Bæjarblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 5

Bæjarblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 5
NY VERBSKRA Á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag var samþykkt ný gjaldskrá fyrir íþróttahúsið, sem gildir fram að áramótum. Selt verður í hvern einstakan tíma en engin afsláttarkort verða, eins og verið hefur. Fyrir fundinum lá tillaga um að verð fyrir ein- staka tíma yrði kr. 450 fyrir full- orðna og kr. 160 fyrir börn, ef keypt yrðu kort með 10 miðum kostuðu þau kr. 4000 fyrir full- orðna og kr. 1500 fyrir börn. Við umræður lýsti Ríkharður Jónsson þeirri skoðun sinni að þessar hækkanir stefndu í óefni og gerðu mörgum fjölskyldum ókleyft að senda börn sín í íþróttahúsið. Ákveðið var að endurskoða gjaldskrána með tilliti til tillögu Frastar Stefáns- sonar formanns íþróttabanda- lags Akraness, þess efnis að styrkur bæjarins til ÍA yrði greiddur í formi tíma í íþrótta- húsinu. Nefnd mun vinna í mál- inu og á hún að skila áliti fyrir áramót. Sá misskilningur virðist hafa komið upp, að bæjarfulltrúar töldu sig vera að lækka upphaf- legu tillöguna að miðaverði. Samþykkt var að selja inn í hvern einstakan tíma. V'erð fyrir fullorðna er kr. 400 og fyrir börn kr. 150. Hingað til hafa flestir keypt afsláttarkort og er þetta verð þeirra í upphaflegu tillög- unni, þannig að um litla lækkun er að ræða. Verðið i Bjarnalaug Nýlega var samþykkt ný gjald- skrá fyrir Bjarnalaug. Einstök gjöld eru nú þannig: Fullorðnir kr. 360 Börn 160 Gufubað 600 Handklæði, sundföt 300 Kort, fullorðnir 15 miðar 3.300 Kort, börn 15 miðar 1.125 Kort, baðstofa 10 miðar 4.700 Hækun þessi er um 20%. Sundfólk ÍA. Myndin er tekin á tröppum Bjarnaiaugar. Verðlaunamenn Knattspyrnuráð Akraness hefur gefið farandbikar og verð- launapeninga sem veittir eru besta leikmanni hvers flokks. Að loknu íslandsmóti yngri flokkanna völdu þjálfarar og leik- menn yngri flokkanna þessa leikmenn. Þeir eru: 5. fl. Arnar Svansson (Geirdal). 4. fl. Ólafur Fórðarson (Fórðarsonar). 3. fl. Heimir Guðmundsson (Pálmasonar). Viðbygging vallarhúss Vallarhús með búningsher- bergjum er forgangsverkefni á íþróttasvæði á Jaðarsbökkum, segir í fundargerð íþróttavallar- nefndar. Mikil þrengsli eru í núverandi vallarhúsi og hefur t.d. kvenna- knattspyrna oft verið á hrakhól- um með búningsaðstöðu. í hinni nýju viðbyggingu, sem er upp á tvær hæðir á t.d. að vera félags- aðstaða á efri hæð. Nefnt hef- ur verið að sjóður sá er fékkst við sölu gamla íþróttahússins verði notaður við fjármögnun til að byrja með, þannig að bærinn þurfi ekki að leggja fram eins mikið í upphafi, en endurgreiði ÍA lánið síðan á umsömdum tíma. Handboltapunktar Senn hefst handknattleiks- vertíðin. Æfingar hjá m.fl. karla hófust í byrjun ágúst, undir stjórn Jóns Hjaltalín Magnús- sonar, sem mun þjálfa liðið í vetur. Mfl. karla mun innan skamms, nánar tiltekið 29. sept. nk. halda í æfingabúðir til Fær- eyja. Par verður dvalið í viku- tíma og æft tvisvar til þrisvar á dag auk þess sem leiknir verða þrír til fjórir leikir. Sunnudaginn 16. september er hraðmót í íþróttahúsinu með þátttöku liða frá HK og Fylki auk ÍA. Jafnhliða hraðmótinu fer fram kökubasar í anddyri íþróttahússins, en ágóði af basarnum rennur í ferðasjóð leikmanna. Starfsemi Handknattleiksráðs fer stöðugt vaxandi. Nú í vetur verða 8 flokkar í íslandsmóti. Tveir flokkar bætast við frá því í fyrra, 2. flokkur karla og mfl. kvenna sem mun leika í 2. deild. MISTÖK Á MISTÖK OFAN Tyrfing íþróttavallarins virðist vera orðin árviss þáttur á verk- efnaskrá bæjarins. Haustið 1977 skeðu þau mistök að keyrt var sjávarsandi í stórum stíl á völl- inn, þó svo að þáverandi vallar- vörður hafi verið búinn að gera ráðstafanir til að fá harpaðann sand á völlinn. Sandurinn var síðan Iátinn lyggja í hlössunum, sem voru allt að 50 cm þykk. Vorið 1978, þegar farið var að fjarlægja sandinn kom í Ijós að völlurinn var stórskemmdur. Grasið var dautt á stórum köfl- um, hafði hreinlega kafnað. Nú skyldi ætla að menn hafi lært af mistökunum og myndu sýna fyllstu gætni við endurbæturnar. Síðasti leikurinn 1978 var leik- inn í ágúst og hefði nú átt að drífa verkið áfram og treysta á gott haust. Annað virtist upp á teningnum, verkið tók tvo mán- uði og eitt allra besta haust í langan tíma leið hjá, án þess að taka tillit til verkefnahraða bæjarins. Nú skildi ætla að tveir mánuðir og verk upp á 10 milljónir gæfi eitthvað í aðra hönd. Það var nú aldeilis ekki, völlurinn hefur verið í nær óleikhæfu ástandi í allt sumar og liggur nú fyrir að tyrfa hann upp á nýtt. Á bæjar- stjórnarfundi sl. þriðjudag var samþykkt að fara að tillögum garðykjustjóra bæjarins og leggja á völlinn úrvals torf. Kostnaðar- áætlunin er upp á þrjár milljónir króna. Það var ósköp eðlilegt að bæjarfulltrúarnir Hörður Pálsson, Ríkharður Jónsson og Guðjón Guðmundsson stæðu upp á fund- inum og lýstu furðu sinni á framkvæmdum við íþróttavöll- inn og að þetta mál virtist vera orðinn árviss þáttur í þeirra störfum. Fram kom í máli þeirra að menn virtust litla ábyrgð bera á gjörðum sínum. Þeir lögðu allir áherslu á að verkinu yrði hraðað sem kostur væri. Við tökum und- ir þetta með þeim þremenning- um og vonum að skaparinn gefi okkur gott haust svo að ræturn- ar nái að festa sig, og völlur- inn verði tilbúinn næsta sumar. ÁKRANÉS - F.C. BARCE ÍÓnÁ Á Laugardalsvelli miðvikud. 26. september kl. 17.30 5

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.