Bæjarblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 8

Bæjarblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 8
Fjöibrauta skólinn Nú virðist ákveðið að öldunga- deild verði starfrækt við Fjöl- brautaskólann á Akranesi frá næstu áramótum. I tillögu Menntamálaráðuneytisins til fjár- laga 1980 er reiknað með fjár- veitingu til öldungadeildar. Lengi hefur verið beðið eftir starfs- leyfi og mætti ætla að það hafi verið auðfengið mál, en það var nú annað, það er búið að þvæl- ast í ráðuneytinu í langan tíma. Feir sem notfæra sér öldunga- deildir er fólk sem hefur hætt námi vegna áhugaleysis, stofn- unar heimilis eða af fjárhags- ástæðum. Þetta fólk sér svo möguleika til að auka við mennt- un sína jafnframt því að það stundar sína vinnu, og ætti því að vera sjálfsagt að ríkið stuðli að því að námið sé á sem flest- um stöðum. Vöntun á heimavistarhúsnæði fyrir aðkomunemendur hefur auk- ist að mun með auknum fjölda utanbæjarnemenda. Um 100 ut- anbæjarnemendur eru nú í skól- anum, og ef skólinn á að vera fyrir allt Vesturland, eins og rætt er um krefst það þess, að heimavistarhúsnæði verði reist. Lögtaksúrskurður Þann 14. ágúst sl. var uppkveðinn lögtaksúrskurður fyrir eftirtöldum gjaldföllnum en ógreiddum gjöldum ársins 1979. Tekjuskattur, eignaskattur, slysatryggingagjald v/heimilis- starfa, slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 36. gr. laga nr. 67/1973, lífeyristryggingagjald skv. 9. gr. laga nr. 9/1975, atvinnuleysistryggingagjald, launaskattur, almenn- ur og sérstakur, iðnaðargjald, iðnlánasjóðsgjald, sóknar- gjald og kirkjugarðsgjald. Ennfremur skemmtanaskattur, aðflutnings- og útflutningsgjöld, bifreiðaskattur, skoðunar- gjald ökutækja, skipaskoðunargjald, lesta- og vitagjöld, lög- skráningargjöld sjómanna, skipulagsgjald, öryggiseftirlits- gjald, rafmagnseftirlitsgjald, skattsektir til ríkissjóðs og tekjuskattahækkanir, söluskattur og söluskattshækkanir. Framkvæma má lögtak til tryggingar greiðslu gjaldanna, einnig dráttarvaxta og kostnaðar þegar 8 dagar eru liðnir frá fyrstu birtingu auglýsingar þessarar, án frekari fyrirvara. Bæjarfógetinn á Akranesi, 16. ágúst 1979, Björgvin Bjarnason. BÍÓHÖLLIN Ég: vil það núna. — Aðalhlutverk Elliot Gould og Diane Keaton. Sýnd sunnudag 16 sept og mánudag 17 sept kl. 9. Margt býr í f jöllunum — Spennandi hroll- vekja, bönnuð börnum yngri en 16 ára. Sýnd sunnudag 16. kl 11,15. Á næstunni verða svo sýndar myndirnar Doc, Mannránið, Amen var hann kallaður BÍÓHÖLLIN BœjarblaSiB mun koma úf einu sinni i mánuSi. Lesendabréf sendist í pósthólf 106. Siminn er 2660 Bœjar- o g héraósbókasafnió á Akranesi Útlánatímar: Mánudaga kl. 18 - 21 Þriðjudaga kl. 15 - 19 Miðvikudaga kl. 15 - 19 Fimmtudaga kl. 18-21 Föstudaga kl. 15 - 19 BÓKAVÖRÐUR | 8

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.