Bæjarblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 6
Hafnarfjarðarbrandarar, ætt, uppruni og fleira Hafnarfjarðarbrandararnir svokölluðu hafa verið vinsælir á undaförnum árum og líklega þykir einhverjum það að bera í bakka- fullann lækinn að segja nokkra slíka hér. Brandarar þessir eru gjarnan erlendir brandarar, svo sem Árhúsabrandarar danskir að ætt eða norskir brandarar um Svía og öfugt. Dagblaðið Vísir taldi sig á sín- um tíma hafa verið frumkvöðul af þessum Haínarfjarðarbröndur- um. En við þykjumst vita betur því þremur til fjórum árum áður en Óli Tynes byrjaði að segja brand- arana á síðum Vísis höfðu þessir brandarar byrjað að ganga sem skot á milli Akurnesinga og Hafn- firðinga á skátamótum fyrst á mótum hafnfirskra skáta í Krísu- vík og hámarki náðu þeir á skáta- móti Akranessskáta í Skorradal árið 1976. Þetta byrjaði allt með því að Óli Silla, víðfrægur skáti úr Hafnar- firði, sagði söguna um mennina sem voru að tyrfa og segja þyrfti að græna hliðin ætti að snúa upp. Þessari sögu sneri Óli upp á Akurnesinga og það var nóg til þess að Akurnesingar með þá Helga Sverres., Jón í Koti, Vigni Jóh. og Gutta í Hvammi í forystu, tóku sig til og lásu öll hugsanleg fræði í þessum dúr. Síðan voru öll hugsanleg tækifæri notuð til að punda þessu á Hafnfirðinga. Þeir brugðu að vonum misjafnlega við þessu, sumir tóku þessu karl- mannlega og svöruðu fyrir sig en aðrir urðu sárir og reiðir. Það skal þó tekið fram að á þessum árum var einatt mjög gott samstarf á milli skáta úr Hafnarfirði og Akra- nesi og án efa efldu Hafnarfjarð- arbrandararnir það frekar en hitt. En til að gefa smá innsýn í hvað um var að vera í þessum málum upp úr 1970, þá látum við nokkra minnisstæða fljóta hér með. Veistu af hverju Hafnfirðingar ganga alltaf í rúllukragapeysu? - Nei. Það er til að fela skrúfganginn. Veistu af hverju hafnfirskir lögreglu- þjónar eru alltaf með hund með sér á eftirlitsferðum? - Nei. Það er vegna þess að tveir hugsa beturen einn. Veistu af hverju 30 Hafnfirðingar drukknuðu um daginn? - Nei. Þeir voru að ýta kafbát í gang. Veistu af hverju Hafnfirðingar lesa dagblöð á hvolfi? - Nei. Þá geta þeir veirð öruggir um að Fimleikafelagið sé efst í deildinni. Svo eru það löggurnar í Hafnarfirði, þær eru með gyllta borða á öxlinni. Lögga með þrjá borða kann bæði að lesa og skrifa, lögga með tvo borða kann annað hvcrt að lesa eða skrifa og lögga með einn borða veit hvar kennarinn á heima. Það varð slys í Hafnarfirði er hús- móðir þar datt út um glugga á þriðju- hæð. - Hún var að strauja gluggatjöld- in. Hafnfirskur húsbóndi brenndist illa á fæti. - Eiginkona hans var að strauja sokkana hans. Það var verið að gera manntal í Hafnarfirði. Hafnfirðingar mættu hver af öðrum og skrifuðu stafinn X. Þetta þótti eðlilegt með tilliti til lestrar - og skriftarkunnáttu þjóðflokksins. Þó brá svo við að gáfulegur maður kom og gerði tvö X. Eftirlitsmaður frá Hastof- unni sá þetta og varð undrandi og spurði manninn hverju þetta sætti? - Jú, ég er kennari í Flensborg, var svarið. Þetta látum viö nægja hér og vonum að vinum okkar í Hafnar- firði mislíki ekki þetta uppátæki, sem meira er gert til að rifja upp gamlar ánægjustundir með Hafnfirðingum, en undirritaður á marga góða vini meðal þeirra frá fyrrnefndum árum. -hb. Jóla- sveinarnir koma! Verðum aftur með hinn geysivinsæla ÖLMARKAÐ dagana 22.23.24. og 31. des. Jólasveinar afgreiða Lánum umbúðirnar Jólasælgæti í úrvali Sími: 2269 SKólabraut 14, Gleðileg jól! seijum við súpu í lítravís og Hátíðarsalat í heimilispakkningum. Opnunartími 10.30-12.00 Jóladag og 2. jóladag er lokað Gamlársdag er opið 10.30-12.00 Nýársdag er lokað Veitingahúsid Stillholt STILLHOLTI 2 - AKRANESI - SÍMI (93)2778 Gamlar myndir og minningabrot 15 í síðasta þætti var auglýst eftir upplýsingum um ungar sunddrottningar á bakka Bjarnalaugar, þá óyfirbyggðrar, ásamt kennara sínum, Guðjóni Hallgrímssyni. Við gátum okkur þess til, að mynd þessi væri tek- in um 1944, en hvorki það né annað varðandi þessa mynd hefur fengist staðfest, þar sem enginn hafði samband við að- standendur þessa þáttar. Kom það okkur sannarlega á óvart, þar sem við erum þess fullvissir að einhverjar úr þessum mynd- arlega hópi geti hjálpað okkur með upplýsingar. ítrekum við því enn bón um stuðning. Að þessu sinni birtum við tvær myndir, sem geymdar eru ónafngreindar í byggðasafninu. Upplýsingum um þær og áður- nefnda mynd má koma til rit- stjórnar (s. 2974) og Gunnlaugs Haraldssonar (s. 1255 og 2304). Nú í loks þessa árs, færum við öllum þeim sem rétt hafa okkur hjálparhönd með mynd- efni í þessum þáttum á árinu, bestu þakkir og óskum þeim sömu svo og öllum Skaga- mönnum gleðilegra jóla og góðs nýs árs.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.