Bæjarblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 11

Bæjarblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 11
Að líta sér nær Nýlega gat að líta í fundar- gerðum bæjarins, nokkuð gamla fundargerð frá einni af nefnd- um bæjarins, þar sem skrifað var um að lóðir iðnaðar- og atvinnuhúsa við Ægisbraut væru ekki nægilega snyrtilegar og voru eigendur umræddra lóða taldir upp í fundargerðinni. Það er ekki nema gott eitt um það að segja að bæjarnefnd- ir séu vakandi í störfum sínum. En það sem vekur furðu varð- andi upptalninguna í fundargerð- inni er, að ein lóð við Ægis- braut hefur gleymst. Sú lóð hefur hins vegar lengi vakið athygli vegfarenda vegna þess að þar úir og grúir af alls kyns drasli; spýtnabraki, gömlum bíl- hræum, húskofum og mörgu fleiru, sem er umhverfinu til lítils sóma. En hver skyldi eiga þessa lóð, þar sem allt er í hróplegu ósam- ræmi við snyrtimennsku sem bæjaryfirvöld boða? — Jú, þetta er einmitt eign Akranesbæjar. Þetta er lóðin í kringum áhalda- hús og trésmiðju bæjarins. Hefði ekki verið eðlilegra að umrædd nefnd hefði litið sér nær og ávítt Akranesbæ fyrir sóðalega og lélega umgengni um lóð sína. Myndirnar tvær sem með fylgja eru teknar af þessu „augnayndi" með talsverðu millibili. Sú fyrri í september 1979, en sú seinni fyrir stuttu síðan. Þó svo að nýrri myndin (að neðan) sýni svæðið örlítið snyrtilegra (ef hægt er að nota það orð) þá er hún ekki alveg marktæk í samanburði við hina því hluti draslsins hefur verið fluttur bak við hús. Top 10 í marsmánuði Poppskrifari Bæjarblaðsins er í fríi frá ritstörfum um þessar mundir. Ritstjórnarmenn blaðs- ins eru hins vegar hálf slappir á þessu sviði og láta því nægja að birta listana, án umsagnar. Portið: Nr. 1 Reo Speedwagon Hi Infidellity Nr. 2 Af litlum neista (lítil) Pálmi Gunnarsson Nr. 3 Eiríkur Fjalar (lítil) Laddi Nr. 4 B.A. Robertsson Bully for you Nr. 5 Dock Holyday Nr. 6 Lover boy Nr 7 Hit Machine Ymsir flytj. Nr. 8 Shakin Stevens Nr. 9 Dr. Hook Greatest Hits Nr. 10 Davie Bowie Best of Bjarg: Nr. 1 Dr. Hook Greatest hits Nr. 2 Hit Machine Safnplata Nr. 3 Eric Clapton Another Tickets Nr. 4 Pat Bevatar Crimes of Passion Nr. 5 Steely Dan Gaucho Nr. 6 Air Supply Lost in Love Nr. 7 David Bowie Greatest Hits Nr. 8 Talking Heads Remain in Light Nr. 9 Sky Sky 3 Nr. 10 Richard Clyderman Les Musiques de’l Amour Bilasala Hinriks Símar 1143 og 2117 Bílar til sölu: Audi 77 Lada 1200 74 77 Austin Allegro 77 '78 '79 Lancia Beta 78 Chevrolet Nova ’71 74 78 Lancer Vhevrolet Malibu 71 77 Mazda RX 7 '80 Chevrolet Concorus 77 Mazda 929 Hardtop '80 Chevrolet Chevelle 71 Mazda 929 79 Citroen G.S. 74 Mazda 626 1600 79 Datsun Sunny 140 cupe ’80 Mazda 626 '80 Datsun 180 B 78 Mazda 323 7 7 7 8 79 Datsun 100 A 75 Mercedes Bens 300 D 78 Datsun 220 C 72 77 Mercedes Bens 240 D 74 Daihatsu Charade '80 Mercedes Bens 280 S.E. 71 Daihatsu Charmant 79 Oldsmobile Cutlas '69 7 7 79 Dodge Aspen 79 Plymouth Volare St. '78 Dodge Dart Svinger 76 Plymouth Volare 4 d. 77 Dodge B 200 Sendibíll Plymouth Valiant 74 Ford Cortina '70 '72 74 Saab 99 70 74 75 Ford Mustang 79 Subaru 4x4 77 78 Ford L.T.D. 74 77 Subaru 1600 78 Ford Maverick 74 Toyota Cressida GL '80 Ford Fairmont 78 Toyota Cressida 78 Ford Fiesta 79 Toyota Carina '79 '80 Galant G.L. 1600 79 Toyota Corolla 73 Honda Accord 78 Volvo 244 78 Hornet 75 Volvo 245 st. 77 Jevlen SST 70 Volvo 145 '74 Jeepster Commando '68 Volkswagen Microbus 70 Lada 1600 79 Vantar nýlega Volvo og Saab 99 bíla á skrá. Einnig vantar Cortinu '76 og station bíla svo og ýmsar aðrar tegundir. Opið eftir hádegi á laugardögum. 11

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.