Fréttablaðið - 28.06.2019, Síða 22

Fréttablaðið - 28.06.2019, Síða 22
Sólrún Freyja Sen solrunfreyja@frettabladid.is Sigurður J. Guðmundsson hóf störf sem gjaldkeri Sam-takanna ’78 í fyrra en hefur unnið hjá samtökunum um árabil. Hann er fróður um þennan merki- lega dag og greinir hér frá af hverju hann reyndist svona mikilvægur í réttindabaráttu hinsegin fólks. „Það var ekkert voðalega auð- velt að vera hinsegin á einhvern hátt á þessum tíma. Stonewall var skemmtistaður í New York þar sem hinsegin fólk gat komið saman. Samkvæmt öllum lýsingum þá var staðurinn frekar subbulegur en hann þjónaði samt því hlutverki að vera ákveðinn griðastaður. Fólk gat farið þangað og verið það sjálft í friði.“ Fögnuðu lífi Judy Garland Árásir lögreglu á staðinn voru tíðar Fagna Stonewall-óeirðunum Í kvöld verður haldið upp á 50 ára afmæli Stone- wall-óeirðanna, sem oft eru nefndar upphaf réttindabaráttu hinsegin fólks. og fólkið sem stundaði Stonewall var vissulega vant því. En þetta fræga kvöld, 28. júní árið 1969, var öðruvísi. Á þessu kvöldi voru sumir að fagna lífi leikkonunnar Judy Garland sem lék meðal annars Dorothy Gale í Galdrakarlinum í Oz. Garland átti dyggan aðdáenda- hóp meðal hinsegin fólks og lagið Over the rainbow úr myndinni varð að þemalagi hinsegin fólks. Það að vera „vinur Dorothy“ varð að orðatiltæki sem margir hinsegin einstaklingar notuðu yfir sig sjálfa. Judy Garland var líka vinsæl meðan hinsegin fólks vegna persónulegs vanda sem hún átti við að stríða. Margir í hinsegin samfélaginu upplifðu að hennar vandi endurspeglaði á vissan hátt félagslegan vanda hinsegin fólks í Bandaríkjunum á þessum tíma. Það að Garland hafi yfirstigið mörg persónuleg vandamál sem fönguðu athygli fjölmiðla naut líka mikillar hylli hinsegin samfélagsins. Garland hafði verið áberandi á sviðinu frá barnsaldri og kljáðist við ýmiss konar andleg veikindi eftir að hafa ítrekað fengið þau skilaboð sem barn og unglingur frá þungavigtarframleiðendum í Hollywood að hún væri ljót. Á fullorðinsárum þróaði hún með sér alkóhólisma, átröskun og alvarlegt þunglyndi. Hún var bæði hötuð og elskuð af samstarfsaðilum og áhorf- endum. Að lokum lést Garland vegna langvarandi misnotkunar á róandi lyfjum, skömmu fyrir Stone- wall-óeirðirnar. Fólk fékk nóg „Garland var jörðuð 27. júní þetta ár og á Stonewall var verið að minnast hennar. Hún var rosalega mikið íkon fyrir hinsegin samfélagið. Eftir miðnætti, aðfaranótt 28. júní braust lögreglan inn á staðinn sem var í sjálfu sér ekkert óeðlilegt enda gerðist það oft. Það er líka vegna þess að staðurinn var í eigu mafí- unnar. En þetta var sérstakt kvöld og fólki var hreinlega ofboðið. Það fékk nóg af því að vera handtekið út af engu og reis upp. Úr því urðu nokkurra daga óeirðir þar sem hins egin fólk með alls konar bak- grunn neitaði að gefa sig, neitaði að láta stjórna lífi sínu. Þá sá lögreglan sig knúna til að bakka frá þeirri áætlun að loka staðnum. Í kjölfarið urðu til skipu- lagðir baráttuhópar sem börðust fyrir réttindum hinsegin fólks. Eftir það fór risabylgja af stað, út um allan heim. Ef ekki hefði verið fyrir þessar óeirðir hefði réttinda- baráttan, meira að segja hér á Íslandi, líklegast ekki farið af stað þegar hún fór af stað. Stonewall- óeirðirnar eru þess vegna upphafið að réttindabaráttu hinsegin fólks sem markvisst afl.“ Gleðigöngur lykill í baráttunni Árið 1970 voru svo fyrstu gleði- göngurnar gengnar í heiminum til að heiðra óeirðirnar og árangurinn sem hlaust af þeim fyrir hinsegin samfélagið. Þess vegna er oftast vaninn að Pride mánuðurinn sé haldin í júní og gleðigöngurnar gegnar í kringum afmæli óeirð- anna, þó á Íslandi séu hinsegin dagar í ágúst. „Gleðigöngur eru stór hluti af baráttu hinsegin fólks því þær leggja áherslu á sýnileikann. Með göngunum erum við að sýna fram á tilvist okkar. Það er nánast ómögulegt að berjast fyrir réttind- um hóps sem sést aldrei. Það sést ekkert dagsdaglega á okkur að við séum hinsegin. Þess vegna er það lykill í baráttunni að geta sýnt fram á gleðina og fjölbreytileikann í þjóðfélaginu með gleðigöngunum.“ Á árunum 1993-94 voru svo farn- ar fyrstu frelsisgöngur hinsegin fólks á Íslandi. „Þetta voru ekki gleðigöngur eins og við þekkjum þær, þetta voru kröfugöngur. Við- tökurnar voru ekki sérstaklega góðar og fólk var ekki mjög hrifið af þessu enda var hinsegin hreyfingin ekki komin í eins góða stöðu og nú. Árið 2000 var svo fyrsta gleðigang- an á Íslandi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar þótt baráttan eigi enn langt í land. Fyrir þá sem vilja fagna Stone- wall-óeirðunum er vegleg dagskrá í boði Samtakanna ’78 í kvöld. Þá verður byrjað á leiðsögn um listasýninguna Út fyrir sviga í Borgarbókasafninu, næst er haldið í húsnæði Samtakanna ’78 þar sem verður haldið fræðsluerindi um Stonewall-óeirðirnar og hægt að sjá gjörning í anda þeirra á meðan boðið er í grillveislu. Kvöldinu lýkur síðan með kokteilpartíi á Geira smart. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á vefsíðu samtakanna. Sigurður J. Guðmundsson er gjaldkeri Samtakanna ’78. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hinsegin fólk fékk nóg og krafðist mannréttinda. NORDICPHOTOS/GETTY M • Þarf að snúa rekstri við? • Þarftu að losa lager og verðmæti? • Viltu selja reksturinn? • Er fyrirtækið á leið í þrot? • Þarftu að finna leiðir til að loka? YFIRTÖKUM EIGNIR / KAUPUM: • Ökutæki • Lóðir/Eignir • Lager fyrirtækja • Fyrirtæki sem eru að fara í þrot eða eru til sölu OKKAR NÁLGUN • Erum lausnamiðaðir • Staðgreiðum verðmæti • Kaupum allar eignir • Fyllsta trúnaðar er gætt • Skjót ákvarðanataka m a l a l a u s n i r @ m a l a l a u s n i r . i s EINFÖLDUM HLUTINA VANTAR ÞIG AÐSTOÐ VIÐ REKSTUR? 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 2 8 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 5 2 -C B 8 4 2 3 5 2 -C A 4 8 2 3 5 2 -C 9 0 C 2 3 5 2 -C 7 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.