Fréttablaðið - 28.06.2019, Side 20
Sjálf býr hún til tölvuleiki í frítíma sínum, þegar hún vinnur ekki á daginn við
markaðsstjórn hjá tölvuleikja-
framleiðandanum CCP. Isle of
Games mun halda tölvuleikja-
sýningu í júlí þar sem lögð
verður áhersla á menningarlega
hlið tölvuleikja og þeir sýndir í
öðru ljósi en fólk hefur fengið að
venjast. „Ég er ein af stjórnendum
verkefnisins en verð líka með mína
eigin leiki til sýnis á hátíðinni.“
Það er mikill uppgangur í heimi
tölvuleikja hér á Íslandi að sögn
Alexöndru. „Það eru ný fyrirtæki
stofnuð reglulega og slatta af vinnu
að fá. Þetta er mjög skemmtilegur
og kraftmikill iðnaður.“
Ákveðnar væntingar
gerðar til tölvuleikja
Alexandra segir að tölvuleikja-
smíði sé alltaf að verða opnari
heimur fyrir alls konar listafólk
sem vill spreyta sig. „Fólk er að
átta sig á því að maður þarf ekki
endilega að búa til tölvuleik sem
er rosalega þéttur frá upphafi til
enda, með sögupersónu sem getur
unnið eða tapað. Tölvuleikir geta
líka verið bara eitt atriði í einu
umhverfi sem þú getur gengið um
í. Það að búa til tölvuleiki getur
verið sambærilegt því að vera
áhugaljósmyndari eða að skrifa
ljóð fyrir sig og sína nánustu. Þetta
er bara nýrri miðill fyrir sköpun.“
Tilgangurinn með Isle of Games
er að sýna að tölvuleikir sem eru
frábrugðnir því sem maður þekkir
frá tölvuleikjarisum í heiminum,
hafi jafn mikið gildi þótt þeir raki
ekki inn milljónum Bandaríkja-
dollara á ársgrundvelli. „Fólk
er með ákveðnar væntingar til
tölvuleikja og ákveðnar skoðanir á
þeim. Það er gaman að skora á þær
skoðanir og fikta í ímyndinni sem
fólk hefur.“
Margir í tölvuleikjaiðnaðinum
myndu kalla þessa tegund af
tölvuleikjum gagnvirka upplifun
frekar en tölvuleiki. „Það eru
örugglega margir sem vilja fara
út í umræðuna um hvað sé leikur
og hvað sé ekki leikur. En við hjá
Isle of Games erum ekki að leggja
mat á hvernig á að skilgreina leiki
sem verða þar til sýnis. Við erum
mjög meðvituð um að þarna verða
leikir sem fara út fyrir normið og
þá ímynd sem fólk hefur af tölvu-
leikjum.“
Draumar verða að veruleika
Sjálf býr Alexandra til tölvuleiki í
draumkenndu og jafnvel drunga-
legu umhverfi. „Ég bý eitthvað til
sem mér finnst sjónrænt áhuga-
vert, set einhverja tónlist undir
og svo getur maður gengið um og
skoðað. Ég er mikið að leika mér
með ákveðin form eins og kúlur og
þríhyrninga. Það mætti segja að
andrúmsloftið í leikjunum mínum
sé smá drungalegt eða skringilegt,
þó ég sé ekkert endilega að reyna
að búa til einhverja hryllingsleiki.
Ég er mjög hrifin af því að búa til
umhverfi sem lítur út eins og eitt-
hvað sem þig gæti hafa dreymt.“
Alexandra telur tölvuleikjasmíð
vera eitt besta listformið til að gera
drauma að veruleika. „Auðvitað
eru sumir listamenn sem mála,
teikna eða taka ljósmyndir og búa
til draumkennd listaverk sem eru
skrýtin og öðruvísi, en tölvuleik-
irnir hafa það fram yfir önnur
listform að þú getur sett áhorfand-
ann inn í umhverfið. Áhorfand-
anum getur liðið eins og hann sé í
alvörunni í draumi.“
Áhuginn kviknaði snemma
Það er ekki á áætlun hjá Alexöndru
að markaðssetja leiki eftir sig sem
þjóna aðallega þeim tilgangi að
veita henni útrás fyrir sköpunar-
þörf. „Leikirnir sem ég bý til eru
mjög persónulegir. Ég er ekkert að
búa til marga leiki á mánuði, alls
ekki. Ég geri það bara þegar inn-
blásturinn kemur.“
Alexandra hefur alltaf fundið
fyrir mikilli þörf til að skapa. Frá
því hún var barn hefur hún skrifað
sögur og tekið ljósmyndir, en leit
alltaf á tölvuleikjasmíð sem eitt-
hvað sem væri bara fyrir stráka
sem kynnu að forrita. „Ég hélt lengi
að þetta væri ekki fyrir mig. Áhug-
inn á tölvuleikjasmíð kviknaði
mjög snemma en ég byrjaði ekkert
sjálf fyrr en bara á síðustu árum.“
Alexandra er einn af stofnend-
um Leikjasmiða á Íslandi (Game
Makers of Iceland), og eitt yfir-
lýstra markmiða er að koma fleira
fólki inn í leikjasenunna, meðal
annars konum og fólki sem starfar
ekki í tölvuleikjaiðnaðinum. „Það
er alls konar fólk í senunni að gera
alls konar flotta hluti sem getur
fundið samhljóm í tölvuleikja-
smíð.“ Stefna Leikjasmiða á Íslandi
er að örva fjölbreytni f lórunnar
í leikjasenunni, þess vegna vilja
þeir kynna þessa tegund af sköpun
fyrir f leiri samfélagshópum.
„Síðan fór ég að hugsa að ég ætti
sjálf að taka þessi skilaboð til mín
og leyfa mér að prófa mig áfram.“
Nær að klóra sig áfram
Þá fyrst settist Alexandra niður og
fór að vinna út frá hugmyndum
sem reyndust skemmtilegri í
útfærslu á vettvangi tölvuleikja
heldur en sem ljósmyndir til
dæmis. „Þetta heppnaðist vel
þannig að ég ákvað að búa til f leiri
leiki. Síðan setti ég leikina á netið,
fólki fannst þetta áhugavert og
eftir það fór ég að sýna á Isle of
Games og öðrum viðburðum.“
Þar sem Alexandra er ekki
lærður forritari notar hún tól til
smíðarinnar sem reiða sig ekki á
forritunarkunnáttu notandans
nema að litlu leyti.
„Það eru til tól sem gera hverjum
sem er kleift að setjast niður og fara
að búa eitthvað til. Ég þarf aðeins
að forrita með tólunum sem ég
nota, en ég næ alveg að klóra mig
fram úr því. Það getur verið mjög
skrautlegt ferli.“
Í tölvuleikjum sínum skapar Alexandra draumkennt og drungalegt umhverfi. MYND/ÚR TÖLVULEIK ALEXÖNDRU
Listrænir tölvuleikir eru að ryðja sér til rúms í heiminum. MYND/ÚR TÖLVULEIK ALEXÖNDRU
Alexandra prófar sig áfram með kúlur og þríhyrninga. MYND/ÚR TÖLVULEIK ALEXÖNDRU
Á meðan sumir mála eða skrifa ljóð notar Alexandra tölvuleikjasmíði
til að fá útrás fyrir sköpunargleði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Auðvitað eru
sumir listamenn
sem mála, teikna eða
taka ljósmyndir og búa
til draumkennd lstaverk
sem eru skrýtin og
öðruvísi, en tölvuleik-
irnir hafa það fram yfir
önnur listform að þú
getur sett áhorfandann
inn í umhverfið.
Alexandra Bjargardóttir
Sólrún
Freyja Sen
solrunfreyja@frettabladid.is
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R
2
8
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
2
-B
7
C
4
2
3
5
2
-B
6
8
8
2
3
5
2
-B
5
4
C
2
3
5
2
-B
4
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K