Fréttablaðið - 28.06.2019, Síða 18

Fréttablaðið - 28.06.2019, Síða 18
Útlendingar eru mjög duglegir að mæta, enda er víða á netinu og í auglýsingabæklingum mælt með því að ferðamenn komi og sjái það sem hér er verið að gera. Kári Viðarsson leikari, leikhússtjóri, stofnandi og eigandi Frystiklefans í Rifi á Snæfellsnesi situr ekki auðum höndum í sumar enda segir hann að einna mest sé að gera á sumrin. „Í júlí og ágúst er dagskrá í Frystiklefanum á hverjum degi. Í júlí verða sýningar á leikriti sem frumsýnt var fyrir stuttu og heitir Ókunnugur. Við Gréta Ómars- dóttir, sem leikstýrir, sömdum verkið í samstarfi við Kvennaathvarfið og að þeirra frumkvæði. Verkið fjallar um of beldi í nánum samböndum út frá mörgum mismunandi vinklum.“ Verkið er einleikur og Kári fer þar með hlutverk nokkurra persóna. „Í verkinu er verið að vinna með táknmyndir frekar en þrívíða karaktera og spurt er margra spurninga án þess að vera endi- lega í leit að svörum. Okkur langaði að gera verk sem myndi stuðla að samtali við almenning um þessi mál á mann- eskjulegan hátt, án þess að fara út í for- dæmingu og skrímslavæðingu.“ Þetta virkar Margs konar önnur verkefni eru í hús- inu. „Þarna eru tónleikar, bæði með íslenskum og erlendum tónlistar- mönnum. Einnig verða sýndar myndir sem hafa verið sýndar á Northern Wave Film Festival, kvikmyndahátíð sem við höldum einu sinni á ári og verður næst haldin í október. Í júlí og ágúst tökum við svo á móti alls konar listamönnum, dönsurum og sirkuslistamönnum.“ Dagskrá Frystiklefans má finna á frysti- klefinn.is. Kári segir aðsóknina að viðburðum í Frystiklefanum vera afar góða. „Fólk kemur í leikhúsið alls staðar að, bæði úr plássum hér á Vesturlandi og annars staðar að af landinu. Útlendingar eru mjög duglegir að mæta, enda er víða á netinu og í auglýsingabæklingum mælt með því að ferðamenn komi og sjái það sem hér er verið að gera. Það er ótrúlegt en satt, en þetta virkar.“ Segulstál fyrir ferðamenn Kári hefur rekið Frystiklefann í tæp tíu ár. „Allt byrjaði þetta með einni leiksýn- ingu sem hét Hetja og var byggð á Bárðar sögu Snæfellsáss. Hún gekk ótrúlega vel og ég náði að leika hana fyrir vestan í hundrað skipti. Þá áttaði ég mig á því að það væri ekkert vitlaust að vera hérna og vinna að minni list á heimavelli. Svo fór ég út í annars konar listræn verkefni og samfélagsverkefni innan Snæfellsbæjar. Ég er að vinna með eldri borgurum og við sem vinnum í Frystiklefanum förum einu sinni í viku á dvalarheimilið og erum með dagskrá þar. Við bjóðum líka upp á ókeypis dansnámskeið fyrir krakkana í bænum. Götulistahátíð er haldin með tveggja ára millibili og það ár sem hún er ekki er haldin tónlistar- hátíð. Blaðamaður hitti Kára á Hellissandi og þar blasa víðsvegar við mynd- skreyttir veggir. „Þessir myndskreyttu veggir eru sprottnir út frá hugmynd sem ég fékk í fyrra og hrinti af stað. Þáttur í því var að breyta Gamla frysti- húsinu á Hellissandi í útilistagallerí með þjóðlegum tilvísunum. Listamenn alls staðar að úr heiminum mættu á svæðið og unnu úr þessari hugmynd. Tíu lista- menn komu hingað í fyrra og skreyttu einnig veggi í gömlu slökkvistöðinni og breyttu fleiri veggjum í þorpinu í lista- verk. Það eru komin um 50 vegglistaverk á Hellissandi. Íbúarnir eru mjög ánægðir og finnst gaman að bærinn fái andlits- lyftingu. Fyrir vikið er Hellissandur orðinn að segulstáli fyrir ferðamenn. Við sáum þetta sérstaklega eftir að við gerðum stóra mynda af hrúti á vegg við íþróttahúsið. Fleiri hundruð ferðamenn keyra hérna inn á hverjum degi til að stoppa og virða hrútinn fyrir sér.“ Kári segist ótrauður ætla að halda áfram starfi sínu í Rifi. „Ég er í forrétt- indastarfi og get valið mér gefandi verk- efni. Meðan þetta gengur svona vel sé ég ekki tilgang í að hætta.“ kolbrunb@frettabladid.is Kári er í forréttindastarfi Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans í Rifi, situr sannarlega ekki auðum höndum og segir engan tilgang í því að hætta. Mikil dagskrá verður í Frystiklefanum í sumar. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Tryggvi Gestsson Kringlumýri 29, Akureyri, lést 23. júní. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 2. júlí kl. 13.30. Þórir Ó. Tryggvason Kristín Hallgrímsdóttir Lára H. Tryggvadóttir Ómar Ólafsson afa- og langafabörn. Kárið við hrútinn góða á Hellissandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Báru Jónsdóttur frá Hafnarnesi. Katrín Sigurðardóttir Þorgils Þorgilsson Þóra Sigurðardóttir Einar Gunnlaugsson Jóna Sigurðardóttir Kristján Ólafsson Sigurður Sigurðsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Í dag, 28. júní, eru 50 ár frá svokölluðum Stonewall-mót- mælum gegn lögregluofbeldi í New York-borg. Þau mörkuðu upphaf réttindabaráttu hins- egin fólks á Vesturlöndum eins og við þekkjum hana í dag. Þrátt fyrir að dagurinn marki mikilvæg söguleg skil, hafði verið andóf gegn lög- reglu borgarinnar í mörg ár áður. Fjölmörg félagasamtök höfðu einnig verið stofnuð af samkynhneigðu fólki í Bandaríkjunum og í Evrópu til að stuðla að jafnrétti á grundvelli kynhneigðar. Stonewall-mótmælin draga nafn sitt af hinsegin barnum Stonewall Inn við Christopher-götu í New York-borg. Afskipti lögreglunnar af barnum og áreitni hafði varað lengi en þegar lögreglumenn réðust inn á barinn morguninn 28. júní árið 1969 þótti gestum komið nóg. Þeir risu upp og grýttu lögregluna með flöskum og steinum. Fór svo að lög- reglan læsti sig inni á barnum en fyrir utan stækkaði sífellt hópur hinsegin fólks. Um kvöldið taldi hann þúsundir. Umsátrið varði í viku. Ári síðar var Stonewall-uppþotanna minnst þegar þúsundir borgarbúa tóku þátt í fyrstu pride-göngunni í New York. Gleðigangan íslenska á þar rætur. Atburðanna minnst í Reykjavík Til að minnast dagsins standa Samtökin ’78, fyrir leið- sögn Yndu Gestsson um listsýninguna „Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ’78“ í Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, kl. 17.00 í dag. Kl. 18.45 verður gjörningur í anda Stonewall-uppþotsins og grillveisla hjá Samtökunum ’78. Um kvöldið verður skálað fyrir Stonewall á veitingahúsinu Geira Smart. Þ E T TA G E R Ð I S T 2 8 . J Ú N Í 19 69 Mikilvægur dagur í baráttu hinsegin fólks Stonewall Inn við Christopher-götu í New York-borg. Á 50 ára afmæli uppþotanna hefur IKEA hannað burðar- poka í regnbogalitunum. 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 2 8 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 5 2 -A 4 0 4 2 3 5 2 -A 2 C 8 2 3 5 2 -A 1 8 C 2 3 5 2 -A 0 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.