Fréttablaðið - 28.06.2019, Side 4
Það er líka verið að
hvetja nemendurna
til að vera virkir, fræða þau
um ýmis samfélagsmál.
Magnús Arnar Svein-
björnsson, skóla-
stjóri Vinnuskóla
Reykjavíkur
Veður
Sunnan og suðvestan 5-13 m/s.
Skýjað en úrkomulítið, en skýjað
með köflum fyrir austan. Fer að
rigna SV-lands undir kvöld. Hægari
í kvöld og nótt og rigning eða súld í
flestum landshlutum. SJÁ SÍÐU 18
NÝTT OG
SPENNANDI
FRÁ HOL
TA
Hefur þú prófað
Holta drumsticks?
Sjóræningjar léku lausum hala
Það var skrautlegur útgangurinn á börnunum í leikskólanum Hlíð við Engihlíð í Reykjavík í gær þegar haldinn var sjóræningjadagur. Nemendur,
kennarar og starfsfólk klæddu sig upp eins og ræningjar og ruplarar úthafanna. Engu var þó stolið enda allir góðir í Hlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
SAMGÖNGUMÁL Flugmálastofnun
Bandaríkjanna gaf í gær út að nýr
„mögulegur galli“ í Boeing 737
MAX-vélunum hafi uppgötvast
við prófanir í f lughermum. Stofn-
unin hefur þó enn ekki skýrt nánar
í hverju gallinn felst en líklegt þykir
að þetta muni lengja þann tíma sem
vélarnar verða kyrrsettar. BBC
greinir frá.
Boeing vinnur nú að því að upp-
færa flugstýrikerfi vélanna en það
er talið hafa valdið f lugslysunum
tveimur sem leiddu til þess að allar
737 MAX-vélar heims voru kyrr-
settar.
Í síðasta mánuði gaf stofnunin
til kynna að leyfi fyrir breytingum
sem Boeing vildi gera á vélunum
kæmi líklega seint í júní. Það hefði
gert það að verkum að fyrirtækið
gæti hafið reynsluf lug snemma í
júlí en ljóst er að svo verður ekki.
– ókp
Annar galli í
Boeing 737
REYKJAVÍK „Við erum alls ekki að
hvetja alla til að taka þátt í þessu.
Það eru rúmlega 40 til 50 krakkar
sem hafa áhuga á að taka þátt í
skólaverkfallinu á morgun. Það eru
alls ekki allir að fara,“ segir Magnús
Arnar Sveinbjörnsson, skólastjóri
Vinnuskóla Reykjavíkur.
N e m e n d u m V i n n u s k ó l a
Reykjavíkur býðst að taka þátt
í umhverfis ráði í Borgartúni á
morgun. Þar munu þau læra um
getu til aðgerða, fara í leiki tengda
umhverfismálum og lýðræði og búa
til mótmælaskilti. Í hádeginu munu
nemendurnir fara ásamt grænum
fræðsluleiðbeinendum úr Borgar-
túninu að Hallgrímskirkju og taka
þátt í verkfalli ungmenna gegn
aðgerðarleysi í loftslagsmálum.
Þeir sem taka þátt fá greitt sam-
kvæmt taxta skólans, þeir sem taka
ekki þátt halda áfram í hefðbundn-
um störfum.
Allir nemendur vinnuskólans fá
umhverfisfræðslu hjá svokölluðum
grænum fræðsluleiðbeinendum.
Er það hluti af verkefninu Skólar á
grænni grein, en Vinnuskóli Reykja-
víkur hlaut fyrst grænfánann fyrir
áratug. Grænir fræðsluleiðbeinend-
ur eru fjögurra manna teymi sem
fer á milli vinnuskólanna í sumar.
„Þau fara á milli hópanna og
fræða nemendur um umhverfismál
í víðum skilningi,“ segir Magnús.
„Það er líka verið að hvetja nem-
endurna til að vera virkir, fræða
þau um ýmis samfélagsmál, mann-
réttindi, lýðræði og fleira slíkt. Við
leggjum áherslu núna á getu til
aðgerða í ljósi þessara skólaverk-
falla sem hafa verið í gangi.“ Nem-
endur í Vinnuskólanum fá einnig
fræðslu frá jafningjafræðslu Hins
hússins ásamt fræðslu gegn ofbeldi.
Margrét Helga Theodórsdóttir,
móðir nemanda í vinnuskólanum,
segir það hafa komið sér á óvart
þegar hún frétti að sonur sinn hafi
verið á leiðinni á mótmæli. „Ég hefði
viljað betra upplýsingaflæði þegar
verið er að gera eitthvað svona út
fyrir þetta hefðbundna starf,“ segir
Margrét. „Ég hélt að hann ætti að
reyta arfa, en líka að fá fræðslu.
Þegar þetta er komið út í að búa til
kröfuspjöld og fara í mótmæli þá
hefði ég helst viljað fá póst.“
Starfsmaður skrifstofu Vinnu-
skóla Reykjavíkur segir að í gær
hafi ekki verið búið að senda dag-
skrána út til foreldra. Magnús segir
að það eigi að vera búið að láta for-
eldra fá dagskrána. „Það á að vera
þannig náttúrulega að foreldrar fái
upplýsingar þegar krakkarnir taka
þátt í einhverju svona.“
Nemendum í vinnuskólanum
fjölgaði um 15 prósent milli ára
og eru nú 2.250 nemendur í 8. til
10. bekk skráðir. Starfa þau í þrjár
vikur á þremur tímabilum frá júní
fram í ágúst. arib@frettabladid.is
Vinnuskólakrakkar
mótmæla í hádeginu
Hópur nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur tekur frí frá hefðbundnum störf-
um á morgun til að taka þátt í mótmælum. Móðir segir koma á óvart að hafa
ekki verið látin vita. Skólastjóri segir að enginn sé hvattur til að taka þátt.
Meira en helmingur nemenda í 8. til 10. bekk í Reykjavík starfar í Vinnu-
skólanum í sumar. Hópur þeirra hyggst taka frí á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VIÐSKIPTI Á aðalfundi Bláa lónsins,
sem haldinn var í gær, samþykkti
félagið að greiða út í kring um 30
milljónir evra, eða tæplega 4,3 millj-
arða króna í arð í ljósi frammistöðu
fyrirtækisins á síðasta ári. Greiddar
voru um 16 milljón evrur, eða tæp-
lega 2,3 milljarðar króna, á núvirði
í arð á síðasta ári.
Hvatning slhf., sem á 39,1 prósent
í félaginu og er í eigu Kólfs ehf. er að
stærstu leyti í eigu Gríms Sæmund-
sen, forstjóra Bláa lónsins, og Eð-
vards Júlíussonar. Í fyrra keypti
Kólfur rétt undir helming í Hvatn-
ingu af Horni II, en samkvæmt því
mun Hvatning fá tæplega 1,7 millj-
arða króna í arðgreiðslu.
Grímur Sæmundsen, forstjóri
Bláa lónsins, segir í fréttatilkynn-
ingu að allar fjárfestingar félagsins
í gegnum árin hafi miðað að því að
byggja upp starfsemi í kringum
upplifun gestanna.
„Á árinu var nýtt hótel og upplif-
unarsvæði undir merkjum The Re-
treat opnuð ásamt tveimur nýjum
veitingastöðum. Með þessari upp-
byggingu tók Bláa Lónið mikilvæg
skref til að þjónusta nýjan mark-
hóp, ferðamenn sem leita eftir
afar miklum gæðum, svokallaða
fágætisferðamenn.“
„Skattspor Bláa Lónsins nam um
5 milljörðum króna árið 2018 og
stækkaði um 56% frá árinu 2017 en
þá var það í hópi þeirra tíu fyrir-
tækja sem borguðu mesta skatta og
opinber gjöld á Íslandi.“ – pk
Eigendur fá
milljarða í arð
Með þessari upp-
byggingu tók Bláa
Lónið mikilvæg skref til að
þjónusta nýjan markhóp,
ferðamenn sem leita eftir
afar miklum gæðum.
2 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
2
-9
A
2
4
2
3
5
2
-9
8
E
8
2
3
5
2
-9
7
A
C
2
3
5
2
-9
6
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K