Bæjarblaðið - 23.01.1981, Side 1

Bæjarblaðið - 23.01.1981, Side 1
Bœjcirbladid 1. tölublað 23. janúar 1981 3. árgangur Margt gerist undir yfirborðinu Yfirlit um lögreglu- og sakadómsmúl á Akranesi 1980 bls. 5 31 nemandi útskrifast úr Fjölbraut 19. desember sl. útskrifaði Fjölbrautaskólinn 31 nemanda af 10 námsbrautum. Af þeim 31 nemanda sem lauk prófi voru 14 sem luku stúdentsprófi. 11 luku prófi af iðnbrautum og 6 luku prófi af styttri brautum en stúdentsprófsbrautum. 7 nem- endur af þessum 31 mættu ekki til að taka á móti prófskírtein- um sínum og er það umhugsun- arvert hvers vegna menn mæta ekki. Maður hugsar með sjálf- um sér: er þessi áfangi viðkom- andi einskis virði eða nennir hann ekki að mæta. Viðkomandi hefur kannske einhverja ástæðu fyrir fjarveru sinni, en hún hlýt- ur þá að vera ansi veigamikil. Eitt atriði vakti athygli við út- skriftina og það var að enginn þessara 14 stúdenta setti upp húfuna góðu. Það er ekki gott að spá í ástæðurnar fyrir því, en húfulaus stúdent virkar hálf afkáralega. Þessir luku prófi: Af Heil- brigðissviði, Heilsugæslubraut II: Helga Aradóttir. Af Samfé- lagssviði, Verslunar- og skrif- stofubraut: Guðný Tómasdóttir, Halla Böðvarsdóttir, Hrefna Guð- jónsdóttir og Vilborg Hjartar- dóttir. Af Tæknisviði, Málmiðn- aðarbraut: bifvélavirki Sigurður A. Sverrisson, próf rafsuðu- Hundarnir og framtalið Samkvæmt upplýsingum sem Bæjarblaðið fékk hjá Bæjar- ritara, voru skráðir hundar í eigu Akurnesinga 23 þann 14. janúar sl. Til gamans, og þar sem hunda- eigendur sem aðrir fara brátt að fylla út skattframtal sitt, er rétt að birta eftirfarandi klásúlu, sem er úr 2. gr. laga nr. 7 frá 1953: „Sérhver skattgreiðandi skal á skattframtali gera grein fyrir þeim hundum sem hann eða aðrir, er hann hefur á fram- færi sínu, eiga um áramót. Hreppstjóri eða skattanefnd í hverjum kaupstað, skulu gera skrá yfir hunda þá, sem í sveitarfélaginu eru, og afhenda hana sýslumanni eða bæjarfó- geta í aprílmánuði ár hvert.“ Svo mörg voru þau orð, og er vonandi að hundaeigendur verði nú samviskusamir. manna: Sigurður B. Jónsson, Stefán Stefánsson, Sverrir Stef- ánsson og Vilhjálmur Gunnars- son. Af Tréiðnabraut: Húsasmið- ir: Alfreð Þ. Alfreðsson, Eiríkur Jónsson, Erling Magnússon, Þórður Sigurðsson og Þröstur Kristjánsson. Húsgagnasmiður: Hjörleifur Helgason. Stúdentsprófi luku af Raun- greinasviði: Eðlisfræðibraut Að- alsteinn Sigurþórsson, Hilmar Janusson, Lára Gunnarsdóttir og Sigurður Páll Harðarson. Nátt- úrufræðabraut: Flosi Einarsson, Harpa Ágústsdóttir og Sólrún Óskarsdóttir. Af Samfélagssviði: Fornmálabraut, Sigríður Óladóttir Málabraut: Edda Símonardóttir. Af Viðskiptasviði: Viðskiptabraut Ingi Þ. Edvardsson, lngibjörg Skúladóttir, Jón Allansson, Nanna Þ. Áskelsdóttir og Sús- anna Steinþórsdóttir. — áv. Á myndinni er skólameistari Fjölbrautaskólans ásamt þeim nem- endum sem mættu til að taka við prófskírteinum sínum. vörur svíkja engan

x

Bæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.