Bæjarblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 11

Bæjarblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 11
„Ég er nú búinn að vera lögreglumaður hér á Akranesi í 43 ár og mér finnst að nú sé komið nóg. Pess vegna ætla ég að hœtta um áramótin. eins er það að heilsan er svolítið farin að bila, nú og ég er að verða 68 ára gamall, þannig að alltfer þetta saman. “ „Þetta verður mikil breyting, en ég kvíði enguu að hœtta störfum um áramótin segir Stefán Bjarnason yfirlögregluþjónn Það er Stefán Bjamason yfir- lögregluþjónn hér á Akranesi sem þetta mælti, þegar við Gylfi ljós- myndari tókum hús á honum á lögreglustöðinni fyrir skömmu. Stefán var því næst spurður hvort hann hefði stigið sín fyrstu spor sem lögreglumaður á Skaganum? „Nei, ég byrjaði sem sumar- lögreglumaður á Siglufirði. Ann- ars er ég Sauðkrækingur, fæddur þar og átti heima þar til ég var 9 ára að ég fluttist með foreldrum mínum til Siglufjarðar. Svo var það sumarið sem ég var 20 ára að ég var stoppaður á götu og spurð- ur hvort ég vildi ekki starfa sem sumar-lögregluþjónn, en alltaf var fjölgað í lögregiunni meðan á síldarvertíð stóð á þessum árum. Ég ákvað að þiggja þetta og var lögreglumaður á Siglufirði í fjögur sumur. Það var árið 1937, sem ég byrjaði og þá höfðu fastráðnir lög- reglumenn 350 krónur í laun á mánuði, en yfir sumarið fengum við 400 krónur á mánuði og vor- um ráðnir í þrjá og hálfan mánuð.“ Hvað starfaðir þú svo yfir vetur- inn? „Eiginlega ekki neitt, það var enga vinnu að hafa á Siglufirði yfir vetrartímann. Árið 1940 fór ég svo í Samvinnuskólann, sem þá var í Reykjavík og rétt eftir að ég lauk námi um vorið hafði Sigurð- ur Guðmundsson, sem þá var lög- regluþjónn hér á Akranesi, sam- band við mig og bað mig að sækja um lögreglumannsstöðu, sem var laus á Akranesi. Ég gerði það og fékk stöðuna. Og hér hef ég verið síðan 1. júlí 1941. í nokkur ár vor- um við Sigurður bara tveir við löggæslu á Akranesi og aðstaða okkar var ósköp frumstæð. Við höfðum að sjálfsögðu enga bif- reið, ekki einu sinni lögreglustöð. Við vorum bara heima hjá okkur og ef eitthvað gerðist, þá var hringt heim. Við vorum ræstir út hvort heldur var að nóttu eða degi ef eitthvað bar útaf.“ Stríðsárin Var mikið að gera hjá ykkur á þessum árum? „Já, það var mikið að gera. Hér, sem annarsstaðar í landinu áttu sér stað afskaplega miklar breytingar á flestum sviðum, breytingarnar sem stríðið og til- koma breska hersins hafði í för með sér. Ungt fólk sem aldrei hafði vitað hvað peningar voru stóð allt í einu uppi með fullar hendur fjár. Hér var mikil vinna, bæði vegna Bretans og eins var óvenju góður afli á þessum árum. Þessu fylgdi ýmiss órói, skemmt- anir voru mikið stundaðar og víndrykkja jókst. Þá þurftum við einnig oft að skipta okkur af bresku hermönnunum. Þeir voru afar illa agaðir og það var segin saga að í hvert sinn sem kom til vandræða með þá, stakk hin svo kallaða herlögregla þeirra af og lét ekki sjá sig. Þetta breyttist all mik- ið til batnaðar þegar ameríski her- inn tók við af þeim breska. Bæði voru þeir mun betur agaðir og herlögregla þeirra gekk hart fram í því að þeir væðu ekki uppi með nein ólæti. Mér er alveg sérstak- lega minnisstæður síðasti dagur- inn, sem breski herinn var hér. Þeir slepptu alveg fram af sér beislinu og það logaði allt í slags- málum fyrir utan Báruna, sem þá var aðal samkomuhúsið. Við Sig- urður mættum þarna en áttum við algert ofurefli að etja. Við reynd- um þó að ganga á milli manna er átök hófust milli Skagamanna og setuliðsmanna, og stilla til friðar, en þá snerist allur hópurinn, gegn okkur tveimur. Við tókum það ráð að hörfa, en þeir reyndu að berja okkur með byssunum. Ég hafði æft mig töluvert í að afvopna menn með barefli og það bjargaði mér í þetta sinn, því ég gat borið af mér höggin. En ég er viss um að það hefði farið illa fyrir okkur ef ekki hefði viljað svo til að þarna bar að nokkra yfirmenn þeirra og hópurinn stilltist þá. Að bera menn upp allan Skaga Hvenær fór svo aðstaða ykkar að breytast til batnaðar? „Það var ekki fyrr en við flutt- um í þetta húsnæði sem við erum í núna, á sjötta áratugnum. Við höfum aldrei haft neina stöð á Akranesi nema þessa. Allan tím- ann milli 1940 og 1950 vorum við bíllausir og höfðum heldur ekkert hús til að loka óróaseggi inní. En það var byggt í lok árs 1943 og þá allra efst á Skaganum, upp hjá Hnausum. Aðal skemmtistaður- inn, Báran, var aftur á móti neðst, beint á móti þar sem HB & c/o frystihúsið er nú. Og ef loka þurfti óðan mann inni sem var að skemmta sér í Bárunni, þá þurft- um við að leiða hann og þó oftar draga á milli okkar upp allan Skagann. Og oftast fylgdu okkur einhverjir „vinir“, sem reyndu að ná viðkomandi af okkur, þannig að við urðum líka að standa í stympingum. Nei, þetta var allt annað en létt verk. Oft vorum við orðnir svo þreyttir þegar við loks komum að fangahúsinu að við vorum nær örmagna. Síðan breyttist þetta allt til batnaðar þegar við fengum fyrstu bifreið- ina. Það var mikil breyting til batnaðar. Hér áður fyrr var frekar lítið að gera hjá okkur í miðri viku, aðal starfið var vegna óreglu. Nú er þetta mjög breytt. Aðalstarf okkar nú er vegna um- ferðar.“ Stefán Bjarnason í fullum skrúða yfirlögregluþjóns. Barnaslysin það erfiðasta Er það erfitt starf að vera lög- reglumaður? „Já, það er erfitt starf. Það tekur á menn að koma á slysstað, svo ég tali nú ekki um slys á litlum börnum. Ég held að það sé eitt það alerfiðasta sem til er í þessu starfi. Annað er svo það að maður er ekki kallaður út fyrr en allt er komið í óefni, þegar aðrir geta ekki leyst vandamálin.“ Hefur það hvarflað að þér að hætta vegna þessa? „Það hvarflaði að mér fyrst, en ekki síðan. Að vísu hættum við einu sinni allir þrír sem vorum hér lögreglumenn i eina viku, en það var vegna þess hve illa var að okk- ur búið. Það var uppúr því stoppi sem við fengum fyrsta bílinn. Starfið var svo erfitt áður en hann kom að það var ekki á nokkurn mann leggjandi. Ég man eftir einu dæmi. Þá var hér staddur aðkomu- bátur og áhöfnin fór á dansleik. Skipstjórinn var með stærstu og þyngstu mönnum. Hann varð óður á ballinu og við vorum kall- aðir til. Okkur tókst að lempa karlinn og koma honum niður í bát. Hálftíma síðar var aftur hringt. Karl var þá kominn á ball- ið aftur og enn orðinn óður. Þá þurftum við að taka hann og bera upp allan Skagann, uppí fanga- hús. Hann tók það nefnilega til bragðs að kreppa fæturna og láta okkur bera sig. Ég var svo þreytt- ur þegar við komum upp eftir að mér var hálf óglatt.“ Þú sagðir að starfið tæki oft á menn, endast menn þá ekki illa í lögreglunni? „Þeir eru til sem ekki þola þetta starf og hætta mjög fljótlega. Menn eru misjafnlega gerðir og þetta á ekki við alla. Eins er lög- reglustarfið vanþakklátt og afar erfitt að gera svo öllum líki. En það á raunar við um ýmis önnur störf líka.“ Fimleikar Ég minnist þess Stefán að þú varst eitt sinn með fimleikaflokk hér á Akranesi: „Ég kenndi hér fimleika í ein 15 ár og var með mjög góðan fim- leikaflokk um tíma. Ég byrjaði að æfa fimleika á Siglufirði og var þar í frægum sýningar- og keppnis- flokki undir stjórn Björns Jóns- sonar síðar lögreglumanns á Seyðisfirði. Á þeim árum komu margir góðir fimleikamenn frá Siglufirði og margir okkar komust í úrvalsflokka í Reykjavík þegar við fluttum þangað. Mig langaði til að halda áfram í fimleikum eftir að ég fluttist til Akraness og stofn- aði því fimleikaflokk og gerðist þjálfari. Það var þá mikill íþrótta- áhugi hér, sem endranær. Ég man að þeir voru hjá mér Reynistaðar- bræður, Jón S. og Ríkharður Jónssynir, Hreiðar Sigurjónsson, Guðjón Finnbogason, Sveinn Teitsson og Ólafur Vilhjálmsson, sem allir áttu eftir að gera garðinn frægan í knattspyrnunni. Eg er al- veg viss um að sú þjálfun sem þeir fengu í fimleikunum kom þeim að miklum notum í knattspyrnunni. Fimleikakennslan hjá mér var að mestu sjálfboðavinna, en þegar það gerðist að fimleikaflokknum okkar var neitað um 500 kr. styrk til að halda í sýningarferð, á sama tíma og eytt var 6 þúsund krónum í að styrkja handknattleiksflokka til keppnisferðar, þá hætti ég þessu árið eftir. Að vísu hafði áhugi fyrir boltaíþróttum aukist mjög á Akranesi síðustu árin, sem við vorum með fimleikaflokkinn og það var orðið erfiðara að halda honum gangandi en áður.“ Ég kvíði engu Svo við víkjum aðeins aftur að lögreglustarfinu, hefurðu aldrei orðið fyrir meiðslum í þessu starfi? „Ekki alvarlegum. Maður hef- ur tognað og bólgnaði í andliti eft- ir högg en ég hef aldrei orðið fyrir neinu alvarlegu. Ég man eftir einu atviki þar sem ég var í all mikilli slysahættu. Við vorum þá að fjar- lægja ölóðan mann af dansleik, en þá sótti að okkur hópur manna. Eiginlega vorum við orðnir illa að- þrengdir, þegar ég sá að maður lyfti tómri bjórflösku og ætlaði að keyra hana í höfuðið á mér. Ég gat alls ekkert gert mér til varnar og án þess að ég hafði hugmynd um hvers vegna, leit ég í augu hans og brosti. Það högg var ald- rei slegið. Þarna hefði ég getað slasast illa. Ég sagðist stundum hafa bólgnað í andliti eftir högg. Ég minnist þess að helgina áður en ég ætlaði að gifta mig fékk ég svo mikið högg að ég stokkbólgn- aði. Við giftum okkur að vísu en við frestuðum myndatökunni mín vegna.“ Og nú þegar þú lætur af störfum, hvað ætlar þú að taka þér fyrir hendur? „Eiginlega veit ég það ekki. Mínar tómstundir hafa mikið ver- ið bundnar við söng. Ég var form- aður karlakórsins Svanir í mörg ár en nú hefur allt hans starf lagst niður. Ég syng enn í kirkjukórn- um og vonast til að geta það enn um sinn. Mig langar að hætta í lögreglunni meðan heilsan er sæmileg. Ég tel mig vera búinn að skila mínu starfi. Hér hef ég verið yfirlögregluþjónn samkvæmt skipunarbréfi síðan 1957, en hafði áður verið settur um skeið. Það að hætta störfum, hlýtur að breyta högum manns, en ég kvíði engu. S.dór.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.