Bæjarblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 13

Bæjarblaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 13
Líðandi ár í léttumdúr Spurningaleikur um atburði liðins árs Það er til siðs að rifja upp liðna atburði við áramót. Bæjar- blaðið leggur nú sitt að mörkum til upprifjunnar á atburðum liðins árs hér á Akranesi með líflegum spurningaleik. Þetta er léttur leikur og við vonum að lesendur hafi ánægju af þessari upprifjun. Við hverja spurningu er birt þrjú svör og er eitt þeirra rétt, og þá er bara að láta hugan reika um árið 1984. Þessir þrír heiðursmenn eru þingmenn Vesturlandskjördæmis ásamt fleirum. Þeir heita, talið frá vinstri: A) Gísli, Eiríkur og Helgi B) Friðjón, Skúli, Valdimar C) Skúli, Valdimar og Friðjón Árið 1984 var ekki nema 5 daga gamallt þegar veðurguðirnir gerðu hörku árás á Akranes en þó varð tjónið einna mest við eina götu bæjarins en þar hrundu nokkur hús til grunna. Þessi gata heitir: A) Faxabraut B) Ægisbraut C) Kalmansvellir Þann 13. janúar afhenti Rauða kross deild Akraness nýjan sjúkrabíl og eru sjúkrabílar bæjar- ins þá orðnir tveir. Hér er það ekki slökkviliðið, sjúkrahúsið eða Rauði krossinn sem sér um að aka sjúkrabílum, heldur: A) Starfsmenn Þ & E B) Fólksbílastöðin C) Lögreglan Skagadagar voru haldnir á Hó- tel Loftleiðum í febr. Þangað kom fjöldi Akurnesinga og skemmti sér vel. Hótelstjórinn á Hótel Loft- leiðum er fæddur og uppalinn á Akranesi. Hann heitir: A) Emil Guðmundsson B) Helgi Daníelsson C) Sveinn Sæmundsson Fjárhagsáætlun Akraneskaup- staðar var lögð fram í mars. Gert var ráð fyrir 116,5 milljónum í heildartekjur og 89,4 milljónum í heildargjöld. Bæjarstjórinn fylgdi áætluninni úr hlaði en hann heitir: A) Guðjón Guðmundsson B) Ingimundur Sigurpálsson C) Daníel Árnason Nýr þyrluflugvöllur var tekin í notkun hér á Akranesi í mars. Ákveðinn hópur áhugafólks beitti sér fyrst og fremst fyrir því að þyrluvöllurinn yrði útbúinn. þessi hópur tilheyrir: A) Verkalýðsfélaginu B) Starfsmannafélagi Sementsverksmiðjunnar C) Slysavarnafélaginu Skagaleikflokkurinn sýndi barnaleikrit í aprílmánuði. Upp- færsla leikflokksins þótti takast mjög vel og var m.a. sýnt úr henni í sjónvarpi seinna. Þetta leikrit heitir: A) Börnin í Vatnaskógi B) Dýrin í Hálsaskógi C) Kardemommubærinn (A byrjaði keppnistímabilið vel með því að sigra í Litlu bikar- keppninni. í byrjun maí varð það svo Ijóst að einn af atvinnu- mönnunum héðan myndi fljótlega snúa heim aftur og byrja að leika með ÍA. Þessi snjalli knattspyrnu- maður heitir: A) Teitur Þórðarson B) Gunnar Sigurðsson C) Karl E. Þórðarson [ maímánuði var frétt í Bæjar- blaðinu um að nú væri unnið að undirbúningi að stofnun fiskeldi- stöðvar við Akranes. Það eru áhugamenn um fiskeldi á Akra- nesi og fiskifræðingur einn sem unni hafa að málinu. Fiskifræð- ingurinn heitir: A) Teitur Stefánsson B) Eyjólfur Friðgeirsson C) NjörðurTryggvason í lok maí var önnur forsíðufrétt í Bæjarblaðinu um fyritæki sem fyrirhugað væri að setja á stofn á Akranesi. Sá sem það ætlar að gera er Halldór Einarsson, eig- andi Henson sportfatagerðarinn- ar. Halldór var þekktur knatt- spyrnumaður áður fyrr og lék með: A) Fimleikafélagi Hafnafjarðar B) Arsenal C) Val Bjórlíkið, það séríslenska fyrir- bæri, hóf innreið sína á Akranes í júní sl. Það var Hótel Akranes sem opnaði þá ölstofu í húsa- kynnum sínum, sem nefnd var gamalgrónu nafni héðan frá Akra- nesi, sem er: A) Gáran B) Báran C) Byttan Um miðjan júní ákvað bæjar- stjórn að hafnar yrðu fram- kvæmdir við sundlaug en það mál var þá búið að velkjast í bæjar- stjórn um langan tíma. Nýja laug- in verður útilaug og verður stað- sett ofan við grasvöllinn á Jaðars- bökkum. Gamla sundlaugin okkar, Bjarnalaug, þykir lítil en lengd hennarer: A) 25 metrar B) 12,5 metrar C) 10 metrar Nokkrir knattspyrnumenn hins frábæra ÍA liðs hafa ákveðið að leika með öðrum liðum á næsta sumri. Meðal þeirra er þessi kröftugi piltur með skófluna. Hann heitir Sig- urður Halldórsson og hefur ákveðið að þjálfa 2. deildarlið á landsbyggðinni. Hið nýja félag Sigurðar heitir: A) Ungmennafélag Eyrar- bakka B) Ungmennafélagið Hrafn- kell Freysgoði C) íþróttafélagið Völsungur „Aðeins stúkan stendur okkur í sporði í reglusemi," sögðu þrír ungir menn í viðtali við Bæjár- blaðið um miðjan ágúst. Þessir ungu menn eru í stjórn félags, sem heitir: A) Ungtemplarafélagið B) AA-samtökin C) Vanir menn ÍA varð bikarmeistari í knatt- spyrnu í ágúst og mfl. kvenna varð (slnadsmeistari. Þá sigraði lið 4. flokks í íslandsmótinu einn- ig. Mótherjar (A í úrslitaleik Bikar- keppninnar að þessu sinni var: A) Huginn B) Valur C) Fram Ný tæki voru tekin í notkun við Sementsverksmiðjuna í septem- ber. Þessi nýju tæki þykja auka hreinlæti hér í bæ til muna og eru fagnaðarefni fyrir Akurnesinga. Þetta tæki er: A) Vatnssalerni B) Reykhreinsibúnaður C) Kústur handa íbúum við Suðurgötu Bæjarstjón hélt sinn fyrsta fund eftir sumarfrí þann 11. septem- ber. Mikið tillöguflóð var á þeim fundi og alls voru 11 tillögur lagðar fram. Guðmundur Vésteinsson flutti tillögu um tiltekna íþrótta- aðstöðu. Þar lagði hann til að kannað yrði hvort unnt væri að: A) Breyta elliheimilinu í íþróttahús? B) Leggja gervigras á malar völlinn? C) Æfa sund á grasvellinum? Verkfallsverðir BSRB höfðu í nógu að snúast og stóðu vaktir við Grundartanga. Með því vildu þeir hindra að: A) Urriðafoss kæmist að bryggju B) Forstjóri IJ kæmist í kaffi C) Bjór væri smyglað í land Landsbankinn bauð viðskipta- vinum upp á kaffi og með því þann 31. október. Ástæðan fyrir þessu uppátæki bankans var að: A) Bankastjórinn átti afmæli. B) Einn viðskiptavina lagði inn ábók C) Útibúið á Akranesi varð 20 ára Bæjarblaðið gaf út tvö fjögurra síðna aukablöð í nóvember. Þau vöktu athygli vegna þess að: A) Fyrirsagnirnar voru stórar B) Þau voru ókeypis C) Birtu viðtal við Reagan. Forseti íslands mætti ásýningu Skagaleikflokksins í byrjun nóv- ember. Leikritið sem forsetinn sá hét: A) Spenntir bogar B) Spenntir gikkir C) Kæfður í koddaveri Togarinn Óskar Magnússon var seldur á uppboði í nóvember. Kaupandinn var hlutafélag hér á Akranesi, en það heitir: A) Krossvík B) Krossavík C) Sameinaða gufuskipafé- lagið. Á bæjarstjórnarfundi þann 14. nóvember fluttu bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins tillögu um að athuguð verði sameining ákveðinna fyrirtækja, þ.e.a.s.: A) Bókasafnsins og Byggða- safnsins B) Rafveitunnar og hitaveit- unnar. C) Vatnsveitunnar og hitaveit unnar „Margir hafa haft samband," segir Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í samtali við Bæjar- blaðið 22. nóvember. Þar er hann að segja frá viðbrögðum við sjón- varpsauglýsingu, sem Akranes- kaupstaður lét gera. Þar auglýsir bærinn eftir: A) Sundlaug á góðu verði B) 4 togurum C) Fyrirtækjum í nýiðnaði Gamalt skip sem staðið hefur við Byggðasafnið í Görðum fékk mikla andlitslyftingu í lok nóvem- ber, þegar frammastri var að nýju komið fyrir á því. Þetta gamla skip heitir: A) Kútter Sigurfari B) Kútter Haraldur C) Kútter Gunnlaugur „Stefnt á frumsýningu um miðj- an janúar," segir í fyrirsögn í Bæjarblaðinu 11. desember sl. Þar er sagt frá æfingum á söng- leik undir stjórn Andrésar Sigur- vinssonar og Unnar Jensdóttur. Fyrir þessum söngleik stendur A) Tónlistarskólinn B) Skagaleikflokkurinn C) Bæjarstjórn Akraness Gleðileg jól! A A Ýmsir handunnir nytja- skraut- og listmunir skálar könnur glös krúsir og margt fleira Komdu og skoðaðu Leirkjallarinn Melteigi 4 Slökkvilið Akraness varð 50 ára fyrir skömmu. í Bæjarblaðinu, þann 11. desembervar sagtfráhátíðarhöldum ítilefniafmælisins. Meðai þess sem Slökkviliðið gerði til tilbreytingar á afmælinu var: A) Að kveikja í nokkrum húsum B) Að bjóða börnum á rúntinn í brunabílum C) Að sprauta á viðstadda

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.