Fréttablaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 20
Umræðan um Bretland hefur á síðustu misserum eðlilega snúist mikið um „Brexit“ og það pólitíska drama sem því fylgir. Við getum öll haft okkar skoðanir á þróun mála í sambandi við fyrir- hugaða útgöngu Bretlands úr Evr- ópusambandinu, en það er mikil- vægt að setja hlutina í samhengi. Styrkleikar Bretlands haldast áfram hinir sömu. Lýðræði er greinilega enn við lýði, virkar vel og veitir aðhald, og stofnanir okkar halda áfram að starfa faglega í gegnum hinn pólitíska stórsjó. „Keep calm and carry on.“ Í gegnum alla pólitísku óvissuna heldur efnahagslíf Bretlands enn áfram að vaxa, jafnvel meira en hjá sumum af hinum stærstu hagkerf- um Evrópu á síðasta ári. Atvinnu- leysi hefur aldrei mælst jafn lágt. Bretland er eftir sem áður helsti áfangastaður fyrir erlendar fjár- festingar í Evrópu. Á síðastliðnu ári voru 13 „einhyrnings“-fyrirtæki í Bretlandi (sprotafyrirtæki sem eru metin á einn milljarð Bandaríkja- dala eða það sem nemur um 125 milljörðum króna). Fjármálageirinn okkar er hnattrænn, með London sem leiðandi fjármálaþjónustumið- stöð. Bresk fyrirtæki halda áfram að vinna með fyrirtækjum frá öðrum löndum, þar á meðal á Íslandi þar sem fyrirtæki eins og Barclays aðstoðar við að stækka fjármála- geira Íslands og Bird & Bird aðstoða Isavia við að þróa f lugvelli og ná fram hagkvæmum opinberum inn- kaupum. Við höldum áfram að leitast við að leiða og þróa vöxt framtíðar- innar. Í Tæknivikunni í London í júní lagði breski forsætisráðherr- ann áherslu á fjárfestingu breskra tæknifyrirtækja fyrir 1,2 milljarða sterlingspunda, andvirði um 190 milljarða króna, með 2.500 stöður við þróun gervigreindar. Fyrirtæki eins og digi.me, sem einnig starfa með íslenska heilbrigðisgeiranum, sýna fram á að tækni í heilbrigðis- vísindum getur leitt til markvissari og þar af leiðandi skilvirkari úrræða í heilbrigðisþjónustu. Bretland er eftir sem áður þunga- vigtarríki í alþjóðasamstarfi. Við eigum fast sæti í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna, og erum eina landið sem ver bæði 2% af vergri þjóðarframleiðslu til varnarmála og 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunaraðstoðar. Bretlandi mun í ár halda 70 ára afmælisleiðtogafund NATO, auk alþjóðlegrar ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi og ráðstefnu um að hindra kynferðislegt of beldi á átakasvæðum. Við veitum aðstoð til að koma í veg fyrir og draga úr átökum og styðjum alþjóðlega þró- unaraðstoð með hlutverki okkar í alþjóðastofnunum eins og Mann- réttindaráði Sameinuðu þjóðanna (ásamt Íslandi), G7 og G20, ÖSE, Alþjóðaviðskiptastofnuninni o.f l. Bretland er nú að vinna í því að stækka utanríkisþjónustu sína og að fjölga starfsfólki um 1.000. Bretland er svo lánsamt að búa yfir gríðarmiklum áhrifamætti á menningarsviðinu. Þar má nefna fjölmiðla okkar, en BBC er meðal 10 fjölsóttustu fréttaveitna veraldar- vefsins, og ekki síður menntun: 12% af öllum háskólanemum heimsins sem stunda nám utan heimalands síns nema við breska háskóla og 4 af 10 bestu háskólum heims eru í Bretlandi. Einnig má nefna íþróttir, en stuðningsmenn um allan heim horfðu á þessu ári á lið úr ensku úrvalsdeildinni mætast í báðum stærstu Evrópukeppnunum í fót- bolta. Þessi upptalning hér er ekki gerð til að berja sér á brjóst. Öll lönd eiga við einhver vandamál að stríða sem þau þurfa að yfirstíga, og Bret- land á greinilega í einu slíku þessa stundina. Við eigum að vera auð- mjúk gagnvart annmörkum okkar. En við skulum ekki missa sjónar á styrkleikum okkar. Ekki bara Brexit Michael Nevin sendiherra Bretlands á Íslandi Öll lönd eiga við einhver vandamál að stríða sem þau þurfa að yfirstíga, og Bret- land á greinilega í einu slíku þessa stundina. Lely Center Ísland Flott hliðgrind á lóðina þína! Hliðgrindur - Ýmsar stærðir Númer Lýsing Verð án vsk. Verð m/vsk. F000 2140 03 Hlið 0,92 m, 7 sláa kr. 12.695 kr. 15.742 F000 2140 04 Hlið 1,22 m, 7 sláa kr. 15.878 kr. 19.698 F000 2140 05 Hlið 1,52 m, 7 sláa kr. 17.536 kr. 21.745 F000 2140 06 Hlið 1.83 m, 7 sláa kr. 19.171 kr. 23.776 F000 2140 07 Hlið 2,13 m, 7 sláa kr. 20.823 kr. 25.821 F000 2140 09 Hlið 2.75 m, 7 sláa kr. 22.982 kr. 28.489 F000 2140 10 Hlið 3,05 m, 7 sláa kr. 29.456 kr. 36.525 F000 2140 11 Hlið 3,35 m, 7 sláa kr. 31.115 kr. 39.451 F000 2140 12 Hlið 3,66 m, 7 sláa kr. 33.112 kr. 41.059 F000 2140 13 Hlið 3,95 m, 7 sláa kr. 34.877 kr. 43.247 F000 2140 14 Hlið 4,27 m, 7 sláa kr. 37.852 kr. 46.936 F000 2140 15 Hlið 4,57 m, 7 sláa kr. 39.885 kr. 49.457 F000 2140 16 Hlið 4.88 m, 7 sláa kr. 44.606 kr. 55.311 F017 2002 46 Staur 2,4m m/ læsigati, 2 eyru kr. 17.342 kr. 21.504 F017 2002 47 Staur 2,4m 89 mm, 4 eyru kr. 17.986 kr. 22.303 Gerðisgrindur Gerum tilboð í magn eftir teikningum Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 // Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 4 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.