi voru bæði fædd á
Höfn, pabbi flutti þaðan kringum 1960
en mamma bjó þar til 1983 og ég átti
heima þar fyrstu tuttugu ár ævi minnar.
Var búinn að stofna hljómsveitir þar
með bestu hljóðfæraleikurum staðar-
ins, Ragga Meisa, Sæma Harðar og Birki
Birgis sem var á bassanum. Einn veturinn
vorum við með hljómsveit í Sindrabæ
sem hét Tilbreyting og spiluðum á böllum
hverja einustu helgi. Þá voru alltaf böll.“
Þrátt fyrir að ballmenningin í landinu
hafi vissulega dalað hefur hin vinsæla
sveit Stjórnin gengið í endurnýjun líf-
daga. „Við settum allt í gang í fyrra á þrí-
tugasta afmælisárinu, gáfum út nýtt lag
og erum búin að spila og syngja linnulaust
síðan um páskana 2018,“ segir Grétar og
kveðst ánægður með það. „Mér finnst
bara svo gaman að spila, það gefur lífinu
gildi. Svona var pabbi líka. Hann spilaði
eiginlega fram í andlátið eða þangað til
hann var orðinn svo veikur að það þurfti
að rétta honum harmónikkuna þar sem
hann sat.“
Varst þú eitthvað byrjaður að feta í
fótspor hans og skemmta úti á Kanarí?
„Ég tyllti mér þar niður í nokkrar vikur
í minningu hans, heimsótti þá sem hann
hafði spilað hjá og tók í hljóðfæri þar.
Fólki þótti gaman að hitta mig og þá
komst ég að því hvað pabbi hafði verið
vinsæll, ekki bara meðal Íslendinga,
heldur líka Norðmanna og Svía. Hann
var eins og kóngur í ríki sínu á Kanarí, þar
spilaði hann í 20 ár og leið vel.“
Heyrðu, verður stuð í dag á afmæl-
inu? „Fólkið mitt er úti um hvippinn
og hvappinn svona yfir hásumarið og
sumir búa í útlöndum. Ég ætla því að
fresta afmælisveislunni fram í septem-
ber, þá næ ég frekar að hóa öllum saman.
Mamma, Karen Karlsdóttir, átti afmæli
í september og því er sá mánuður mér
kær. En, ég geri eitthvað skemmtilegt í
dag.“
Einn veturinn vorum við með
hljómsveit í Sindrabæ sem
hét Tilbreyting og spiluðum á
böllum hverja einustu helgi.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Ingibjörg Björnsdóttir
Kolding, Danmörku,
lést á Sct. Maria Hospice sjúkrahúsinu
í Vejle, Danmörku 2. júlí. Útför hennar
fer fram frá Bramdrupdam kirkjunni í
Kolding föstudaginn 12. júlí klukkan 13.
Sigurgeir Skírnisson
Skírnir Sigurgeirsson
Asbjørn Sigurgeir Skírnisson
Fanney Klara Sigurgeirsdóttir Mike Agerup
Guðrún Helena Sigurgeirsdóttir Andreas Simonsen
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Garðar Guðmundsson
kaupmaður í Björnsbúð,
Ísafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Eyri
sunnudaginn 7. júlí.
Útförin verður gerð frá Ísafjarðarkirkju þriðjudaginn
16. júlí kl. 14.00. Starfsfólki Eyrar eru færðar þakkir fyrir
alúðlega umönnun.
Jónína Jakobsdóttir
Björn Garðarsson og Margrét Sverrisdóttir
Jakob Falur Garðarsson og Vigdís Jakobsdóttir
Atli Garðarsson
Sverrir Falur Björnsson og Anna Fríða Gísladóttir,
Kristín Björg Björnsdóttir, Dagur Jakobsson og Júlía
Jakobsdóttir.
Sonur minn og bróðir,
Pálmi Freyr Óskarsson
Faxastíg 12,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í
Vestmannaeyjum sunnudaginn 7. júlí.
Útför auglýst síðar.
Óskar Jakob Sigurðsson
Matthildur I. Eiríksdóttir
Ástkær sambýliskona mín, móðir
okkar, dóttir og systir,
(María) Björk Albertsdóttir
sem lést á Spáni 12. janúar síðastliðinn
verður jarðsungin frá kapellunni í
Fossvogi í dag, 11. júlí, klukkan 15.
Elí Pétursson
Bergur Snorri Salomonsen Elí Xavi Bjarkar Elíson
Ingibjörg Gísladóttir
Albert K. Skaftason Emilia Davíðsdóttir
Eyvindur Elí Albertsson
Gylfi Geir Albertssom
Skafti Þór Albertsson
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Fjölnir Lúðvígsson
Stóragerði 1a,
Hvolsvelli,
lést á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 8. júlí sl. Útför fer fram frá
Guðríðarkirkju, Grafarholti, 15. júlí nk.
Ingibjörg M. Kristjánsdóttir
Dane R. Ludvigsson Katherine Brown
Rúnar Máni Baldursson Karítas Mist Hjartardóttir
Birta Líf Fjölnisdóttir Gunnar Rafn Pálsson
Helga Lind Fjölnisdóttir Óskar Heiðar Hansson
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, sonur og afi,
Einar Bogi Sigurðsson
Suður-Reykjum 3,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
mánudaginn 15. júlí kl. 15.
Kristján Ingi Jónsson
Ágúst Rafn Einarsson Rakel Guðmundsdóttir
Matthías Einarsson Clare Patricia Dilworth
Erna Einarsdóttir
Sigurður Ágúst Finnbogason Guðríður Einarsdóttir
og barnabörn.
Elskuleg móðir, amma, dóttir
og systir okkar,
Sveiney Sverrisdóttir
lést 15. júní.
Jarðarför fór fram í Færeyjum 22. júní.
Sverrir Dalsgaard
Sigrid Dalsgaard og Oddmar Dam
Tórur, Sandra, Bryndis og Chloe
Sólveig Þorsteinsdóttir
Olga, Kristín og Þórhildur
og fjölskyldur.
Bandaríska geimrannsóknastöðin Sky-
lab I hrundi til jarðar að kvöldi þessa
dags árið 1979. Brot úr henni dreifðust
yfir stórt svæði yfir Indlandshafi
og strjálbýlan hluta Vestur-Ástralíu.
Síðasta merki frá stöðinni heyrðist
síðdegis þennan dag, þá var yfirborð
hennar tekið að flagna af eftir því sem
hún nálgaðist jörðu. Dagana áður hafði
mikið verið spekúlerað í hvar stöðin
myndi lenda. Hún hafði verið úti í
geimnum í sex ár, þar af ónotuð í fimm.
Skylab var skotið upp í maí árið 1973
og bjuggu þrjú teymi geimfara í stöð-
inni, hvert í allt að 84 daga, til að athuga
áhrifin sem það hefði á manneskju að
dvelja lengi í þyngdarleysi. Geimfararnir
rannsökuðu einnig virkni sólarinnar
og hvernig hún hefði áhrif á jörðina. Í
febrúar 1974 yfirgaf síðasti hópurinn
Skylab en síðan misstu vísindamenn
stjórn á farinu sem átti samkvæmt öllu
að vera áfram á sporbaug til ársins 1980
þegar ný geimskutla átti að koma henni
til bjargar.
Eftir að Skylab féll til jarðar hófst
mikil leit að brotum úr stöðinni enda
voru háar fjárhæðir í boði frá dag-
blöðum, áströlskum yfirvöldum og
fleirum.
Þ E T TA G E R Ð I S T: 11. J Ú L Í 1979
Geimrannsóknastöðin Skylab fellur til jarðar
Geri eitthvað skemmtilegt
Tónlistarmaðurinn góðkunni Grétar Örvarsson er sextugur í dag. Hann ætlar að bíða
með hátíðahöld af því tilefni þar til síðar þegar sumarfríin eru um garð gengin.
„Við settum allt í gang í fyrra á þrítugasta afmælisárinu, gáfum út nýtt lag og erum
búin að spila og syngja linnulaust síðan um páska 2018,“ segir Grétar um Stjórnina.
Geimrannsóknastöðin Skylab.
1 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
1
1
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
6
8
-9
9
5
C
2
3
6
8
-9
8
2
0
2
3
6
8
-9
6
E
4
2
3
6
8
-9
5
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
1
0
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K