Ófeigur - 01.06.1944, Síða 6

Ófeigur - 01.06.1944, Síða 6
6 ÖFEIGUR Ég hef áður lýst því, að ég tel það eiga að verða höfuðviðfangsefni Ófeigs að sanna, svo ekki verði um deilt, að lýðveldið getur orðið andvana fætt, stjórn- frelsið glatað og þjóðin fengið óheppilega samfylgd og stundargróðinn horfið eins og mjöll í vorsól, ef þjóðin villist á vegamótum næstu missira og mánaða. Ófeigur mun með starfi sínu leitast við að verða til gagns í þessu efni. Það er jafnan öruggt merki um, að þjóð er í póli- tískri hættu, ef valdamenn í landinu leitast freklega eftir að tákmarka hugsunarfrelsi og málfrelsi. TJtlend kúg- unarstefna, sem í bili hefur nokkurt fylgi á fslandi, berst hér móti skoðanafrelsi og hefur valdið nokkurri sýkingu utan sinna vébanda. Þannig varðar það nú við lög landsins að segja satt um meiri háttar menn, ef dómarar líta svo á, að gagnrýnin geti orðið til álits- hnekkis fyrir þá, sem af sér hafa- brotið. Þetta er köll- uð Asíustefna, því að hún er komin úr austrænum kúgunarheimi. Hennar hefur víðar gætt en r umræddri löggjöf, og mun síðar vikið að því þessu tímariti. Það mun almennt álitið, að ég hafi átt nokkurn þátt í myndun og eflingu Framsóknarflokksins, jafnvel svo, ,,að það verði ekki með öllu út skafið“ eins og komizt var að orði í pólitískum eftirmælum. Viðleitni mín varð- andi stefnu Framsóknarflokksins hefur frá upphafi miðað að því, að flokkurinn væri eins konar útvirki samvinnufélaganna og þau gætu ávallt treyst flokkn- um, að hann brigðist þeim aldrei og tæki enga mann- félagshreyfingu fram yfir samvinnustefnuna. Ég álít, að Framsóknarflokkurinn eigi jafnan að fá hugsjónir og málefni úr nægtabúri samvinnuhreyfingarinnar og geti á þann hátt gefið stjórnmálaflokkunum nýtt og heilsusamlegt innihald. Eftir niðurlægingarár íslenzkra atvinnuvega á árunum 1932—1934 var nálega öll af- urðasala landsins skipulögð eftir fyrirlagi og forsögn reyndustu manna íslenzku samvinnufélaganna. Eftir nú- verandi styrjöld verður miklum hluta íslenzka sjávar- útvegsins og iðnaðarins ekki bjargað frá algeru hruni nema með skipulagsbreytingu, sem fengin verður að láni frá samvinnustefnunni. Hef ég nú um eins árs skeið bent á þessa þróun í greinum mínum í Degi, en málið verður meira og meira tímabært, eftir því sem nær dregur atvinnuhruni við stríðslok. Ég mun telja

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.