Ófeigur - 01.06.1944, Qupperneq 3

Ófeigur - 01.06.1944, Qupperneq 3
ÓFEIGUR 3 álfu heims. Hér er um að ræða fræðilegan flutning lands- ins milli heimshluta. Gíbraltaraðstaða kemur í stað al- þjóðagleymsku, þjóðveldi í stað konungsríkis með er- lendum valdhafa, skyndiauðlegð í stað aldagamallar fátæktar og þjóðflutningar innan lands, sem orðið hafa á styttri tíma heldur en hliðstæð breyting hjá.nokkurri annarri þjóð, gerbreytir atvinnu- og lífsháttum. Margt er þróttmikið og heilsusamlegt í starfi íslend- inga um þessar mundir, en víða gætir mikils veikleika. Átak borgaranna við lýðveldisstofnunina, án áberandi forystu, er íslendingum til mikils sóma. En hin stað- reyndin, að rúmlega 50 þingmenn hafi ekki á því nær tveimur árum getað myndað ríkisstjórn eða stutt þá stjórn, sem þjóðinni var fengin, sýnir hættulegan veik- leika á stjórnmálasviðinu. Tíu ráðleysingjar í flokki með byltingastefnuskrá hafa gert að engu starfsaðstöðu 42 borgaralegra þjóðfulltrúa. Sú minnkun, sem stjórn- málaflokkarnir íslenzku hafa gert sér með þessum van- mætti, mun vera án fordæma í sögu menntaðra þing- ræðisþjóða. Það er ástæða til fyrir borgara landsins, sem hafa undirskrifað hina nýju frelsisskrá með glæsi- legum hætti, að athuga, meðan tími er til, þann háska- lega andlega sjúkdóm í þjóðlífinu, sem hefur nú um stund lamað þingstjórn fslendinga. Þá skilja þeir betur hvar sýkin á upptök sín og hver muni vera hinn rétti læknisdómur. Skýring málsins er mjög einföld. Þjóðin er nú í einkennilegu upplausnar- og vanmáttarástandi, nokkuð sambærilegu því, sem átti sér stað á árunum 1908—1916. Eftir að uppkastið hafði verið fellt með þjóðarhrifningu, byrjaði einkennileg pólitísk uppdrátt- arsýki í landinu. Það gamla var að hverfa, og hið nýja var að myndast. Stjórnmálaleiðtogarnir börðust um völdin, um bræðing og grút, fyrirvara og eftirvara. Póli- tísku blöðin studdu þessa innihaldslausu valdastreitu, þar sem málefnum og mönnum, vinum, venzlamönnum og samherjum var fórnað á altari valdastreitunnar, eft- ir því sem með þurfti, í metorðasókn einstakra manna. Snemma á þessu sérkennilega tímabili var mér falið að vera ritstjóri að minnsta blaði landsins. Það var Skin- faxi, blað ungmennafélaganna. Með góðu samþykki sam- starfsmanna minna lét ég hlutlaust valdabrölt stjórn- málamannanna og hinar innantómu deilur landsmála- blaðanna um ágæti eða skaðsemi bræðingsins, grútsins,

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.