Bæjarblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 6
1.0. Lög um húsaleigusamninga. Síðastliðið vor gengu í gildi ný lög um húsaleigusamninga, nánar tiltekið lög nr. 44/1979 frá 1. júní s.á., en þau leystu af hólmi ófullkomin eldri lög um húsa- leigu frá 1943. Verður að telja lagasetningu þessa meiriháttar réttarbót, þar sem í lögunum er tekið á ýmsum nauðsynlegum þáttum, sem til þessa hefur ekki verið að finna í lögum. Má segja að heildaryfirbragð laganna sé aukinn réttur leigutaka, þó án þess að gengið sé af ósanngirni á rétt leigusala. Er lögunum skipt í 16 kafla, er aftur greinast í 79 lagagreinar. 2.0 Gildissvið laganna. Samkvæmt 1. grein laganna gilda þau um samninga, sem tjalla um afnot af húsi eða hluta af húsi gegn endurgjaldi og jafn- fram um afnot húsnæðis skv. vinnusamningi eða viðauka við hann, einnig fjalli samningur um land, sem nýta á í tengslum við afnot af húsnæði, svo sem sum- arbústaðalönd. Lögin taka hins vegar ekki til samninga um af- not á landi til landbúnaðar og ekki um samninga hótela, gisti- húsa og sambærilegra aðila við gesti sína svo og orlofsheimili sem leigð eru til skamms tíma. 3.0 Gerð leigumála. Gert er að skilyrði að leigu- málar um húsnæði séu gerðir skriflegir. Hefur félagsmálaráðu- neytið látið gera sérstök eyðu- blöð fyrir leigumála um íbúðar- húsnæði og skulu þau m.a. liggja frammi á skrifstofum sveitar- félaga (Bæjarskrifstofunni á Akranesi) almenningi til afnota. Vanræki aðilar að gera skrifleg- an leigumála eða nota óstað- fest eyðublöð við gerð hans gilda öll ákvæði laganna um rétt- arsamband þeirra. Ákveðst þá t.d. upphæð leigunnar sú fjár- hæð sem leigusali getur sýnt fram á að leigutaki hafi sam- þykkt. Er því þýðingarmikið að strax í upphafi sé getið allra smáatriða í skriflegum leigumála. Allar breytingar á leigumála eða viðbætur við hann, sem heimilar eru samkvæmt lögunum, skulu og gerðar skriflegar og skráðar á leigumálann sjálfan. 4.0. Samningstorm félagsmála- ráðuneytisins. Samningsform það, sem félags málaráðuneytið hefur látið gera um leigu íbúðarhúsnæðis er 4 blaðsíður og skiptist i 13 tölu- liði, er allir taka mið af megin- þáttum húsaleigulaganna nýju. Þó að samningsformið sé skýrt og næsta auðskilið er rétt að staldra aðeins við þau atriði, sem helst horfa til nýmælis. 4.1 Tímabundinn leigumáli. For- leiguréttur. Hvað leigutímann snertir er gerður greinarmunur á því, hvort um tímabundna leigu er að ræða eða ótímabundna. Þegar um tímabundinn leigumála er að ræða verður að koma fram, hvert upphaf leigutímans sé og hvenær því Ijúki (eitt ár, tvö eða fleiri). Leigutímanum lýkur þá án sér- stakrar uppsagnar. Leigusali verður þó eigi síðar en einum 6 mánuði og lengst þrem mánuð- um áður en leigutíminn er út- runninn að senda leigutaka skrif- lega tilkynningu um að hann hyggist ekki framlengja leigumál- ann. Annars telst hafa stofnast til ótímabundins leigumála með aðilum um húsnæðið. Það atriði sem kannski vegur hér hvað þyngst, er forleigurétt- ur leigutaka á hinu leigða að leigutíma loknum, þegar um tímabundinn leigusamning er að ræða. Verður leigutaki að senda leigusala skriflega tilkynningu um að hann ætli að nota forleigu- rétt sinn eigi síðar en innan 10 daga frá því er honum barst til- kynning leigusala um að hann hyggist ekki framlengja leiguna. Framlengist leigumálinn þá jafn- langan tíma og hinn upphaflegi samningur gilti, en þó ekki lengur en eitt ár hverju sinni. Leigusali getur þó í slíku tilviki valið milli þess, hvort gerður skuli nýr tímabundinn samningur eða hinn tímabundni samningur breytist í ótímabundinn samning. Hafi tímabundinn samningur verið framlengdur tvisvar í röð eða oftar hefur leigutaki rétt til ótímabundins samnings nema sérstakar ástæður mæli því í mót. Réttur til forleigu fellur hins vegar niður, ef leigusali lætur íbúðarhúsnæðið í té til af- nota til a.m.k. eins árs, skyld- menni í beina línu, kjörbörnum eða fósturbörnum, systkinum sínum og börnum þeirra eða tengdaforeldrum eða tekur íbúð- arhúsnæðið til afnota fyrir sjálf- an sig. Þá gildir forleiguréttur ekki, ef hið leigða íbúðarhús- næði er í sama húsi og leigusali býr í sjálfur. Telji leigusali Ieigu- taka ekki hafa forleigurétt af framangreindum ástæðum verður hann innan 10 daga frá því er forleiguréttar var óskað að gera leigutaka skriflega grein fyrir því. Sé ekki aðhafst af hálfu leigusala hvað þetta snertir stofnast til ótímabundins leigu- mála með aðilum um hið leigða 4.2 Ótímabundinn leigumáli. — Uppsögn. Þegar leigusamningur er ótímabundinn geta báðir aðilar hans sagt upp samningnum, sem þó verður að gerast með sann- anlegum hætti. Er uppsagnar- frestur á einstökum herbergjum, geymsluskúrum og þessháttar húsnæði, sem ekki er atvinnu- húsnæði, einn mánuður, þrír mánuðir á íbúðum og minnst 6 mánuðir á atvinnuhúsnæði. Þegar um íbúðarhúsnæði er að ræða er uppsagnarfrestur af hálfu leigusala þó 6 mánuðir ef leigutaki hefur haft íbúð á leigu í eitt til fimm ár og eins árs upp- sagnarfrestur hafi leigan varað lengur en fimm ár. Skal leigutaki hafa lokið rýmingu og frágangi íbúðar kl. 13.00 næsta fardag eftir að uppsagnarfrestur er lið- inn, en fardagar eru nú 1. júní og 1. október ár hvert. Forleiguréttar nýtur því ekki við, þegar um ótímabundna leigu- mála er að ræða. Líði hins vegar mánuður frá því leigutíma lauk skv. uppsögn, en leigutaki held- ur áfram að hagnýta hið leigða þá getur teigutaki krafist þess, að leigumálinn framlengist ótíma bundið hafi leigusali ekki skorað á hann að rýma húsnæðið eftir að leigutíma var lokið. 4.3 Fjárhæð og greiðsla leigunnar. Engin ákvæði er að finna í lögunum um hámark eða Iágmark húsaleigu og hafa samningsaðilar því frjálsar hendur hvað það snertir. Húsaleiguna skal hins vegar greiða fyrirfram mánaðar- lega nema um annað sé sérstak- lega samið. Er nú óheimilt að krefjast fyrirframgreiðslu um lengri tíma en fjórðung umsam- ins leigutíma. Ef um árs leigu- samning er að ræða, er því ein- ungis heimilt að krefjast fyrir- framgreiðslu um sem samsvarar 3 mánuðum. Væri árið til dæmis greitt fyrirfram án þess að gerður væri skriflegur Ieigu- samningur yrði vafalaust litið svo á, að til 4 ára leigutíma hefði stofnast. Jafnvel þó að skrifleg- ur samningur væri gerður kynni slíkt að koma til álita, þar sem lögin eru fortakslaus að þessu leyti. Að þessu skyldu menn því sérstaklega gæta. Um leigufjárhæðin eru engin ákvæði í hinum nýju lögum svo sem áður sagði, hún kann að vera óbreytt út leigutímann eða breytast til hækkunar t.d. mán- aðarlega eða ársfjórðungslega. Ekki er heldur að finna í lögunum ákvæði um vísitölubindingu leigufjárhæðar, þó að vitað sé að slíkt tíðkast í mjög ríkum mæli hérlendis. Er í slíkum tilvikum yfirleitt miðað við vísitölu hús- næðiskostnaðar, ýmist í vísitölu íbúðarhúsnæðis eða vísitölu at- vinnuhúsnæðis, en sú síðar- nefnda er heldur hærri. Er mér kunnugt um, að ekki er lengur amast við vísitölubindingum í húsaleigusamningum af hálfu Leigjendasamtakanna og Húseig- endafélags Reykjavíkur, sem mest fjalla um þessi mál, sé um að ræða vísitölu húsnæðis- kostnaðar. Er því líklegt að þær yrðu að fullu metnar gildar. Hins vegar yrðu vafalaust með öllu metin ógild ákvæði sem miðuðu við vísitölu byggingar- kostnaðar, eins og nokkuð mun tíðkast, þó að slík samningsgerð sé reyndar á undanhaldi. Komi að því að leigutaki geti ekki greitt leigufjárhæðina, er leigusala eftir 7 sólarhringa frá gjalddaga heimilt að krefjast hæstu lögleyfðu dráttarvaxta af leigunni fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð, nú 4,5% á mán- uði. Verði vanefndir verulegar getur leigusali og krafist rift- unar leigumála. 4.4. Tryggingarfé. Meðal nýmæla eru sérstök ákvæði um tryggingarfé leigu- taka, en því er ætlað að bæta skemmdir, sem verða kunna á leiguhúsnæðinu og leigutaki ber ábyrgð á. Varðveitir leigusali í slíkum tilvikum bankabók með fénu og má aðeins nota það, að báðir aðilar séu sammála eða að undangengnum dómi um greiðsluskyldu. Má upphæð trygg ingarfjár nema allt að þriggja mánaða leigu, eins og hún er í upphafi leigutíma. Greiði leigu- taki tryggingarfé verður hann aftur á móti ekki jafnframt kraf- inn um leigugreiðslur fyrirfram um Iengri tíma en eins mánaðar. 4.5 Úttekt. Sérstök ákvæði um úttekt leiguhúsnæðis er einnig að finna í hinum nýju Iögum, en með því er átt við skriflega lýsingu sér- fróðs manns á ástandi húsnæð- is í upphafi leigutíma. Er skylt að láta úttekt fara fram, ef ann- ar aðili krefst þess. Verði síðar ágreiningur um, hvort bótaskylt tjón hafi orðið á húsnæðinu á leigutímanum, er úttektin lögð til grundvallar. 4.6. Ástand hins leigða. Leiguhúsnæði skal við afhend- ingu vera í því ástandi, sem al- mennt er talið fullnægjandi mið- að við fyrirhugaða notkun þess og staðsetningu. Felst m.a. í þessu, að húsnæðið sé hreint, Jón Sveinsson, lögfræðingur: Húsaleigu- samningar

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.