Bæjarblaðið - 23.01.1981, Page 4
„Er pað petta skrinyilega hús við
kirkjugarðinnr
- Rœtt við Gunnlaug
Haraldsson safnvörð
jjByggðasafnið í Görðum er án efa meðal stærstu
og merkilegustu byggðasafna landsins, þótt það sé í
þeim samanburði tiltölulega ungt að árum.“ — Sá
sem svo mælir er Gunnlaugur Haraldsson þjóðhátta-
og fornleifafræðingur, er Bæjarblaðið ræddi við hann
fyrir skömmu. Gunnlaugur var ráðinn safnvörður
við byggðasafnið í byrjun síðasta árs, en hann gegndi
áður störfum minjavarðar Austurlands.
Við báðum Gunnlaug fyrst að
segja nokkur orð um sögu safns-
ins?
„Ég teldi nú raunar nær, að
faðir þessa safns, sr. Jón M.
Guðjónsson fræddi ykkur um
þau atriði. Hinsvegar munu til-
drögin að stofnun þessa safns
vera þau, að ég best veit, að sr.
Jón bar þá hugmynd upp á fundi
í Stúdentafélagi Akraness árið
1949 að félagið gengist fyrir því
að efnt yrði til stofnunar minja-
safns í byggðarlaginu. Undir
þessa hugmynd var vel tekið og
nokkuð rætt og ritað um málið
næstu árin. Og við það sat. En
þar sem sr. Jón er ekki þekktur
fyrir að bíða eftir því að hlut-
irnir gerist af sjálfu sér, hóf
hann sjálfur söfnun muna hjá
fólki hér í kaupstaðnum, að því
ég held 1954 eða '55. Honum
varð afar vel ágengt í þessari
söfnun, bæði hér og í nágranna-
sveitum Akraness, og mætti ein-
stæðum velvilja og skilningi.
Hins vegar töldu víst ýmsir
skammsýnismenn, — en þeir
eru allsstaðar uppi, á öllum tím-
um, — að þessi árátta væri ekki
með öllu eðlileg. Þeim úrtölu-
mönnum hefur vitaskuld fækkað,
en nýir komið í þeirra stað.
Á hinn bóginn sýndi sóknar-
nefndin málinu fádæma ræktar-
semi og afhenti safninu gamla
íbúðarhúsið hér í Görðum til
ævarandi afnota fyrir munina.
Húsið var síðan innréttað fyrir
þarfir safnsins og mununum þar
stillt út til sýnis og safnið þar
formlega vígt 13. desember
1959.“
Hverjir standa að safninu?
„Safnið er sjálfseignarstofnun
og standa að því samkvæmt
skipulagsskrá þess, Akranes-
kaupstaður að % og hrepparnir
fjórir sunnan Skarðsheiðar að
Va. Þessir aðilar ásamt ríkissjóði
leggja því til tekjur, þótt því
miður séu engin föst ákvæði
um árleg framlög til safnsins."
Hvernig er aðsóknin að safn-
inu?
„Miðað við önnur byggðasöfn
á landinu held ég að segja megi
að hún sé nokkuð þokkaleg.
Hingað kemur árlega margt inn-
lendra og erlendra ferðamanna
einkum að sumri til. Á hinn bóg-
inn sakna ég þess sérstaklega,
hversu aðsóknin úr nágranna-
byggðunum og þá ekki síst héð-
an af Skaga er dræm. Heima-
menn sjást hér varla öðruvísi en
í fylgd með gestum sínum. Ég
held þó að segja megi, að
Skagamenn séu nokkuð stoltir
yfir því að geta sýnt aðkomu-
fólki þennan fjársjóð sinn hér
í Görðum. Safnið hefur verið
opið reglulega yfir sumarmánuð-
ina, 4 tíma á dag, en að öðru
leyti opið yfir veturinn kl. 14-16
á virkum dögum. í vetur hafa
hér vart sést aðrir en einstöku
ferðamannahópar og skólabörn."
Nú eru án efa margir Akurnes-
ingar, sem aldrei hafa skoðað
safnið. Er eitthvað hægt að gera
til að bæta úr því?
„Já, án efa eru þeir þó nokkr-
ir.sem aldrei hafa drepið fæti
sínum hér inn fyrir dyr. Sem
dæmi þar um get ég nefnt, að
um daginn bað einn heimamanna
mig um að vísa sér til vegar
hingað upp eftir. — “Ó, er
Gunnlaugur Haraldsson
byggðasafnið þetta skringilega
hús þarna við kirkjugarðinn,"
varð honum að orði, er hann
hafði fneðtekið leiðsögnina.
Þessi maður er þó ekki alveg
nýkominn í þennan bæ.
En varðandi úrbætur í aðsókn
vil ég segja þetta: Hana má
vissulega auka og er fyllsta
þörf á. Hins vegar þarf ýmislegt
til þeirra hluta. Það er nú víst
svo, því miður vildi ég segja,
Byggðasafnið í Görðum.
með okkur nútímafólk, að við
sækjum þá staði og samkomur
helstar, sem dyggilegast eru
auglýstar. Og þeir eru æði marg-
ir sem vilja ná athygli fólks. Þar
ber sá mest úr býtum sem mest
hefur fjármagnið og hæst getur
haft um gæði sinnar vöru. Og
hér situr byggðasafnið við skert-
an hlut í flestu tilliti.
Eins og ég áður sagði, má að
stærstum hluta þakka tilurð
þessa byggðasafns óeigingjörnu
starfi eins manns, sr. Jóns, sem
meðfram erilsömum prestskap
í stórri sókn hefur í fjórðung
aldar eignað þessu hugsjóna-
starfi sínu allar frístundir. Af-
raksturinn er gífurlega fjölbreytt-
ur efniviður, sem því miður virð-
ist ekki hafa verið hingað til
nægjanlegur skilningur á að
þyrfti umtalsvert fjármagn til að
vinna úr frambærilega og aðlað-
andi sýningarvöru fyrir almenn-
ing þessa svæðis. Það kostar
nefnilega mikið fé að gera
minjasöfn eins og aðrar menn-
ingarstofnanir samkeppnisfær
við aðrar afþreyingarstöðvar. Og
þetta fjármagn hefur skort.
Að vísu er búið að reisa hér
hluta af fyrirhuguðu safnhúsi, en
það er þegar allt of lítið og að
auki á margan hátt ekki galla-
laust sem safnhús. í stuttu máli
sagt, skortir hér meiri peninga
til að fjárfesta fyrir: í auknu
húsrými, viðbótar starfskrafti og
í efni til að ganga betur frá
umbúnaði sýningargripa og auka
á fjölbreytni safnstarfsins. Að
slíkri aðstöðu fenginni, mætti
bjóða fólki upp á fasta sýningu
á byggðasögu staðarins, sérsýn-
ingar á afmörkuðu efni úr menn-
ingarsögu og lífi staðarbúa, svo
og listsýningar og kvöldvökur af
ýmsu tagi, eftir því sem þörfin
telur hverju sinni, auk þess sem
efla mætti verulega og gera
markvissara samstarf safnsins
við skólana.
Byggðasafnið á að vera lif-
andi menningarmiðstöð, þar sem
sífellt er eitthvað nýtt að sjá
umfram fasta sýningu. Það þarf
að vera hreyfing á hlutunum í
stað þeirrar kyrrstöðu, sem ríkir
í öllum minjasöfnum landsins.
Margt fólk hreinlega óttast að
stíga inn fyrir dyr í minjasafni,
þar sem það verkar á suma eins
og dauðs manns gröf. Og það er
eðlilegt, því að allan skilning
hefur skort hjá ráðamönnum um
peninga; — að launa þurfi störf
við svona stofnanir og að gera
þurfi yfirleitt annað þar en að
raða munum í hillur eins og í
geymslu, svo og opna og loka
dyrum fyrir safngesti. Ef að fjár-
veitingar til safnmála og ann-
arra menningarmála væru hér á
landi í einhverju samræmi við
þá mærð sem heltekur framá-
menn okkar í skálaræðum um
hina margrómuðu söguþjóð og
óbrotgjarnan menningararf, —
þá væri ég ekki að víla þetta
og vola. Þá þyrftu byggðasöfnin
ekki að óttast samkeppnina um
athygli almennings."
Að lokum, Gunnlaugur. Hvað
er framundan?
„Því er fljótsvarað: Allt sem
ég hef nefnt hér á undan! Ég
vildi aðeins taka það fram, að
ég stend sem betur fer ekki
einn í þessu máli. Auk sr. Jóns,
sem er óbugandi í baráttunni og
yngri en árin segja til um, hef
ég á bak við mig ágæta safn-
stjórn, sem er einhuga um að
gera stóra hluti varðandi þetta
safn. Við erum með ýmis áform
á prjónunum s.s. að hefja hönn-
un áviðbótarbyggingu við safnið
ráðningu á smið o.fl. En við sitj-
um ekki á auðæfum, og hljótum
því að lúta í lægra haldi fyrir
ákvörðunum þeirra sem spila úr
almenningssjóðum í mörg þurft-
arfrek málefni."
Bæjarblaðið þakkar Gunnlaugi
Haraldssyni fyrir spjallið og ósk-
ar honum og safnstjórninni
heilla í baráttunni.
4