Ófeigur - 01.06.1944, Page 11
ÓFEIGUR
11
sjóslysi við mynni Reykjavíkurhafnar. Laxfoss strand-
aði þá fullur af farþegum. Mannbjörg varð að lokum
eftir margra tíma hættulega bið á brotnu skipi. En inni
á höfn höfuðborgarinnar lá Ægir, björgunarskip lands-
ins. Ef skipshöfnin hefði verið lögregla, myndi Ægir
hafa verið kominn út að Laxfossi fáum mínútum eftir
að strandið átti sér stað. En það tók tvo tírna að ná
nægilega mörgum mönnum úr landi til að gera skipið
starfhæft. Skipshöfnin var í sínum fulla rétti. Hún átti
að vera í landi eftir ráðstöfun skammsýnna verkamanna-
forkólfa. Fyrir nokkrum árum hafði Pálmi Loftsson
gert frumvarp um sjólögreglu. Skyldu allir menn á varð-
skipum og varðbátum hafa rétt og skyldur lögreglu-
manna. Ef þetta frv. hefði náð fram að ganga, hefði öll-
um farþegum verið bjargað, rétt eftir að Laxfoss strand-
aði. Eða var betra að láta 100 menn farast við hafnar-
mynnið ?
* * #
Bændum bjóðast nú kaupamenn fyrir 400 kr. um
vikuna, og allt annað kaupgjald eftir því. Engin vissa
er fyrir hækkuðu afurðaverði. Þvert á móti mjög vafa-
samt um þá hlið. Fólk ber fyrir sig 16% kauphækkun
í vetur og aðra í vor. 1 hvorugt skiftið höfðu bændur
minnstu áhrif á hækkunina. Þeir eru stærsta stétt lands-
ins, meira en 6000 heimilisfeður. En þeir eru eina stétt-
in, sem er dreifð og sundruð um fjármál sín. Allar aðrar
stéttir eru skipulagðar. 20 kolamokarar á Sigulfirði geta
stöðvað allan síldarflotann á miðri vertíð. Hinir embætt-
íslegu trúnaðarmenn bænda segja að það sé höfuðglæpur
að tala um pólitísk atvinnusamtök bænda og banna með
sjálfteknu valdi, að bændur hafi samtök eins og allar
aðrar stéttir. Búnaðarfélag Islands hefir alls ekkert gert
til að verja bændur gégn ofsa kommúnista. — Bændum
eru þrjár leiðir opnar til lífsbjargar í þessu efni. 1. Að
stjórn Búnaðarfélags taki rögg á sig og fái umboð til
að beita sér móti kommúnistum. 2. Að búnaðarsam-
böndin leysi vandann. 3. Að bændur myndi ópólitísk
stéttasamtök.
* *
Það er erfitt að temja tófuna. Eysteinn Jónsson, Guð-
brandur Magnússon og Vilmundur Jónsson héldu að þeir
gætu tamið kommúnista í verzlunarmálum Reykjavíkur.
Þeir höfðu stofnað lítið en f járhagslega örugt kaupfélag