Fréttablaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 8
UTANRÍKISMÁL Gríðarleg tækifæri bjóðast Íslendingum á indverskum markaði, þar sem um 800 millj- ónir eru í millistétt og mynda einn stærsta neytendamarkað heims. Þetta segir Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku við- skiptasamtakanna (IIBA), í samtali við Fréttablaðið. Samtökin stóðu fyrir fyrirtækjastefnumóti hér á landi í síðasta mánuði, ásamt Ind- versk-íslenska viðskiptaráðinu og indverska sendiráðinu í Reykjavík. Fulltrúar sjö indverskra fyrirtækja og tíu íslenskra sóttu fundinn. „Ísland og Indland deila mörgum einkennum menningar og sögu. Á meðan Ísland á elsta lýðræðið er Indland ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Rannsóknir á fornminjum hafa sýnt langa hefð fyrir viðskiptum Indverja við þjóðir annarra heimsálfa. Indland til forna var mikil miðstöð viðskipta. Tæki- færi bíða beggja þjóða til þess að vinna að nánari tengslum,“ segir Dewan. Að sögn Dewan gætu Íslendingar einna helst sótt á indverskan mark- að með tæknivörur og sérfræði- þekkingu er varðar endurnýjanlega orku, heilbrigðisþjónustu, líftækni, sjávarútvegstækni, matvinnslu, kjöt og fisk. Þá gætu Íslendingar notið góðs af þekkingu Indverja á upplýsingatækni, ferðaþjónustu, innviðauppbyggingu, fjarskiptum og gervihnöttum. „Þegar við lítum til viðskipta gætu Íslendingar hagnast á kostnaði framleiðslu og þjónustu með sam- vinnu við indversk fyrirtæki. Þar sem Indland er stór markaður gæti jafnvel smár hluti gert mikið fyrir íslensk fyrirtæki,“ segir Dewan og bætir við: „Vegna vinnu Guðmundar Árna Stefánssonar sendiherra náðu íslensk fyrirtæki að fá leyfi frá Nýju- Delí til þess að f lytja út lambakjöt til Indlands. Íslendingar eru heims- þekktir fyrir lambakjöt sitt. Hið sama gildir um íslenskan fisk.“ Þá segist Dewan sjá að tengsl séu að myndast á milli ríkjanna er kemur að f lugsamgöngum, ferða- þjónustu, hönnun og menntun svo fátt eitt sé nefnt. „Ríkin tvö geta grætt mikið á því að deila þekkingu sinni og á því hversu stórt indverska hagkerfið er.“ Dewan segir endurkjör Narendra Modi forsætisráðherra þýða að indverskt viðskipta umhverfi verði opnara fyrir al þjóða samfélaginu. „Á síðustu f imm árum hafa stjórnvöld einfaldað ýmsar reglu- gerðir,“ segir formaðurinn og nefnir til dæmis skattamál, vernd fyrir fjárfestingar og breytingar á dóm- stólum. Dewan segir samtök sín, IIBA, leika mikilvægt hlutverk í að tengja menningu og viðskiptalíf ríkjanna tveggja. Samtökin aðstoði með- limi á hvaða hátt sem þarf. Þá segir hann samtökin njóta fulls trausts og stuðnings sendiráðs Indlands á Íslandi og sendiráðs Íslands á Ind- landi. „Persónulegt samband mitt við Ísland spannar rúm tuttugu ár og hefur hjálpað til við að styrkja þessi tengsl. Sem formaður IIBA er það skylda mín að tryggja samstarf og viðskipti á milli ríkjanna. Fyrsta opinbera sendinefndin sem Ind- verjar sendu til Íslands, sem IIBA skipulagði með stuðningi sendi- ráðanna, kom til Reykjavíkur í júní og náði góðum árangri.“ Dewan segir Indverja og Íslend- inga þar hafa rætt um tækifæri á sviði kísilvinnslu, matvælafram- leiðslu, textílframleiðslu, lyfja, tækni og ferðamennsku. „Hugmyndin um beint f lug á milli Nýju-Delí og Reykjavíkur mun svo fjölga tækifærum enn frekar og styrkja ferðamennsku á milli ríkjanna,“ segir Prasoon Dewan. thorgnyr@frettabladid.is Íslendingum bjóðast tækifæri á Indlandi Formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna segir Íslendinga og Ind- verja geta grætt vel á gagnkvæmum viðskiptum. Íslendingar gætu sótt út með þekkingu á sjávarútvegstækni, fiski og endurnýjanlegum orkugjöfum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna, hér á landi í síðasta mánuði. Hugmyndin um beint flug á milli Nýju-Delí og Reykjavíkur mun svo fjölga tækifærum enn frekar. Prasoon Dewan, formaður Indversk- íslensku viðskiptasamtakanna 1299 kr.kg Grísakótilettur, kryddaðar Ódýrt www.kronan.is GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 SVEITARSTJÓRNIR Kjósa á á um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi 26. október í haust. „Þeim sem eru búin að vera að vinna í þessu líst ágætlega á þetta en það er erfitt að átta sig á því hvað fólki finnst, það eru mismunandi sjónarmið í f lestum sveitarfélög- unum,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, varaformaður byggðarráðs Fljóts- dalshéraðs. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Borgarfjörður eystri, Djúpivogur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjörður. Stefán Bogi segir að undirbún- ingsnefnd sé búin að fara yfir fjár- hagslegar forsendur og setja upp ákveðnar tillögur. „Verið er að leggja lokahönd á gögn sem kynnt verða á íbúafundum,“ segir hann. Til að sveitarfélögin fjögur sam- einist þarf einfaldan meirihluta í hverju þeirra. „Verði tillagan ekki samþykkt í öllum sveitarfélögunum er heimilt að sameina þau sveitar- félög þar sem íbúar samþykktu, að því gefnu í þeim búi að minnsta kosti ⅔ íbúanna og að ⅔ hluti sveit- arfélaganna samþykki,“ segir í frétt á vef Fljótsdalshéraðs. Stefán Bogi útskýrir að þetta þýði að vegna íbúafjölda geti þrjú af sveitarfélögunum sameinast jafnvel þótt eitt samþykki ekki svo framarlega sem Fljótsdalshérað sé eitt þeirra þar sem sameiningin verður samþykkt. – gar Kjósa um sameiningu eystra í haust Stefán Bogi Sveinsson, varaformað- ur byggðarráðs Fljótsdalshéraðs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 3.547 búa á Fljótsdalshéraði, 676 á Seyðisfirði, 461 á Djúpa- vogi og 108 í Borgarfjarðar- hreppi. UMHVERFISMÁL Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir óverjandi að VesturVerk skuli ekki hafa beðið með framkvæmdir í Hvalá. „Mín persónulega skoðun er allavega sú að það sé rétt að bíða eftir úrskurði nefndarinnar, ekki síst í jafn umdeildu máli.“ Hv a l á r v i r k ju n á Ströndum hefur verið gríðarlega umdeild f ramk væmd . Um- hverfisráðherra, sem er fyrrverandi for- maður Landverndar, s eg i r h i n s veg a r hendur sínar bundnar í þessu tilviki. Hann geti ekki friðlýst s v æ ð i ð m e ð p e n n a s t r i k i . S a m k v æ m t lögum verði slík ákvörðun að fara í gegnum Alþingi eða að samþykki bæði sveitarstjórnar og landeigenda liggi fyrir. Framkvæmdaleyfi Vestur- Verks var kært til úrskurðar- nefndar. Að sögn Guðmundar mun það aðeins taka nokkrar vikur að fá úr því skorið h v o r t f r a m - k v æ m d i r verða stöðv- aða r eða ekki. – okp Óverjandi að bíða ekki með framkvæmdirnar Mín persónulega skoðun er allavega sú að það sé rétt að bíða eftir úrskurði nefndarinnar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.