Bæjarblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 2
BÓKASAFNINU AFHENT
VEGLEG BÓKAGJÖF
Mánudaginn 10. september sl.
var Bæjar- og héraðsbókasafninu
á Akranesi afhent vegleg bóka-
gjöf af Heinz Krug sendiráðs-
ritara V-þýska sendiráðsins.
Bækurnar, sem eru 115, bindi
eru gefnar af Martin-Behaim-
Gesellschaft sem er menningar-
legt fyrirtæki frá Darmstadt í
V.-hýskalandi.
Aðalfrumkvöðullinn að þessari
gjöf er forstjóri fyrirtækisins
Kurt Schleucher og er ein af
af bókunum eftir hann. Að sögn
Stefaníu Eiríksdóttur bókavarðar
eru þetta alhliða þýskar bók-
menntir fyrr og síðar. Þetta eru
fyrstu þýsku bækurnar, sem safn-
ið eignast og er því kominn vísir
að þýskri safndeild í Bæjar- og
héraðsbókasafninu.
Viðstaddir bókaafhendinguna,
auk sendiráðsritarahjónana og
fylgdariiðs þeirra, voru Valdimar
Indriðason forseti bæjarstjórnar,
Haukur Sigurðsson bæjarritari,
Stefanía Eiríksdóttir bókavörður
og bókasafnsstjórn.
Formaður stjórnar Bæjar- og
héraðsbókasafnsins er Önundur
Jónsson.
Umsóknir um störf á ieikskóla.
Eftirtaldar umsóknir bárust um störf á leikskólanum við Skarðs-
braut. Störf aðstoðarmanna: Ásta Hrönn Jónsdóttir Bjarkargrund 34,
Bjarney Jóhannesdóttir Skarðsbraut 3, Björg Karlsdóttir Esjuvöllum 6,
Emilía Gísladóttir Suðurgötu 43, Hjördís Símonardóttir Skarðsbraut 5,
Jóhanna Einarsdóttir Furugrund 15, Júlíana Bjarnadóttir Bjarkargrund
7, Sigrún Árnadóttir Háteig 1. Ráðnar voru: Júlíana í hálft starf fyrir
hádegi, Sigrún í hálft starf eftir hádegi og Jóhanna í hálft starf eftir
hádegi.
AKRANESKAUPSTAÐUR
Könnun á dagvistunar-
þörf barna
Félagsmálaráð Akraness vill minna for-
eldra 1-5 ára barna á könnum á dagvist-
unarþörf barna á Akranesi.
Frestur til að skila svörum er framlengd-
ur til 17. september.
Félagsmálaráð Akraness
Ný gjaldskrá fyrir leikskóla.
Nýlega var samþykkt ný gjaldskrá fyrir leikskóla. Gjöld eru sem
hér segir: Fyrir hádegi kr. 16.000-. Eftir hádegi (4 klst.) 16.000-.
Eftir hádegi (5 klst.) 20.000-.
SAMVINNUFELAG STOFN
AÐ Á AKRANESI
Umsóknir um starf umsjónarmanns.
Eftirtaldar umsóknir bárust um starf umsjónarmanns á dvalar-
heimilinu Höfða: Ársæll Jónsson Heiðarbraut 63, Björn Sigurbjörns-
son Merkurteig 8, Engilbert Guðjónsson Garðabraut 31, Matthías
Jónsson Jaðarsbraut 37, Ragnar Felixson Vesturgötu 109, Sigurður
Árnason Sóleyjargötu 4, Unnar Olsen Höfðabraut 2. Samþykkt var
að ráða Matthías Jónsson í starfið.
Umsóknir um starf á dagheimili
Eftirtaldar umsóknir bárust um starf á dagheimili : Fjóla Ásgeirs-
dóttir Esjuvöllum 10, Kristrún Sigurbjörnsdóttir Esjuvöllum 13, Sól-
rún Þ. Friðfinnsdóttir Hafnarfirði og Svanborg Einarsdóttir Kirkju-
braut 11. Samþykkt var að ráða Svanborgu í starfið.
Holurnar kaff ærðar
í vor var stofnað samvinnu-
félag á Akranesi. Heiti félagsins
er Framleiðslufélag málmiðnað-
armanna og er firmanafn þess
Stuðlastál svf.
í tilkynningu til Samvinnu-
félagaskrár Akraness, segir um
tilgang félagsins: „Tilgangur fél-
agsins er að bæta hag starfandi
félagsmanna og vinna að bætt-
um kjörum annars verkafólks, að
vinna að framförum í verktækni,
vinnuaðferðum og vinnuaðstöðu
í atvinnurekstri, að reka hvers
kyns verslunarstarfsemi fyrir
félagsmenn sína á þeim sviðum
er starfsemi félagsins nær til,
að veita viðskiptafólki sínu góða
og ódýra þjónustu, að vinna að
aukinni þekkingu félagsmanna
sinna á verkalýðs-, samvinnu- og
þjóðfélagsmálum og hvetja ann-
að verkafólk til að yfirtaka at-
vinnutækin."
Stjórn félagsins skipa: Þor-
valdur Loftsson formaður, Einar
Guðleifsson varaformaður, Ketill
Bjarnason ritari, Böðvar Björns-
son gjaldkeri, Guðmundur Valdi-
marsson meðstjórnandi. Vara-
stjórn skipa Sigmar Jónsson,
Björn Jónsson, Jón Hallvarðsson,
Ólafur Guðjónsson, Guðjón Ól-
afsson.
Ætla má að félagið bjóði í þá
verkþætti er boðnir verða út
vegna væntanlegrar hitaveitu
næstu árin, einnig má ætla að
félagið taki að sér minni verk-
efni á sviði málmiðnaðar.
Nú þessa dagana er unnið við að leggja oiíumöl á Heiðarbraut,
Garðagrund og Víkubraut. Athygli vakti hvað undirbúningsvinna við
Víkurbraut var mikil, en gatan er ein yngsta gata bæjarins. Heyrst
hefur að hæðarmælingar, sem gerðar voru, er gatan var lögð, hafi
verið skakkar, en við seljum það ekki dýrar en við keyptum það. Hins
vegar eru slíkar framkvæmdir sem olíumalarlagning ávallt mikið
gleðiefni fyrir þá sem á annað borð ferðast um götur bæarins.
SIGURFARI AK 95
Nýlega urðu eigendaskipti á
nótaskipinu Árna Sigurði AK
370. Haraldur Böðvarsson og Co
hf. og Guðjón Bergþórsson, skip-
stjóri keyptu skipið. Skipið hef-
ur nú hlotið nafnið Sigurfari
og ber einkennisstafina AK 95.
Skipstjóri á Sigurfara er Guðjón
Bergþórsson, en hann hefur sem
kunnugt er verið einn fengsæl-
asti skipstjóri hér á Akranesi
hin síðari ár. Þess má geta að
í gær, 14. sept. kom Sigurfari
í fyrsta sinn til Akraness eftir
eigendaskiptin, með um 500 tonn
af loðnu.
Ef prentunin er einhver
spurning, þá leitið svara
hjá okkur.
Prentbær sf.
Vesturgötu 48 — Akranesi.
@ 93-2660.
2