Fréttablaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 22
Fólk er kynningarblað sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu
í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu
er einnig hefðbundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Benedikt Bóas Hinriksson,
benediktboas@frettabladid.is, s. 550 5763 | Ásta Eir Árnadóttir, astaeir@frettabladid.is, s. 550 5764 | Sandra
Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sólrún Freyja Sen, solrunfreyja@
frettabladid.is, s. 550 5765 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Sigmundur er 23 ára gamall Vesturbæingur sem nýlega lauk BA-gráðu í fatahönnun
við Listaháskóla Íslands. Sig-
mundur, ásamt skólasystkinum
sínum, sýndi útskriftarverk sín
á vel sóttri tískusýningu í Hörpu
í vor.
„Áhugi minn á tísku byrjaði
stuttu eftir að ég fór í framhalds-
skóla en það varð f ljótt að mínu
helsta áhugamáli og það hefur
bara stigmagnast síðan þá,“ segir
Sigmundur. Þegar áhuginn fór að
aukast og fatahönnun orðin að
ástríðu þá vissi hann nákvæm-
lega hvað næsta skref væri. „Það
lá nokkuð beint við að fara í
fatahönnun fyrst að helsta áhuga-
málið mitt var hönnun og tíska
en eftir að ég byrjaði að feta mín
fyrstu skref í fatahönnun varð
ekki aftur snúið.“
Ásta Eir
Árnadóttir
astaeir@frettabladid.is
Hugmyndin á bak við línuna hans Sigmundar snýst um sjálfsmynd.
Framhald af forsíðu ➛
Karlmennskan er að breytast
Mikil undirbúningsvinna fór í
útskriftarlínuna hans þar sem
margar pælingar liggja á bak við
hverja flík. „Hugmyndafræðin
á bak við línuna mína snýst um
sjálfsmyndina og það sem mótar
okkur. Við lifum á tímum þar
sem sjálfsmynd ungra manna er
að breytast og við getum verið
hvað sem er og hver sem er.
Áhrifin koma úr ýmsum áttum
og allt hefur áhrif hvað á annað. Í
verkefninu er vísað í þekktar fyrir-
myndir ungra manna og þær settar
í samhengi við nýjar hugmyndir
um karlmennskuna í dag,“ útskýrir
Sigmundur.
Það hefur mikið gengið á í tísku-
heiminum á síðustu misserum þar
sem mikil vitundarvakning hefur
átt sér stað varðandi loftslags-
breytingar og hreinni jörð. „Það er
margt mjög spennandi í tísku-
heiminum í dag en á sama tíma
eru mörg vandamál. Iðnaðurinn
starfar á of miklum hraða og er
löngu orðið tímabært að breyta
venjum innan hans. Það er mikil
ofneysla í gangi í tískuvarningi og
er mikilvægt að neytendur verði
meðvitaðri um hvað þeir eru að
kaupa. Það er mikilvægt að vera
upplýstur og styðja ekki hrað-
tískurisa sem nýta sér ódýrt og
mengandi framleiðsluferli. Mín
ráð eru að kaupa bara frá hönnuð-
um sem þú treystir og veist hvaðan
fötin koma.“
Hugurinn leitar erlendis
Síðan Sigmundur útskrifaðist
hefur hann verið að grúska í alls
konar verkefnum. „Það sem er
fram undan hjá mér er að vinna
í sjálfstæðum verkefnum en
næstu skref eru að fara erlendis í
starfsnám til að fá dýpri innsýn í
iðnaðinn. Ég myndi þá helst vilja
fara til Parísar eða London en þar
finnst mér vera spennandi vett-
vangur fyrir unga hönnuði. Það er
mikilvægt að fara út á einhverjum
tímapunkti til að öðlast starfs-
reynslu og fá tilfinningu fyrir því
hvernig er að vinna á alþjóðlegum
grundvelli. Í kjölfarið stefni ég
á framhaldsnám í fatahönnun,“
segir Sigmundur. Framtíðarplön
Sigmundar eru nokkuð skýr.
„Draumastarfið er að halda áfram
að vinna að skapandi verk-
efnum, það er það sem mér finnst
skemmtilegast að gera.“
Meiri gæði, færri flíkur
Sigmundur hefur lengi verið að
fylgjast með tískuheiminum og
helstu tískustraumum. Hann
passar upp á það að eiga flíkur
sem hafa gott notagildi. „Minn
persónulegi stíll er mjög mínímal-
ískur. Mér finnst skipta öllu að eiga
færri og vel valdar flíkur heldur en
að eiga allt of mikið sem týnist í
fataskápnum, þar af leiðandi nota
ég allt sem er í skápnum mínum.“
Hann á nokkrar gæðaflíkur sem
hann heldur mikið upp á. „Frakki
frá Yohji Yamamoto og skór frá
Carol Christian Poell eru tvennt
sem ég gæti ekki verið án. Mér
þykir það vera lykilatriði að eiga
góða yfirhöfn og góða skó.“
Holtasmára 1
201 Kópavogur
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5464
NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS
ÚTSALAN ER HAFIN
Sigmundur hefur hlotið mikið lof fyrir hönnun sína.
Sigmundur segir að áhrifin komi úr ýmsum áttum.
MYND/SVANHILDUR GRÉTA KRISTJÁNSDÓTTIR
Það er margt mjög
spennandi í tísku-
heiminum í dag en á
sama tíma eru mörg
vandamál.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R