Fréttablaðið - 28.06.2019, Síða 10

Fréttablaðið - 28.06.2019, Síða 10
Af stað Nú þegar 494 dagar eru þangað til Bandaríkjamenn kjósa sér forseta á ný eru forkosningar Demókrata hafnar fyrir alvöru. Fyrri hluti fyrstu kapp- ræðna fór fram í fyrrinótt og sá seinni í nótt, eftir að Fréttablaðið fór í prentun. Elizabeth Warren, á miðri mynd, þótti standa sig einna best í fyrri hlutanum og mælist með þriðja mest fylgi. Stjórnmálaskýrendur voru þó margir á því að kappræðurnar hefðu verið dauf legar.NORDICPHOTOS/AFP ÍRAN Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-k jar nork usamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. „Þau eru ekki enn komin upp fyrir takmarkið. En það gerist lík- lega um helgina, ef það gerist,“ hafði Reuters eftir ónefndum heimildar- manni innan höfuðstöðva Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar í Vín. Kína, Frakkland, Þýskaland, ESB, Íran, Rússland, Bretland og Banda- ríkin gerðu samninginn árið 2015 en hann gekk í meginatriðum út á að af létta viðskiptaþvingunum gegn Íran og að á móti myndi ríkið frysta kjarnorkuáætlun sína. Bandaríkin drógu sig út úr samn- ingnum í maí á síðasta ári og ári síðar sagðist Íransstjórn ætla að hætta að framfylgja plagginu nema hin ríkin vernduðu íranskt hagkerfi gegn nýjum bandarískum þving- unum. Bandaríkin og Íran eiga nú í erfiðum deilum og er ekkert útlit fyrir að Bandaríkjamenn taki aftur upp samninginn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagðist í gær vilja sannfæra Donald Trump Bandaríkjaforseta um að það væri fyrir bestu að hefja viðræðuferlið á ný, aflétta ákveðnum þvingunum og þannig gefa viðræðum séns. Forsetarnir munu funda saman á G20-fundinum sem hefst í Japan í dag. – þea Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum EVRÓPA Hitabylgja hélt áfram að hrella fólk víða um Evrópu í gær og fór hiti vel yfir fjörutíu stig í til að mynda Frakklandi, á Spáni og í Sviss. Degi fyrr höfðu hitamet fallið í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi en búist er við því að enn hitni um helgina. Þeir veðurfræðingar sem breska ríkisútvarpið vitnaði til í gær sögðu ofsahitann kominn til vegna vinda frá norðanverðri Afríku. Timothy Hewson, sem stýrir veðurspáteymi evrópsku veðurstofunnar ECMWF, sagði það einnig spila stóra rullu að það hefur verið heiðskírt víða. Þurri jörð sé einnig um að kenna vegna þess að það ástand þýðir minni upp- gufun. Íbúar hafa verið varaðir sérstak- lega við hitabylgjunni, en hiti sem þessi getur verið lífshættulegur. Þess er skemmst að minnast að um 15.000 dóu í Frakklandi eftir álíka hitabylgju í ágúst 2003, að því er fram kom í frétt France 24. Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. Veröldin sé nú um einni gráðu hlýrri en fyrir iðnbyltingu og því séu veðuröfgar orðnar algengari. „Nú þegar við fáum hitabylgjur verða þær líklega að minnsta kosti gráðu Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Þessir Parísarbúar stungu sér á bólakaf til þess að flýja hitann. NORDICPHOTOS/AFP Hiti fór víða yfir fjöru- tíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslags- breytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni.  MAROKKÓ Nærri helmingur Mar- okkómanna, eða 44 prósent, vill f lytja úr landi. Þetta sýna niður- stöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. Hlutfallið hefur hækkað töluvert frá því árið 2016. Þá mæld- ist það 27 prósent. Það er þó ekki jafnhátt og árið 2006 þar sem talan stóð í 52 prósentum. Breska ríkisútvarpið f jallaði ítarlega um könnunina í gær og setti í það samhengi að ef til vill myndu Marokkómenn fylgja í fót- spor grannríkja og rísa upp gegn yfirvöldum. Nýlega hafa lands- menn í bæði Súdan og Alsír steypt forsetum sínum af stóli. Hundruð hafa fallið og á annað þúsund særst í átökum við her og lögreglu. Segja má að þetta sé eins konar önnur alda arabíska vorsins, en árin 2011 og 2012 var forsetum Túnis, Egypta- lands, Líbýu og Jemen steypt af stóli sömuleiðis. Sama könnun sýndi að 49 pró- sent Marokkóa vildu sjá breytingar í stjórnmálunum eins fljótt og auðið er. Það er meira en í Jemen, 41 pró- sent, Egyptalandi, 39 prósent, Líb- anon, 28 prósent og Írak, 27 prósent. – þea Helmingur íbúa vill úr landi Viðgerðir í Fez. NORDICPHOTOS/AFP Hassan Rouhani, forseti Írans. Katalónía brennur Miklir skógareldar hafa kviknað vegna hitabylgjunnar í Tarragona í suðurhluta spænska héraðsins Katalóníu. Búist er við því að eldarnir verði einir þeir verstu í tuttugu ár og voru í það minnsta 5.500 hektarar alelda í gær, að því er kom fram í frétt katalónska miðilsins ACN. Rúmlega 500 slökkviliðsmenn og hermenn börðust við eldana í gær. 53 íbúum hefur verið gert að flýja heimili sín en talið er að um 20.000 gætu lent í hættu vegna hamfaranna. Þá hefur fimm stofnbrautum verið lokað og fólki er ráðlagt að halda sig fjarri svæðinu. „Við höfum ekki þurft að tak- ast á við viðlíka elda í tuttugu ár. Þeir gætu brennt 20.000 hektara svæði. Við þurfum að passa okkur því hvers konar kæruleysi gæti orsakað hörmulega ógæfu,“ tísti Miquel Buch, innanríkisráð- herra héraðsins, í gær. David Borrell, slökkviliðsstjóri svæðisins, sagði við Catalunya Radio að það væri erfitt að vera bjartsýnn á að slökkvistarf gangi vel. „Landslagið er afar erfitt og veldur miklum vandamálum. Veðrið er einnig til vandræða. Það þreytir okkur og þýðir að við þurfum að leggja enn harðar að okkur.“ hlýrri. Við erum enn að sjá öfga- full veðrabrigði en þau eru að verða algengari,“ sagði Grahame Madge hjá bresku veðurstofunni við BBC. Loftslagsmálanefnd breska þings- ins varaði við því síðasta sumar að hitabylgjur sem þessar gætu orðið árlegur viðburður vegna loftslags- breytinga. Nefndin komst að því að um 7.000 Bretar gætu dáið á ári vegna hitabylgna ef ekki er gripið inn í sem fyrst. „Þessi aukning í veðuröfgum er nákvæmlega sú sem loftslags- vísindin hafa spáð og eru afleiðing hamfarahlýnunar. Hún er svo afleiðing aukins útblásturs gróður- húsalofttegunda,“ hafði AP eftir Stefan Rahmstorf, loftslagsvísinda- manni hjá loftslagsrannsóknastofn- uninni PIK í Þýskalandi. thorgnyr@frettabladid.is 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 5 2 -B C B 4 2 3 5 2 -B B 7 8 2 3 5 2 -B A 3 C 2 3 5 2 -B 9 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.