Bæjarblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 2
Bœjorblodid 4. tbl. 3. árg. 8. maí 1981. Útgefandi: Bæjarblaðið sf., pósthólf 106, 300 Akranes ® 93-2660 Ritstjórn: Sigþór Eiríksson og Haraldur Bjarnason. Setning og prentun: Prentbær sf. Að læra af reynslnnni Það hefur jafnan verið talinn góður siður að læra af fenginni reynslu og gera ekki sömu mistökin oftar en einu sinni. Pví miður virðast þó enn vera til menn sem láta slíkt sem vind um eyru þjóta og þykjast vita betur en margfengin reynsla segir til um. Meðal slíkra manna eru þeir sem borið hafa upp og styðja tillögu um að leyfa á ný dragnótaveiðar í Faxaflóa, en slíkar veiðar kveða upp dauðdóm yfir ýsustofninum í flóanum, fyrir því er margfengin reynsla. Ætlun þeirra sem tillöguna flytja er að nýta kolastofninn í fló- anum, og veita nokkrum útvöldum aðilum leyfi til þeirra veiða. Einn af hinum útvöldu, kolabani af Suðurnesjum, kom fram í sjón- varpinu fyrir skömmu og ætaði sér víst að verja þessa vitleysu. Aumingja maðurinn gerði lítið annað en að opinbera fávisku sína og meðal þess sem hann sagði, var að hann vissi ekki til að nokkur maður hefði fulla atvinnu af ýsuveiðum í flóanum og að það væru bara sportveiðimenn sem þær stunduðu. Ekki veit hann mikið. Við Akurnesingar vitum betur en þetta. Nei, með tillögu um að leyfa dragnótaveiðar í Faxaflóa er aðeins verið að koma til móts við nokkra einstaklinga á kostnað eins helsta nytjafisks okkar og um leið afkomu fjölda fólks. Stuðningsmenn dragnótarinnar halda því fram að fengin reynsla af dragnót í flóanum áður fyrr sé ekki marktæk, þar sem nú verði fylgst mun betur með veiðunum. Við vitnum enn til reynslunnar. Síðast þegar flóinn var opnaður fyrir dragnót voru þessi sömu orð viðhöfð. En hvað gerðist? Jú, það vita allir, ýsan hvarf úr Faxa- flóanum. Bæjarblaðið tekur undir orð Markúsar Þorgeirssonar úr Hafn- arfirði, er hann sagði á fundi um dragnótaveiðarnar fyrir skömmu: „Þökkum forsjóninni fyrir að Ólafur Björnsson varð ekki fiskifræð- ingur, því þá væri enginn fiskur í sjónum." Húsnœði Til sölu íbúð og/eða herbergi óskast á leigu nú þegar. Upplýsingar í síma 2190. Philco ísskápur, stór og rúm- góður. Upplýsingar i síma 2379 milli kl. 18 og 20. FASTEIGNIR Einbýlishús: BAKKATÚN: Tvær hæðir og kjallari, 7 herb., steypt hús, eign- arlóð. GARÐABRAUT: Raðhús u.þ.b. 137 m2, 5-6 herb. Bílgeymsla, ræktuð lóð. GRENIGRUND: Tilb. undir tréverk, 133 ferm. 5 herb. Bíl- geymsla. GRENIGRUND: Gott steinhús, u.þ.b. 141 ferm., 5-6 herb. Góð bílgeymsla. HÁHOLT: Timburhús, járnklætt, hæð og kjallari. Bílgeymsla. MÁNABRAUT: Járnklætt timburhús, tvær hæðir og kjallari, 6 herbergi. MELTEIGUR: Timburhús á tveim hæðum auk kjallara, 6-7 her- bergi, eignarlóð. PRESTHÚSABRAUT: Lítið timburhús, 2 herb., eldh. og bað. REYNIGRUND: Steinhús, u.þ.b. 120 ferm., hús að utan og bifreiðageymsla ófrágengin. REYNIGRUND: í smíðum 156 ferm. hús auk bifreiðageymslu. REYNIGRUND: Timburhús, ú.þ.b. 126 ferm., 5-6 herb., bif- reiðageymsluplata steypt. SKAGABRAUT: Á einni hæð, u.þ.b. 110 ferm., 4 herbergi. VESTURGATA: Hæð, ris og kjallari, stofur á neðri hæð, svefnherb. á efri hæð. Bifreiðageymsla. JÖRUNDARHOLT: Fokheld raðhús, ýmist á einni eða tveimur hæðum. Bifreiðageymslur. Stærri íbúðir: GARÐABRAUT: Efri hæð í fjórbýlishúsi, u.þ.b. 140 ferm., 5 herbergi. HÁHOLT: Neðri hæð í tvíbýlishúsi, þarfnast endurbóta, 6-7 herbergi. HÁHOLT: Efri hæð og ris í tvíbýlish, 5-6 herb. Sér þvottah. og inngangur, vel viðhaldið, bifreiðageymsla. SKAGABRAUT: Efri hæð og ris, 5-6 herb., nýendurbætt. VALLHOLT: Neðri hæð í tvíbýlish. 5 herb. ásamt sér geymslu. VESTURGATA: Hæð og ris í tvíbýlishúsi, 6 herbergi. VITATEIGUR: Efri hæð í tvíbýlish., u.þ.b. 120 ferm., 5 herb. Fjögurra herbergja íbúðir: EINIGRUND: Ný íbúð á þriðju hæð í fjölbýlish. Þvottah. á hæðinni. HEIÐARGERÐI: Efri hæð í tvíbýlishúsi, u.þ.b. 80-90 ferm. HJARÐARHOLT: Neðri hæð í tvíbýlish., u.þ.b. 120 ferm. Bif- reiðageymsluréttur. HÖFÐABRAUT: Þriðja hæð í sambýlish. Þvottah. á hæðinni. HÖFÐABRAUT Fyrsta h. í fjölbýlish., sér þvottah. Ófullbúin bifreiðageymsla. JAÐARSBRAUT: 3. hæð í fjölbýlish., u.þ.b. 142 ferm. Bifreiða- geymsla. SANDABRAUT: Neðri hæð í tvíbýlish. u.þ.b. 100 ferm. SUÐURGATA: Neðri hæð í tvíbýlish., u.þ.b. 100 ferm. Bif- reiðageymsla. Þriggja herbergja ibúðir: BREKKUBRAUT: Efri hæð í tvíbýlish. Bifreiðageymsla. EINIGRUND: Ný endaíbúð á efstu hæð í fjölbýlish. Laus strax GARÐABRAUT: 2 hæð í fjölbýlish., geymsla í kjallara Iaus strax. GARÐABRAUT: 1. hæð í fjölbýlish., geymsla í kjallara. GARÐABRAUT: 1. hæð í fjölbýlish., geymsla í kjallara, laus strax. GARÐABRAUT: 2. hæð í fjölbýlish., geymsla í kjallara. GARÐABRAUT:2. hæð í fjölbýlish., geymsla í kjallara. GARÐABRAUT: Efsta hæð í fjölbýlish.,endafbúð, geymsla í kjallara. GARÐABRAUT: Efsta hæð í fjölbýlish., laus um næstu mán- aðarmót. JAÐARSBRAUT: 2. hæð í fjölbýlish., bifreiðageymsla. SKARÐSBRAUT: 1. hæð í fjölbýlish., geymsla í kjallara. SÓLEYJARGATA: 1. hæð í sambýlish. Sér þvottahús. Laus strax. Tveggja herbergja íbúðir: BÁRUGATA: Kjallaraíbúð í tvíbýlish. Þarfnast endurbóta. EINIGRUND: Efsta hæð í fjölbýlish. Geymsla í kjallara. HÁTEIGUR: Neðsta hæð í sambýlish. Sér geymsla. SUÐURGATA: Góð neðri hæð í tvíbýlish., u.þ.b. 95 ferm. Iðnaðarhúsnæði: Við ÆGISBRAUT 260 ferm, steinsteypt, 2000 ferm lóð. V erslunarhúsnæði Við KIRKJUBRAUT annars vegar 90 ferm. og hins vegar 108 ferm. að stærð. Sérverslun Við KIRKJUBRAUT, sérverslun ásamt vörulager. Húsnæði getur fylgt til kaups. Söluskrá á skrifstofunni. FASTEIGNA- OG SKIPASALA VESTURLANDS Kirkjubraut 11,2. hæð sími 2770. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Jón Sveinsson, hdl. nafnnr. 5192-1356. 2

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.