Ófeigur - 01.06.1944, Qupperneq 9

Ófeigur - 01.06.1944, Qupperneq 9
ÓFEIGUR 9 kaupi bænda og sjómanna frá undangengnum fjórum árum, að ógleymdum gömlu innstæðunum frá mögru dögunum. Þetta á að vera til að þóknast kommúnistum, til þess að á pappírnum líti ekki út fyrir að kaupið lækki, þó að framleiðsluvörur falli erlendis. Sveitamenn hafa borgað skuldir og eiga talsverðar innstæður, sem verða að ganga til jarða- og húsa-bóta eftir stríðið. Ef krónan verður felld með einu pennastriki af stjórnarvöldum landsins, þá er tekinn f jórði hluti, helmingur eða meira af margra ára kaupi mikils hluta þjóðarinnar. Þjóðin stendur á marbakkanum. Hyldýpið er fram undan. Samt má enn snúa við. Ef fólk í sveitum, sjómenn, útgerðar- menn, iðnaðarmenn og launamenn í kauptúnum og kaup- stöðum beita sameiginlega áhrifum sínum á trúnaðar- menn þjóðfélagsins um að knýja fram þá einföldu kröfu, að krónan verði ekki felld gagnvart pundi og dollar, þá er innstæðunum og framförunum bjargað. * # # Sumir yfirborðsmenn halda að íslenzka þjóðveldið eigi að hafa marga sendiherra eftir stríðið. Slíkt væri fásinna. Þjóð sem er 120 þúsundir getur með erfiðleik- um kostað einn sendiherra, búsettan í London. Þaðan getur hann flogið til annarra landa, þegar þar þarf að sinna meiri háttar erindum. Honum getur verið fengið sendiherrastarfsvið hjá þeim þjóðum, þar sem hann sinnir erindum. Danir eru 40 sinnum fleiri en fslend- ingar og hlutfallslega miklu efnaðri. Samt völdu þeir í nokkrar sendiherrastöður sínarmenn, af því aðþeirvoru svo ríkir að þeir kostuðu af eigin eignum hálf útgjöld við stöðuna. Sama er að segja um skrifstofuhald utan- ríkismála hér í Reykjavík, að það mun geta dregizt stórlega saman eftir stríðið. Auk eins sendiherra þarf ísland í framtíðinni tvo til þrjá heimansenda ræðismenn. Annars er hægt að fá ólaunaða ræðismenn, sem gera mikið gagn. Ef ísland gætir ekki hófs um utanríkis- málaeyðslu gera fslendingar sig að undri og setja fjár- málin í hættu. # * * fsland þarf ekki her, en nægilega sterka lögreglu til að halda í heiðri rétti ríkisvaldsins. Rússar hafa milljóna her og þola engan mótblástur gegn stjórnarvöldunum. Stauning hafði ágætlega vopnaða lögreglu til verndar friðnum. Hér á landi hafa kratar og kommúnistar talið

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.