Fréttablaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.07.2019, Blaðsíða 10
Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 Opið laugardaga kl. 12-16 SUMARTILBOÐSVERÐ: Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford Fiesta 2.350.000 ford.is FORD FIESTA TITANIUM 1,1 bensín, 85 hestöfl, beinskiptur Verðlistaverð 2.530.000 kr. KR. -180.000 kr. FORD FIESTA Einkenni Ford Fiesta eru ríkulegur staðalbúnaður, frábærir aksturseiginleikar, fimm stjörnu öryggi, hagstætt verð og lágur rekstrarkostnaður. • Ökumannspakki 2 sem innifelur: Umferðaskiltalesara, ökumannsvaka, birtuskynjara fyrir aðalljós, hraðatakmarkara og 4,2 TFT litaskjá • Upphitanleg framrúða • Hljómtækjapakki sem innifelur: 8” snertiskjá, 7 hátalara, SYNC III raddstýrt samskiptakerfi með neyðarhringingu • Bluetooth símabúnaður • Apple CarPlay, Android Auto • Ford MyKey • Aksturstölva • 16“ álfelgur • LED dagljós að framan • Nálægðarskynjari að aftan og rafdrifin aðfelling útispegla • Brekkuaðstoð • Easy Fuel eldsneytisáfyllingarkerfi án bensínloks • Vindskeið að aftan RÍKULEGUR STAÐALBÚNAÐUR Á SUMARTILBOÐI Ford_Fiesta_Sumartilbod_5x15_3_20190624_END.indd 1 01/07/2019 11:25 Tveir sjóðir á vegum bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Well- ington Management hafa minnkað hlut sinn í Eimskipi úr 2,8 prósentum í 0,7 prósent frá því í febrúar. Annar sjóðurinn átti 0,6 prósent og hefur selt allan hlut sinn. Hlut- hafalisti flutningafyrirtækisins hafði ekki verið uppfærður frá 8. febrúar fyrr en nú við upphaf júlímánaðar. Birta lífeyrissjóður, sem er fimmti stærsti hluthafi Eimskips, jók við eign sína úr 4,5 prósentum í 5,8 pró- sent, samkvæmt hluthafalistunum. Á umræddu tímabili lækkaði gengi Eimskips í Kauphöll um átta prósent en Úrvalsvísitalan hækkaði um 18 prósent. – hvj Wellington selur í Eimskip Hluthafar Kynnisferða juku við hlutafé fyrirtækisins um 300 millj- ónir króna í fyrra. Þetta staðfestir Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnis- ferða. Hann segir að eiginfjárhlut- fallið sé rétt í kringum 20 prósent og eignarhlutur hluthafa hafi ekki tekið breytingum. Alfa, sem er í eigu Einars og Bene- dikts Sveinssona og fjölskyldu, á 65 prósent í Kynnisferðum og sjóður á vegum Stefnis keypti 35 prósenta hlut árið 2015. Björn staðfestir einnig að Kynnis- ferðir hafi verið reknar í kringum núllið á árinu 2018 en árið áður hafði félagið tapað 314 milljónum króna. Þar með er þó ekki björninn unn- inn. Rekstur fyrirtækja í ferðaþjón- ustu hefur mætt nokkru andstreymi í ár með gjaldþroti WOW air, verk- föllum og kyrrsetningu Boeing 737 MAX 8 flugvéla sem Icelandair hugð- ist taka í rekstur í vor. – hvj Auka hlutafé um 300 milljónir Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, dótturfélag Arion banka, hefur fall- ist á að greiða Datacell og Sun shine Press Productions (SPP) samtals 1.200 milljónir króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslu- gátt fyrir söfnunarfé til WikiLeaks sumarið 2011. Gengið hefur verið frá samkomulagi þess efnis, sem er í samræmi við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í apríl síðastliðnum, samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Með samkomulaginu lýkur því áralöngum deilum og málaferlum félaganna fyrir dómstólum. For- saga málsins er sú að WikiLeaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og SPP ráku en hún var opnuð 7. júlí 2011. Degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt og frá þeim tíma hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna riftunar. Dómkvaddir mats- menn mátu tjónið á 3,2 milljarða króna. Valitor hafði áður sent frá sér til- kynningu í lok maímánaðar þar sem fram kom að það hygðist áfrýja fyrr- nefndum dómi Héraðsdóms Reykja- víkur sem komst að þeirri niður- stöðu að félaginu væri gert að greiða Datacell og SPP 1.200 milljónir króna í bætur. Ekkert verður hins vegar nú af því að málið komi til kasta Lands- réttar. Dómarar í málinu töldu þá að veikleikar væru á þeim forsendum sem tölfræðilegir útreikningar matsmanna byggðust á og því væri ekki unnt að leggja niðurstöðu mats- gerðarinnar til grundvallar sem sönnunargagn um umfang tjónsins. Krafa um vexti og dráttarvexti aftur í tímann kom ekki til álita í dóminum. Þá hljóðaði aðalkrafa Datacell og SPP í málinu upp á 8,1 milljarð. Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður Datacell og SPP, sagði í sam- tali við Fréttablaðið eftir niðurstöðu dómsins í apríl að hann hefði vonast til þess að matsgerðinni yrði ekki ýtt til hliðar. „Svo erum við ekki sáttir við dráttarvextina en þetta er samt sigur,“ sagði Sveinn. Í séráliti sem Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari skilaði kom fram að hann væri sammála meirihluta dómara um að riftun samningsins hafi leitt til fjárhagslegs tjóns. Hins vegar væri hann ósam- mála því að skilyrði sé fyrir því að ákvarða Datacell og SPP skaðabætur að álitum. Stefnendur hafi ekki fært nægilegar sönnur á fjártjón sitt og því bæri að sýkna Valitor af kröfum þeirra. Valitor var sem kunnugt er sett í formlegt söluferli fyrr á þessu ári og er ætlun Arion banka, eiganda félagsins, að selja greiðslumiðlunar- fyrirtækið að hluta eða fullu. Gert er ráð fyrir að niðurstaða fáist í ferlið á þessu ári. Bankinn hefur áður sagt að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur myndi ekki hafa áhrif á söluferlið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins er áætlað að áhugasamir fjárfest- ar skili inn óskuldbindandi tilboðum í félagið fyrir miðjan þennan mánuð. Arion banki hefur þegar tekið tillit til neikvæðra áhrifa dómsins á afkomu bankans. Í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér eftir dóminn kom fram að hann hefði neikvæð áhrif á afkomu bankasamstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi sem nema um 600 milljónum króna. Landsbankinn mun þurfa að greiða hluta þeirrar fjárhæðar, eða samtals um 456 milljónir króna, sem samkomulag hefur náðst um að greiða í skaðabætur til Datacell og SPP. Ástæðan er sú að þegar Lands- bankinn seldi eignarhlut sinn í Val- itor til Arion banka í desember 2014 gekkst Landsbankinn í ábyrgðir fyrir 38 prósentum af þeim upphæðum sem Valitor kynni að þurfa að greiða vegna fjögurra mála. Þeirra á meðal var málarekstur Datacell og Suns- hine Press Productions (SPP) gegn Valitor. hordur@frettabladid.is Valitor fellst á að greiða Datacell og SPP 1.200 milljónir  Samkomulag náðst um að greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, greiði Datacell og SPP, rekstrarfélagi WikiLeaks, skaðabætur í samræmi við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í apríl. Áralöngum deilum félaganna er því lokið. Fjárfestar skila inn óskuldbindandi tilboðum í Valitor um miðjan júlí. Greiðslugáttinni sem WikiLeaks þáði styrki í gegnum var lokað fyrirvara- laust af Valitor 8. júlí 2011, degi eftir opnun hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 600 milljónir eru þau neikvæðu áhrif sem dómur Héraðs- dóms Reykjavíkur hafði á afkomu Arion banka. MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.