Bæjarblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 4
 „Fögnuðu eins og heimsmeistarar" eftir 0-7 tap gegn IA — Viðtal við Halldór Fr. Jónsson. „Dýrasti og besti þjálfarinn á að vera með þá yngstu", sagði Halldór Fr. Jónsson, og gerði orð Hilperts þjálfara meistaraflokks að sínum, í viðtali við Bæjarblaðið nú á dögunum. Hilpert lét þessi orð falla á fundi, sem hann hélt með þjálturum yngri flokkanna. Halldór Jónsson (Flestir þekkja hann sem Dóra, er nær kyndingar- kostnaðinum niður) hefur á undanförum árum lagt manna mest á sig, að öðrum ólöstuðum, við að byggja upp sterka yngri flokka í knattspyrnu. Þegar við fórum á stúfana til að afla frétta af málefnum yngstu knattspyrnumannanna, sem nýlega hafa lokið keppnistíma- bilinu, snérum við okkur til Dóra, en hann er þjálfari 5. flokks, aðstoð- arþjálfari 4. flokks og meðlimur í unglingaráði Knattspyrnuráðs. Halldór, hverjir eru í Unglinga- ráði K.R.A.? — Hörður Helgason er formaður og auk mín eru þar: Kristján Baldursson, Einar Guðleifsson og Ólafur Theódórsson. Með ráðinu starfa svo tveir menn úr Knatt- spyrnuráði, sem eru tengiliðir á milli þessara aðila, en það eru þeir Sigþór Eiríksson og Ásgeir Kristjánsson. Hvað hefur þú verið lengi í unglingastarfinu ? — Þetta er mitt fjórða sumar, og nú seinni árin hef ég einnig ver- ið að þjálfa. Telur þú viðhorf knattspyrnu- forystunnar til málefna yngri flokkanna vera betri nú, en þeg- ar þú byrjaðir? — Það er ekki hægt að neita því að viðhorfin hafa batnað all verulega, þó ýmislegt vanti enn á til að þeim yngri sé gefinn jafn mikill gaumur og þeim eldri. Hverjir eru helstu agnúarnir? — Það er kannske helst það, að Unglingaráð er undirráð Knatt- spyrnuráðs og sækir alla pen- inga þar inn. Við þetta skapast ýmis vandamál. Við getum tek- ið sem dæmi að einhver hlutur sem hefur útgjöld í för með sér er samþykktur í Unglingaráði. Þá þarf að bera hann undir Knatt- spyrnuráð, og ef þeir samþykkja ekki, fer það aftur í Unglingaráð og við verðum að reyna að leysa málið. Þetta er alltof þungt í vöfum og tekur of langan tíma. Nú hafa oft heyrst óánægju- raddir meðal þjálfara og foreldra vegna þess að strákarnir eru látnir borga ef þeir fara í æfinga- leiki. Hver er þín skoðun á þessu? — Við höfum oft viljað miða okkur við meistaraflokk, þó svo að við fáum ekki allt sem hann hefur, þá hefur okkur fundist sanngjarnt að greidduryrði ferða- kostnaður fyrir strákana í æf- ingaleiki. Oft eru margir drengir frá sama heimilinu og er því dýrt fyrir þau að kosta drengina í leiki. Ef við snúum okkur meir að drengjunum. Hvernig er æfinga- sókn? — Hún er mjög góð. í 5. flokki hefur meðaltalið á æfingum inni verið 46 strákar og á útiæfingum 36. í 4. flokki hafa 20-26 æft úti og um 30 inni. Ég vil skjóta því að hér, að yngri flokkarnir í knattspyrnu eru með langbestu tímanýtinguna í íþróttahúsinu og hefur æfingasókn á einni æfingu komist í 70 drengi, það var í 6. flokki. Er ekki útilokað fyrir einn mann að stjórna svo stórum hóp? — Jú, við höfum verið tveir. Mér til aðstoðar við þjálfun 5. flokks var Sævar Guðjónsson og ég aðstoðaði hann við 4. flokk. Það þurfa í það minnsta að vera tveir þjálfarar svo eitthvert vit sé í æfingunum. Hvernig hafa samskiptin við foreldra verið? — Það vantar meiri skilning einstaka foreldra. Það er t.d. mjög slæmt að missa bestu strákana í frí þegar áríðandi leik- ir eru. Við höfum því óskað eftir við foreldra að þeir skipuleggi ferðalög með tilliti til þessa. í úrslitakeppninni misstum við t.d. út mjög góðan strák vegna þess að hann fór í ferðalag. Ert þú ánægður með árangur- inn? — Já, strákarnir hafa staðið sig frábærlega vel, og eingöngu óheppni varð þess valdandi að þeir urðu ekki efstir. 5. og 4. flokkur lentu í 3. sæti íslands- mótsins og voru óheppnir að komast ekki í úrslit og tel ég að framkvæmd úrslitakeppninnar hafi valdið því. Ég vil geta þess að 3. flokkur stóð sig einnig vel, en þjálfari þar er Steinn Helgason. Þú segir að framkvæmd keppn- innar í Fteykjavík og á Akureyri hafi verið ábótavant og jafnvel valdið því að ÍA varð ekki Ís- landsmeistari. Hvað var helst að? — í Reykjavík, þar sem 5. flokk- ur keppti voru ekki línuverðir, sem þó er skylda í úrslitakeppni og kostaði það okkur mark og sigur á ÍR, en boltinn fór vel inn fyrir línu og sáu það allir á vellinum, nema dómarinn, sem var ekki í góðri aðstöðu. Á Ak- ureyri, þar sem 4. flokkur keppti, fór okkar riðill í úrslitakeppn- inni fram á tveim völlum, þ.e. á aðalvellinum og Menntaskóla- vellinum, sem er mun lakari. Okkar aðalkeppinautur, Víkingur frá Reykjavík, lék t.d. við Sindra frá Hornafirði á aðalvellinum, sem er stór og breiður, en við lékum við þá á Menntaskóla- vellinum, sem er mun mjórri. Við þurftum að vinna með 8 marka mun til að eiga mögu- leika á að komast í úrslit. Það vakti athygli okkar, að á móti Víking léku þeir sóknarleik, en á móti okkur með alla í vörn og kom það þá illa niður á okkur hvað völlurinn var mjór. Þegar þeir höfðu tapað með sjö marka mun fyrir okkur, vakti það athygli að þeir fögnuðu ein og heims- meistarar. Telur þú að miklar framfarir hafi orðið hjá yngri flokkunum nú siðustu árin? — Já, ég tel að miklar fram- farir hafi orðið undanfarin ár. Ég get nefnt sem dæmi að fyrir fjórum árum töpuðum við flest- um leikjum í bæjarkeppninni við UBK með stórum tölum, en nú í haust unnum við 5-0 í 6. flokki, 3-1 í 5. flokki og gerðum jafn- tefii 2-2 í 4. flokki. Þetta stefnir því allt í rétta átt. Er unglingaknattspyrnu gefinn nægur gaumur? — Á því hefur orðið breyting í rétta átt. Margir koma nú að horfa á yngri flokkana. Stærsta þáttinn í auknum vinsældum á unglingaknattspyrnu á þessu ári tel ég þó Dagblaðið eiga, með stórgóðum þætti um unglinga- knattspyrnu. Ég vil þakka Dag- blaðinu fyrir þessa þætti og vænti framhalds á þeim, þeir munu verða unglingaknattspyrnu til góðs. Að lokum Halldór, Ætlar þú að gefa kost á þér í Unglingaráð næsta ár? — Já, ég hef fullan hug á því, ef til mín verður leitað, og hægt verður að nýta starfskrafta mína. Við þökkum Halldóri, og von- um að unglingaknattspyrna á Akranesi megi njóta starfskrafta hans sem lengst. 4. flokkur ÍA 1979 Neðri röð f.v.: Ólafur Gíslason, Jakob Halldórsson, Guðmundur Guð- mundsson, Bjarni Jónsson, Vilhjálmur Birgisson, Rúnar Sigríksson, Guðmundur Matthíasson, Ólafur Þórðarson og Hafliði Guðjónsson. Efri röð f.v.: Halldór Jónsson, aðst. þj., Jón Leó Ríkharðsson, Egill Eiríksson, Heimir Björgvinsson, Aðalsteinn Víglundsson, Sigurður B. Jónsson, Þráinn Þórarinsson, Valgeir Bárðarson, Sigurður Jónsson og Sævar Guðjónsson þjálfari. 5. flokkur ÍA 1979 Neðri röð f.v.: Einar Gíslason, Magnús Kristjánsson, Ingimar Erlings- son, Skúli Guðmundsson Bjarki Jóhannesson, Ingólfur Helgason, Stefán Viðarsson, Birgir Össurarson. Efri röð f.v.: Halldór Jónsson þjálfari, Einar Sveinn Guðmundsson, Alexander Högnason, Arnar Svansson, Valdimar Sigurðsson, Árni Hallgrímsson, Hákon Svavarsson, Jóhannes Guðlaugsson og Sigurð- ur Arnar Sigurðsson. 4

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.