Bæjarblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 2
Bœjorbloditf Fréttablað Akurnesinga - Óháð flokkadrætti Útgefandi: Bæjarblaðið sf. - Pósthólf 106 300 Akranes Ritstjórnarskrifstofa sími 2974 23. tbl. - 6. árg. - 20. desember 1984 Ritstjórn: Haraldur Bjarnason, sími 2774 Sigþór Eiríksson, sími 1919 Ljósmyndir: Gylfi Sigurðsson sími 1482 Umbrot og útlit: Bæjarblaðið Setnjng og prentun: Prentverk Akraness hf. Frá Opna HÓTEL-AKRANES- MÓTIÐ fór fram dagana 1. og 2. des. Mótið þótti takast mjög vel og mættu 28 pör til keppninnar. Keppnisstjóri var Ólafur Lárusson sem rækti sitt starf af röggsemi. Lokaumferðirnar voru mjög spennandi og skiptust nokkur pör á um að vera í efstu sætum í síð- asta hluta mótsins. Úrslit urðu| þessi: 1. Hannes R. Jónsson - Páll Valdimarsson 162 2. Rúnar Magnússon - Stefán Pálsson 159 Hagur heimilanna Hagstætt vöruverð Óskum viðskiptavinum okkar og starfsfólki gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Verslunin Einar Ólafsson Skagabraut 9-11, Akranesi uve<ö .0,00 .... 2. tl rn<X>"T^°3 teW- ®' 'fatheWSW'ð'-' nnvOQ5 sérstakt IHAPPDRÆXn A O sinnum á ári getur það gerst, I að við stöndum óvænt með fullar hendur fjár -og allt árið erum við beinir þátttakendur í að skapa sjúkum betra líf. Oneitanlegaánægjuleg tilfinning Happdrættí Bridgefélaginu 3. Alfreð Viktorsson - Karl Alfreðsson 154 4. Jón Páll Sigurjónsson - Sigfús Árnason 131 5. Hermann Lárusson - Hrólfur Hjaltason 129 6. Hörður Pálsson - Guðmundur Bjarnason 100 Bridgefélag Akranes telur að það geti vel við unað að eiga með- al sinna félaga 3. og 6. sæti ásamt því að þeir Hannes og Páll hafa lengst af sínum spilaferli verið fé- lagar B.A. og hlotið sína þjálfun þar að mestu. Bridgefélag Akraness vill færa öllum þeim sem gerðu það mögu- legt að halda þetta mót, sérstakar þakkir færum við forráðamönnum Hótel Akraness og Bridgesamb- andi íslands fyrir þá aðstoð er þessir aðilar veittu. Forseti Bridgesambandsins heimsótti mótið á laugardeginum sem var sérlega vinsamlegt. Þátttakendum sendum við kveðj- ur okkar með þökk fyrir komuna. Stjórn B.A. Mínir menn vertíðarsaga Nú hefur verið gefin út aftur bókin Mínir menn, sem er vertíð- arsaga, eftir Stefán Jónsson fyrrum fréttamann og Alþingis- mann. Bókin kom fyrst út árið 1962 og hlaut þá mjög góðar við- tökur og seldist upp á skömmum tíma. Stefán Jónsson var þekktur og vinsæll fréttamaður þegar hann samdi þessa bók en hún er frá- bær lýsing á lífi og starfi í sjávar- plássi, skrifuð í þeim góðglettna dúr sem Stefáni er laginn, þótt al- vara hörkulegra lífshátta sjó- manna gægist greinilega milli lín- anna. Sönn bók og hispurslaus, ósvikið sjómannamál og ekki töluð tæpitunga. Á bókarkápu er birtur úrdráttur úr ritdómi Sigurðar A. Magnús- sonar um bókina frá því hún kom út í fyrra skiptið 1962. Þar segir: Bókin er náma af smellnum athugasemdum um allt milli him- ins og jarðar. - Þó stundum bregði fyrir kaldhæðni hjá Stefáni, virðist honum vera hið létta og [ hlýja skop miklu eiginlegra, ein- faldlega vegna þess að honum þykir undantekningarlaust vænt um fólkið sem hann lýsir og hrífst ekki síður af löstum þess og kostum. „Mínir menn“ er 227 blaðsíður, sett og prentuð í Prentrúnu. Út- gefandi er Reykjaforlagið. Gleðileg jól! Óskum viðskiptavinum okkar og starfsfólki gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem erað líða. Óskum viðskiptavinum okkarog starfsfólki gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. sKwm Þjóðbraut 9 Akranesi

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.