Bæjarblaðið - 23.01.1981, Page 5
Margt gerist undir yfirborðinu
Yfirlit um lögreglu- og sakadómsmól á Akranesi 1980
Annar tveggja Löggubíla okkar.
Á árinu 1980 voru færð til
kærubókar við bæjarfógetaem-
bættið á Akranesi 903 kæru-
númer. Til samanburðar eru
samsvarandi tölur fyrir næstlið-
in fjögur ár þessar 1979: 791,
1978: 723, 1977:810 og 744 árið
1976. Virðist því vera um nokkra
aukningu að ræða á síðasta ári.
Ekki skal leitt að því getum hér
hvernig stendur á þessari aukn-
ingu, en þættir sem geta haft
áhrif í þessa átt eru m.a. fjölgun
íbúa, hert löggæsla og aukin
tíðni afbrota og yfirsjóna, þ.e.
að löghlýðni hafi minnkað. Þá
er og sennilegt að bifreiðaeign
pr. íbúa hafi enn aukist, þótt
engar tölur liggi fyrir um það,
en umferðarlagabrotin eru
stærsti pósturinn í þeim kærum
sem embættinu berast.
Vert er að taka sérstaklega
fram að hér er um kæruskrár-
númer að ræða, en ekki ein-
stakar kærur, en tala þeirra er
þó nokkuð hærri. Stafar það af
því að iðulega eru fleiri en ein
sambærileg kæra á sama aðila
færð til kærubókar undir sama
númeri. hannig má t.d. nefna að
10 kærur bárust eitt sinn sam-
tímis á sama manninn vegna
meintra ölvunarbrota. Þá er einn-
ig algengt að þau brot, sem
fleiri en einn aðili standa sam-
an að að fremja, séu færð tii
bókar sem eitt mál. Dæmi:
Flokkur unglinga stendur saman
að ólátum og skemmdarverkum.
Hér fer á eftir lausleg skipt-
ing kæranna eftir brotaflokkum,
en flokkun þessi er hvergi nærri
nákvæm. Kemur þar til að yfirlit
þetta er unnið í nokkru hasti,
svo og hitt að erfit er um vik
með ýmsa flokkun. Þannig falla
sum brot, s.s. nytjataka ölvaðs
manns í bifreið, strangt tekið
bæði undir hegningarlagabrot
og áfengis- og umferðarlagabrot.
í yfirlitinu eru slík tilfelli þó
einungis flokkuð undir hegning-
arlagabrotið, þótt vissulega sé
einnig um ölvunarakstur að
ræða. Þeirri reglu er og fylgt
endranær við flokkunina að telja
hvert brot einungis til einnar
brotategundar, enda þótt oft sé
um margslungið atferli að ræða.
Kærendur eru ýmsir, svo sem
löggæsluaðilar margskonar, eink-
um þó lögregla, svo og ein-
staklingar. Er þáttur lögreglunn-
ar sem kæranda eðli málsins
samkvæmt ríkastur varðandi um-
ferðar- og áfengislagabrotin.
Lögreglan kemur þó einnig við
sögu varðandi þau mál sem til
hennar eru kærð, þar sem lög-
regla annast frumrannsókn nær
allra refsimála, lögum sam-
kvæmt.
í eftirfarandi töflu er kærun-
um skipt í 6 yfirflokka sem
skýra sig sjálfir, nema ef vera
skyldi sá síðasti, þ.e. aðrar kær-
ur. Þar kennir ýmissa grasa og
má nefna sem dæmi, tollalaga-
brot, brot á reglugerð um með-
ferð á fiski, kærur v. hunda-
halds, slátrun á hrossi o.fl. o.fl.
I. Umferðarlagabrot
Ógætnis- og hraðaakstur: 55
Skoðun vanrækt: 36
Rangstaða og stöðubrot: 298
Árekstrar-ákeyrslur: 141
Útafakstur-velta: 9
Umskráning vanrækt: 7
Akstur án réttinda: 5
Ölvunarakstur: 64
Umframþungi: 5
Annað: 27
Samtals 647
II. Áfengislagabrot
Ölvun og geymsla-óspektir: 144
Skemmdarverk: 23
Ólögleg meðferð áfengis: 5
Ölvun í starfi: 1
Samtals 143
III. Hegningarlagabrot
Líkamsárásir: 15
Innbrot-þjófnaðir: 20
Skjalafals: 2
Fjársvik: 3
Nytjataka (bílþjófn.): 5
Nytjataka (reiðhjól); 1
Fjárdráttur: 1
IV Tékkalagabrot: 4
V. Brot á skotvopnalögum: 7
VI. Aðrar kaerur: 45
Málsúrslit
Ekki hefur unnist tími til þess
að taka saman tölfræðilega hver
verða afdrif þessara kæra, þ.e.
hvaða úrslit málin fá, en væri
það þó nógu fróðlegt. Hins veg-
ar er ekki úr vegi að gefa ör-
stutt almennt yfirlit um það.
Lang flest hina smærri brota á
áfengis- og umferðarlögum, sem
á annað borð er sektað fyrir, er
lokið þegar á frumstigi með
sektargerð lögreglustjóra. Öðr-
um málum, sem eru þess eðlis
að refsing þarf til að koma, er
lokið í sakadómi með dómsátt
eða dómi. Þannig er meirihlut-
anum af ölvunarakstursmálunum
lokið með dómsátt. Sé hins
vegar um ítrekaðan ölvunarakst-
ur að ræða er ekki heimilt að
Ijúka máli með sátt, þá er gefin
út ákæra á hinn grunaða og
verður því að ganga dómur í
málinu. Alloft er ökuleyfissvipt-
ing samfara öðrum viðurlögum
við umferðarlagabrotum, en öku-
leyfissviptingar urðu samtals 64
á árinu, þar af 6 þar sem ekki
var um ölvunarakstur að tefla.
í raun voru þó „sviptingar" fleiri,
þar sem nokkrir einstaklingar
voru dæmdir á árinu fyrir ölv-
unarakstur, en svo háttaði til að
þeir voru þegar sviptir ökuleyfi
ævilangt þegar dómur gekk. Var
þeim því ekki gerð sérstök öku-
leyfissvipting í dómi, enda þótt
dómurinn fresti því enn frekar
að þeir öðlist ökuleyfi á ný með
endurveitingu.
Sektargreiðslur til embættis-
ins námu kr. 14.322.591. Skatt-
greiðendur ættu þó að fara var-
lega í að fagna þessum tekjulið
ríkissjóðs, því trúlega eru eftir-
tekjur ríkissjóðs af lögbrotum
enn minni en af áfengissölu þeg-
ar allt hefur verið tekið inn í
myndina. Það er því lítil ágóða-
von að gera út á lögbrot, ef svo
mætti að orði komast. Pá ber að
hafa hugfast að markmið með
sektarrefsingum er ekki og má
ekki vera fjáröflun, heldur eiga
refsingar fyrst og fremst að
verka á hinn brotlega til varn-
aðar, svo og aðra út í frá.
Af framansögðu ætti að vera
Ijóst að ýmislegt gerist undir
yfirborðinu í okkar annars ágæta
bæ og ennþá augljósara að okk-
Leiðrétting
í viðtali við Júlíus Þórðarson
í síðasta blaði urðu eftirfarandi
mistök: Sagt var að Þórður Ás-
mundsson og Óskar Halldórsson
hefðu sett upp fyrstu frystivél-
ina hér. Hið rétta er að það
vou Þórður og Bjarni Ólafson og
Co. Þá var Árni Einarsson nefnd-
ur Arthúr í myndatexta.
ar ágætu löggæslumenn „Akró-
pólís“ hafa haft fleira fyrir
stafni á nýliðnu ári en að taka
í spil inni á stöð.
Dominique
Ný dularfull og kyngimögnuð
bresk-amerísk mynd 95 mínútur
af spennu og í lokin óvæntur
endir.
Aldurstakmark 14 ára.
Sýnd 22-23. jan. kl. 9
Hugvitsmaðurinn
Bráðskemmtileg frönsk gaman-
mynd. Mynd fyrir alla fjölskyld-
una.
Sýnd 25.-26. jan. kl. 9.
Dr. JUstice
Sérlega spennandi og viðburða-
hröð, ný frönsk-bandarisk lit-
mynd. Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd 23.-25. jan. kl. 11,15.
Gullöld skopleikaranna
sýnd kl. 2, sunnudag.
íbúðir til sölu
Eigum nokkrar íbúðir óseldar:
Að Einigrund 6 og 8 — afhendast í vor.
Að Lerkigrund 1 og 3 — afhendast 1982.
Nánari upplýsingar gefnar á skrifstófu okkar
að Akursbraut 11.
Trésmiðjan Akur hf.
Akursbraut 11, — S.: 2006 og 2066
5