Bæjarblaðið - 23.01.1981, Síða 8
íþróttaannál 1980
íþróttamaður Akraness
Ingi Þór Jónsson sundmaður
var kosinn íþróttamaður Akra-
ness á árshátíð ÍA. Ingi hór var
vel að sæmdarheitinu kominn og
hefur hann sett hvert íslands-
íþróttamenn Akraness 1979 og
1980, sundmennirnir Ingólfur
Gissurarson og Ingi Þór Jónsson
metið á fætur öðru og var stolt
okkar Akurnesinga á íþróttasvið-
inu á sl. ári.
Nýr formaður ÍA
Svavar Sigurðsson var kosinn
formaður ÍA á síðasta ársþingi
þess, með honum í stjórn voru
kosnir Sigursteinn Hákonarson,
gjaldkeri og Pétur Jóhannesson,
ritari. Fráfarandi formaður ÍA
er Þröstur Stefánsson, en hann
hefur unnið mikið og óeigin-
gjarnt starf fyrir íþróttahreyfing-
una á Akranesi á undanförnum
árum.
Knattspyrna
Meistaraflokkslið ÍA hafnaði í
fjórða sæti íslandsmótsins að
þessu sinni. Liðið var slegið út
úr Bikarkeppninni af FH í fyrstu
umferð. Skagamenn fengu þó
bikar á árin því þeir sigruðu í
Litlu-bikarkeppninni annað árið í
röð. í Evrópukeppninni urðu mót-
herjarnir hið geysisterka þýska
lið 1. F.C. Köln, sem komst
átakalítið í næstu umferð keppn-
innar.
5. flokkur ÍA varð íslands-
meistari í annað sinn á þremur
árum, sem er mjög góður árang-
ur, sigraði Val í úrslitaleik 1-0.
Handknatteikur
Meistaraflokkslið ÍA í hand-
knattleik karla komst á þröskuld
annarrar deildar á árinu, en lið-
ið hafnaði í öðru sæti í 3. deild
og lék aukaleiki við Pór frá Ak-
ureyri um sæti í annarri deild.
Eftir jafnteflisleik fyrir norðan
tapaðist heimaleikurinn með
þriggja marka mun og þar með
var draumurinn úti að sinni.
Meistaraflokkslið kvenna náði
þó athyglisverðasta árangri árs-
ins er liðið tryggði sér sæti í
1. deild eftir tvo hörkuúrslita-
leiki við Ármann. Árangur liðs-
ins er enn athyglisverðari fyrir
það, að þetta var fyrsta árið
sem ÍA sendi lið í íslandsmót
meistaraflokks kvenna.
Körfuknattleikur
Körfuknattleikurinn er í mikilli
sókn á Akranesi. Það sýndi sig
best með stórhuga þjálfararáðn-
ingu liðsins en þeir réðu til sín
bandaríska leikmanninn John
Johnson sem áður lék með
Fram. Liðið hlaut 10 stig í 2.
deild íslandsmótsins og hafn-
aði í þriðja sæti í sínum riðli.
Golf
Golfklúbburinn Leynir hélt sam-
tals 21 mót á árinu, þar af 3
opin mót. Vesturlandsmótið var
haldið á Akranesi og sigraði
Leynir og átti einnig Vestur-
landsmeistarann. Þórhallur Inga-
son sló holu í höggi á 5. braut
vallarins. Akranesmeistari í
golfi varð Björn H. Björnsson
annað árið í röð.
Badminton
Badmintonfélagið starfaði af
krafti á árinu, tók þátt í 18 mót-
um utan Akraness og hélt auk
þess 5 mót hér á Akranesi.
Árangur var góður í flestum
mótunum. Félagið eignaðist
marga meistara á árinu, þó
einkum í unglingaflokkum.
Sund
Sundfélag Akraness átti þrjá
menn í íslenska landsliðinu í
sundi, þá lnga Þór Jónsson,
ingólf Gissurarson og Magna
Ragnarsson, og stóðu þeir sig
allir mjög vel. Ingi Þór setti alls
16 íslandsmet á árinu en Ingólf-
ur setti 4. Magni Ragnarsson
setti 3 íslandsmet í drengja-
flokki. Ingi Þór Jónsson var kjör-
inn sundmaður Akraness 1980.
Hús og eignir sf.
fasteignasala
Fokhelt einbýlishús ásamt bifreiðageymslu á Jörundarholti.
2. herbergja íbúð ásamt herbergi í kjallara í fjölbýlishúsi
við Skarðsbraut.
2. herbergja íbúð ásamt herbergi í kjallara í Húsverksblokk
við Vallarbraut. Þvottahús í íbúðinni.
3 herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi við Jaðarsbraut.
3 til 4 herbergja íbúð á efri hæð í tvfbýlishúsi við Krókatún
sérinngangur, bifreiðageymsla.
3 til 4 herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi við Mána-
braut, sér kynding, bifreiðageymsla.
3 herbergja íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi við Skarðs-
braut, þvottahús í íbúðinni, herbergi í kjallara.
4 herbergja neðri hæð í tvíbýlishúsi við Háholt, íbúðinni
fylgir bifreiðageymsla. Sér inngangur.
3- 4 herbergja neðri sérhæð við Háholt, íbúðinni fylgir
rúmgóð bifreiðageymsla.
4- 5 herbergja íbúð á neðri hæð í svíbýlishúsi við Hjarðar-
holt, sér inngangur og kynding.
4 herbergja efri hæð við Kirkjubraut, sér inngangur og
bifreiðageymsla.
4 herbergja neðri hæð í tvíbýlishúsi við Sandabraut, sér
inngangur.
4 herbergja íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi við Skarðs-
braut, þvottahús í íbúðinni og herbergi í kjallara.
4 herbergja neðri hæð í tvíbýlishúsi við Sóleyjargötu, ný-
legur bílskúr fylgir.
4 herbergja íbúð í fjölbýlishúsi við Suðurgötu, íbúðin er
á fjórðu hæð. Mjög gott útsýni.
4 herbergja efri hæð í tvíbýlishúsi við Vesturgötu, sér hiti
og inngangur, bifreiðageymsla.
5 herbergja íbúð á efri hæðum í tvíbýlishúsi við Vestur-
götu. Sér inngangur.
Einbýlishús á einni hæð ásamt bifreiðageymslu við Heiðar-
gerði. 3 svefnherbergi og stofa.
Einbýlishús, járnklætt, við Melteig, 4 svefnherb. og stofur.
Einbýlishús, rúmlega fokhelt, úr timbri á Grundum. Húsið
er 142,2 ferm. auk bifreiðageymslu.
Einbýlishús, járnklætt, 4 svefnherb., stofa, geymslur í
kjallara, við Skagabraut, bifreiðageymsla.
Einbýlishús við Suðurgötu, húsinu má skipta í tvær íbúðir
3 og 5 herbergja.
Einbýlishús, forskallað, við Vesturgötu, 3 svefnherb. og
stofur.
Raðhús við Vogabraut, 4 svefnherb. á efri hæð, stofur og
1 herb. á neðri hæð, bifreiðageymsla.
Hús og eignir sf.
Fasteignasala — Skipasala
Hailgrímur Hallgrímsson, lögg. fasteignasali
Deildartúni 3 — Sími 93-1940
Akranesi