Bæjarblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 7

Bæjarblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 7
rúður heilar, læsingar og rofar virk, hreinlætis- hitunar- og eld- hústæki í lagi, svo og vatns- og frárennslislagnir. Verður leigu- taki að gera leigusala skriflega grein fyrir aðfinnslum sínum innan 14 daga frá afhendingu, svo og innan sama tíma vegna galla, er síðar kunna að koma fram á íbúðarhúsnæðinu. Þrátt fyrir framangreindar reglur er unnt að semja um ein- staka liði, svo sem um lagfær- ingar leigutaka á einstökum hlutum hins leigða. Slíkt sam- komulag verður hins vegar að vera skriflegt og skráð á leigu- málann svo að gilt sé. 4.7. Viðhald húsnæðis. Um viðhald leiguhúsnæðis gilda ýmsar reglur. Skal leigutaki annast á sinn kostnað viðhald á rúðum, læsingum, vatnskrönum, raftenglum, rafmagnsinnstungum raftækjum og hreinlætistækjum. Jafnframt verður leigutaki að bæta allt tjón á húsnæðinu og fylgifé þess, sem verður af völd- um hans sjálfs, heimilisfólks hans eða þeirra manna, sem hann hefur leyft afnot af hús- næðinu eða umgang um það. Leigusali skal þó ætíð bæta það tjón sem er bótaskylt samkvæmt skilmálum venjulegrar húseig- endatryggingar, hvort sem slík trygging er til staðar eða ekki. Rétt er því fyrir leigusala að kaupa ætíð slíka tryggingu. Annað viðhald en það sem hér hefur verið nefnt, er leigu- sala skylt að annast á sinn kostn- að, utan húss sem innan. Hann skal m.a. halda hinu leigða hús- næði í leigufæru ástandi, svo sem með því að láta mála það, endurnýja gólfdúka og teppi eða annað slitlag með hæfilegu milli- bili, allt eins og góðar venjur og viðhald húsnæðis segja til um. Telji leigutaki viðhaldi ábótavant getur hann skorað á leigusala að bæta úr, og bætt úr sjálfur á kostnað leigusala, ef áskoran- ir bera ekki árangur. Ef leigu- máli er gerður til lengri tíma en tveggja ára er heimiit að semja um að leigutaki annist á sinn kostnað viðhald innan íbúðar að hluta eða öllu leyti. Skulu slík ákvæði skráð í leigumálann svo að gild verði tekin. 4.8. Greiðsla reksturskostnaðar. Fram til þessa hafa gilt óljós- ar reglur um greiðslu reksturs- kostnaðar leiguhúsnæðis, sér- staklega þó þegar um íbúðir í fjölbýlishúsum hefur verið að ræða. Nú eru hins vegar settar um þessi atriði fastar reglur. Skal leigutaki t.d. greiða fyrir notkun vatns, raímagns og hit- unarkostnað, einnig í sameign, svo og kostnað við sameiginlega ræstingu og aðra umhirðu í fjöl- býlishúsi. Einnig greiðir hann leigu til veitustofnana fyrir mæla og annan slíkan búnað. Leigusali greiðir hins vegar öll fasteignagjöld svo og sérstök til- lög til sameiginlegs viðhalds eða endurbóta á húseign eða lóð fjöl- býlishúss. Einnig skal leigusali greiða kostnað við hússtjórn, en allmikil brögð hafa verið af því að leigutakar hafi verið látnir greiða þau gjöld til þessa. Far sem veitustofnanir innheimta sérstök fastagjöld eða árgjöld án beinna tengsla við vatns- eða orkukaup, skulu slík gjöld einnig greidd af leigusala. Frátt fyrir ofangreind ákvæði er heimilt að skipta reksturskostnaði með öðr- um hætti en að ofan greinir, ef leigumáli er gerður til lengri tíma en tveggja ára. 5.0. Gildistaka og fleira. Hér að framan hafa verið rakin helstu atriðin í nýgerðum lögum um húsaleigusamninga og því staðfesta samningsformi sem samið hefur verið á grundvelli þeirra. Ýmiss önnur atriði mætti hér nefna til viðbótar, svo sem umgengnisskyldur og réttindi þeim tengdum, og ákvæði um leigumiðlanir, úttektarmenn og frh. á bls. 11. Öðru hverju skjóta upp koll- inum manna á meðal, um- ræður um hvort búseta hinn- ar fámennu þjóðar á íslandi sé ekki á misskilningi byggð. Helstu rök þeirra, sem svo telja eru gjarnan þau, að efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinn- ar fái ekki staðist mikið leng- ur, þrátt fyrir tilraunir og stjórn viturra og langmennt- aðra manna. Náttúruauðlindir landsins og sjávarins gangi óðum til þurrðar og lega lands ins sé á mörkum hins byggi- lega heims vegna óstöðugr- ar og kaldrar veðráttu. Ljóst er allavega að fjar- lægðin til annarra landa er okkur dýrkeypt og til erfið- leika á mörgum sviðum í ofurkapphlaupinu við hina samfélagslegu velmegun. \ En vel á minnst það var raunar um veðrið sem ég ætl- aði að ræða að þessu sinni. Við íbúar suður og vestur- lands höfum nú á nýliðnu sumri loksins notið þess að lifa tiltölulega gott sumar, hvað veðurfar snertir, sól- ríkt og stillt, eftir nokkurra ára samfellda rigningartíð. Megum við því vel við una að sinni. það skyggir þó á, að sér- staklega á norðausturlandi hefur sumarveður undanfar- inna ára nánast ekki Iátið sjá sig og hlýtur það að valda íbúum þar margvíslegum erf- iðleikum. Á síðastliðnum vetri mátti fylgjast með, í dagblöðum, nokkrum deilum meðal starfs- manna Veðurstofu íslands um fyrirkomulag og framkvæmd veðurfregna og stormaðvar- ana. En eins og að líkum lætur un til sjófarenda. Víða erlend- is tíðkast það að slíkum aðvör unum er varpað út um strand- arstöðvar á talbylgjum skipa og koma að miklu haldi. Við höfum einnig slíkar stöðvar. Hitt virðist augljóst að miða þurfti að gerð tvenns- konar stormaðvarana við ís- Skuggi skrifar er veðurstofan einhver mikil- vægasta stofnun landsmanna á mörkum þessa byggilega heims og veltur á miklu að hennar starf sé sem allra best af hendi leyst. Heldur þóttu mér skýringar Veðurstofustjóra í sjónvarpi, um erfiðleika á birtingu stormaðvarana léttvægar, það er ekki endilega t.d. nauðsyn- legt að rjúfa útvarpsdagskrá til þess að koma stormaðvör- land. Annars vegar fyrir opna báta og minni fiskiskip og hinsvegar fyrir stærri skip og aðra sem kynnu að geta forðast tjón af völdum stór- viðra. Það virðist slævandi fyrir dómgreind nútímamannsins að hlusta á veðurfregnir til langframa, þar sem aðeins er spáð hvassviðri eða stormi, þegar athygli hans gæti vakn- að ef hann heyrði nefnt orðið „stormaðvörun". Það er því tillaga mín að nú á næsta vetri taki Veðurstofa íslands upp gerð tvennskonar stormaðvarana sem varpað verði út um strandarstöðvar Landsímans, þegar ástæða þætti til. Gætu þær skipst á eftirfarandi hátt: Stormaðvörun nr. 1. Miðað við 6-8 vindstig og ætlað einkum til aðvörunar fyrir smærri fiskiskip við strendur landsins. Stormaðvörun nr. 2. Miðað við styrk 8 vindstig og meira og ætlað öllum sjófarendum til viðvörunar, sem og öðrum landsmönnum. Pá aðvörun þyrfti þá einnig að senda um ríkisútvarpið. Slíkt fyrirkomulag á birt- ingu veðurfregna gæti hugs- anlega stuðlað að fækkun alvarlegra sjóslysa við strend- ur landsins og rennt öruggari stoðum undir áframhaldandi búsetu í landinu, auk þess sem það myndi fyrra Veður- stofu íslands gagnrýni, sem e.t.v. er ekki á rökum reist. Að lokum óska ég Akur- nesingum og landsmönnum öllum góðs veðurfars á kom- andi hausti og vetri. Skuggi. 7

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.