Bæjarblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 6
Hverfur ýsan úr Faxaflóanum ? Bœjarstjórn Akraness mótmœlir dragnótaveiðitillögu YSUAFLI TONN/RÓÐUR Súlurit þetta sýnir meðal ýsuafla í róðri á haustvertíðum á Akra- nesi. Augljóst er hve aflinn dregst saman meðan veiðar með botnskröpuveiðarfæri (dragnót) eru stundaðar og að hann byrjar að aukast að nýju strax og flóinn er friðaður fyrir dragnótaveiðum árið 1970. 20i MEDALÞYNGD í FAXAFLÓA YSU 05_ FYRIR FRIÐUN Friðun Faxaflóa árið 1952 var heiIladrjúgt spor. í stað þess að meðalþyngd ýsunnar í aflanum væri 300 g. og þaðan af minni fiskur, þá var meðalþunginn orðinn 2 kg eða allt að sjö sinnum meiri aðeins þremur árum síðar. Sjaldan hefur friðun sýnt eins skjótan og hagstæðan árangur. Á fundi sínum hinn 24. mars s.l. samþykkti bæjarstjórn Akra- ness með 9 samhljóða atkvæð- um eftirfarandi mótmæli gegn frumvarpi, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, um að leyfa dragnótaveiðar að nýju í Faxa- flóa: „Bæjarstjórn Akraness mót- mælir eindregið þeim hugmynd- um sem fram hafa komið um að leyfa dragnótaveiðar í Faxaflóa. Bæjarstjórnin minnir á að Faxa- flói er geysimikilvæg uppeldis- stöð fyrir mestu nytjafiska landsmanna. Fiskgengd í flóann komst í algjört lágmark fyrir friðunina 1952. Eftir að drag- nótaveiðar voru Ieyfðar að nýju árið 1960, hraðminnkaði fisk- gengd í flóann, uns þær veiðar voru stöðvaðar árið 1970. Bæjarstjórn Akraness skorar því á Alþingismenn að standa einhuga vörð um þessa þýðing- armiklu uppeldisstöð nytjafiska íslendinga." Magnús Oddsson, bæjarstjóri, sendi Alþingi eftirfarandi grein- argerð með samþykktinni: Við íslendingar höfum nú öðl- ast yfirráð yfir fiskimiðunum í kringum landið. Pað verður því framvegis við sjálfa okkur að sakast, ef illa tekst til og höggv- ið verður of nærri fiskistofn- um hér við land. Áríðandi er að halda skynsamlega á þessum málum. Nytja aðalfiskistofnana svo afrakstur verði sem mestur, hlífa ungviðinu og vernda upp- eldissvæðin. Faxaflóinn er án alls vafa ein- hver mikilvægasta uppeldisstöð nytjafiska hér við land. íslenskir fiskifræðingar sýndu með rökum fram á þetta í lapdhelgisdeil- unni við Breta með góðum rök- um og sjaldan hefur friðun haft eins skjót og víðtæk áhrif eins og friðun Faxaflóa árið 1952. Svo var komið, að á vertíðun- um næstu á undan friðuninni, var ýsa í afla línubáta frá Akra- nesi svo lítil, að sjómenn fengu varla ýsu í soðið fyrir sjálfa sig, hvað þá meir. Kemur þetta heim við skýrslur frá þessum tíma. T.d. á'rið 1952 er meira en 90% af þeirri ýsu sem aflast í flóanum þriggja ára og yngri eða tæplega 300 gr. fiskur og þaðan af minni. Áhrif friðunar- innar segir fljótt til sín og þegar árið 1955 er um 80% af aflan- um orðinn 5, 6 og 7 ára fiskur og 15% 4 ára fiskur. Hér varð sú ánægjulega breyting á skömmum tíma, að í stað þess að ýsuaflinn var nær eingöngu 300 g og þaðan af minni fiskur þá er meðalþungi árið 1955 orðinn nær 2 kg eða allt að því sjö sinnum meiri. Frátt fyrir þessar óvenju hagstæðu niður- stöður fór svo, að dragnótaveið- ar voru leyfðar að nýju árið 1960. Þetta fór þó ekki hljóðalaust fram og urðu um það blaða- skrif og deilur og bentu sjó- menn á þá augljósu hættu, sem þessu væri samfara. í 14. tbl. Ægis frá 1960, er t.d. grein um dragnótaveiðar til að nýta kol- ann, sem þá hafði aukist veru- lega í flóanum að sögn greinar- höfunds. Hann bendir og á að ótti við endurminningar frá fyrri tímum hafi óeðlílega mikil áhrif á skoðanir sjómanna og aðrir og betri hættir verði teknir upp varðandi dragnótaveiðar, og að fast verði gengið eftir að ákvæðum um þessa hætti verði fylgt. Þannig töluðu menn þá og sannfærðu þingmenn okkar um að óhætt væri að leyfa drag- nótaveiðar í Faxaflóa. En hver varð árangurinn? Hverjar urðu afleiðingarnar? Hin gagnstæða þróun ýsu- stofnsins hélt áfram, allt til ársins 1962, en þá fóru áhrif laganna frá 1960 um dragnóta- veiðar við ísland að segja til sín á ýsustofninum í Faxaflóa. Heildarveiði dragnótaveiðibát- anna (kolaveiðibátanna) í Faxa- flóa árið 1960 er 4923 tonn og tveimur árum síðar kominn í 10.539 tonn og nær þá hámarki. Síðan minnkar afli þessara báta og árið 1966 er hann kominn niður í 6500 tonn, sem hrað- minnkar úr því og fer niður í 684 tonn árið 1968. Þannig endurtók sagan sig, þegar að nýju voru leyfðar veið- ar með veiðarfæri, sem dregið var eftir botni flóans. Ýsustofninn, sem tók svo vel við sér eftir friðunina 1952, hrundi, en hann var uppistaðan í afla dragnótaveiðibátanna. Fróðlegt er að hafa til hlið- sjónar við þessar tölur, upplýs- ingar um ýsuafla Akranesbáta á árunum 1962-1972. Miðað er við meðalýsuafla á línu á haust- vertíðum: Ár Tonn í róðri 1962 3,7 1963 3,3 1964 2,5 1965 2,0 1966 2,0 1967 1,8 1968 0,7 1969 0,8 1970 friðun að nýju 0,7 1971 1,0 1972 1,7 Þessar tölur bera það Ijóst með sér, hvernig aflinn minnkar jafnt og þétt á meðan dragnóta- veiðar eru stundaðar, og ýsu- stofninn minnkar, eða fram að friðuninni 1970 og er þá orðinn 0,7 tonn í róðri, og hvernig afl- inn byrjar strax að aukast eftir friðunina og er kominn í 1,7 tonn í róðri tveimur árum síðar. Þótt afli Akranesbáta sé lítill hluti í heildarveiðinni er viður- kennt af fiskifræðingum, að hún sé í fullu samræmi við heildar- þróun ýsuveiðanna á öðrum ver- stöðvum. Ýsan í Faxaflóa er ekki ein- ungis mikilvæg fyrir útflutning landsmanna. Hún er einnig uppi- staðan í fiskneyslu íbúa á Suð- urnesjum, Stór-Reykjavíkursvæð- inu, Ákranesi og öðrum byggða- lögum við Faxaflóa, en á þessu svæði býr um 60% þjóðarinnar. Ýsan er ódýr og einhver besta fæðutegund sem völ er á og mikið notuð af efnalitlum og Akranes - nágrenni! Tek að mér alhliða málningarvinnu jafnt utanhúss sem innan. Geri einnig föst verktilboð. Greiðsluskilmálar ef óskað er. Reynið viðskiptin. Páll Jónatan Pálsson Melteig 4 Akranesi Sími 93-1829. 6

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.