Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.07.2019, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 04.07.2019, Qupperneq 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SUNNUDAGA KL. 20:30 á Hringbraut og vf.is Reykjanesbær auglýsir fjögur áhugaverð störf í heilsíðu auglýsingu í Víkurf- réttum sem kom út í síðustu viku. Störfin eru aðstoðarmaður bæjarstjóra, forstöðumaður Súlunnar, fjármálastjóri og lýðheilsufræðingur. Frestur til að sækja um er til 8. júlí og sótt er um á vef Reykjanesbæjar. Þar eru einnig nánari upplýsingar um auglýst störf. Starf aðstoðarmanns bæjarstjóra felur í sér að aðstoða bæjarstjóra við dagleg verkefni. Þar er m.a. átt við undirbúning funda og viðburða sem bæjarstjóri kemur að eða stendur fyrir. Einnig að koma erindum sem bæjarstjóra berast í réttan farveg. Súlan er ný skrifstofa þar sem ýmsir málaflokkar heyra undir. Má þar nefna atvinnumál, ferðamál, menn- ingarmál, safnamál, markaðs- og kynningarmál. Starf forstöðumanns felur í sér ábyrgð á stjórnun, stefnu- mótun og þjónustu þeirra stofnana sem heyra undir Súluna. Fjármálastjóri stýrir fjármálaskrif- stofu Reykjanesbæjar, styður bæjar- ráð við framlagningu, samþykkt og framkvæmd fjárhagsáætlunar. Þá sér fjármálastjóri um gerð og kynningu viðauka við fjárhagsáætlun og leiðir umbætur og styrkingu á umgjörð fjármála Reykjanesbæjar. Lýðheilsufræðingur mun sinna verk- efnum á sviði forvarna og lýðheilsu- mála hjá Reykjanesbæ. Einnig mun lýðheilsufræðingur vinna að upp- byggingu heilsueflandi samfélags í samræmi við lýðheilsustefnu. Fræðslustofnanir og íþrótta- og æskulýðsfélög á Suðurnesjum gegna lykil- hlutverki í aðgerðum stjórnvalda sem miða að uppbyggingu á svæðinu í kjölfar falls Wow Air nú í vor. Í framhaldi af fundi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra með íbúum Suðurnesja í apríl um atvinnu- og fræðslumál á svæðinu var stofnaður starfshópur um málið innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hlutverk hans var að móta aðgerðaáætlun er byggði á sýn heimamanna og stjórnvalda og vinna henni brautargengis ásamt því að vakta, greina og miðla upplýsingum um stöðu og þróun mála, með sérstakri áherslu á greiningu á aðstæðum þeirra hópa sem verst stæðu. Í síðustu viku var skrifað undir samninga um sérverkefni er því tengjast við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Keili – Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, Skátafélagið Heiðabúa, Ungmennafélagið Kefla- vík, Ungmennafélag Njarðvíkur og Reykjanesbæ. Umfang aðgerðanna sem samið var um nú er alls tæpar 28 milljónir kr. og er um að ræða fjöl- þætt verkefni sem tilheyrir fyrri hluta aðgerðaráætlunar stjórnvalda er snýr að menntaúrræðum á svæðinu. Meðal þeirra verkefna sem styrkt eru nú eru fjölbreytt frístundanámskeið fyrir börn á grunnskólaaldri og námskeið í tölvuleikjagerð, jöklamennsku og útivist á vegum Keilis. Þá mun Mið- stöð símenntunar á Suðurnesjum bjóða upp á námskeið í valdeflingu kvenna, starfsþróun, styrkingu og handleiðslu, náms- og starfsráðgjöf og íslenskukennslu fyrir útlendinga. „Markmið okkar aðgerða er meðal annars að tryggja gott aðgengi að námi á öllum skólastigum á Suður- nesjum, að góð þjónusta sé við íbúa á svæðinu sem hafa annað móður- mál en íslensku og að ekki verði fall í þátttöku barna og ungmenna í frístundastarfi, tónlistarnámi og íþróttastarfi,“ sagði Lilja Alfreðs- dóttur mennta- og menningarmála- ráðherra. „Við eigum í góðu samstarfi við sveitarfélögin í þessu samhengi og fylgjumst vel með þróuninni á svæðinu.“ Gott samráð er einnig við aðra fræðsluaðila svo og Vinnumála- stofnun sem hefur yfirsýn yfir þróun atvinnumála á svæðinu og samsetn- ingu atvinnuleitenda. Fjölmennt lög- reglulið leysti ágreining Fjölmennt lögreglulið var kallað að strætisvagni við Krossmóa í Njarð- vík í síðustu viku. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á Suður- nesjum kom upp ágreiningur milli farþega og bílstjóra. Atvikið var minniháttar að sögn lög- reglu og var leyst á staðnum. Folfvöllur opnar senn í Vogum Nú eru framkvæmdir við Frisbígolfvöll, eða svk. Folfvöll, í Vogum langt komnar. Búið er að setja upp körfurnar en þær eru sjö talsins. Nú geta Vogabúar og aðrir farið að nota völlin til æfinga og keppni en á næstu dögum verður lokið við að merkja brautir og upphafsstaði og að því loknu verður völlurinn formlega tekinn í notkun. Anne Lise Jensen: „Mér finnst gaman að fara í ferða- lög, til dæmis í dagsferðir með nesti og teppi til að sitja á.“ Jóhann Guðbrandsson: „Í sumar hefði ég helst viljað fá að ferðast á heimaslóðum mínum í Strandasýslu.“ Karl Þorbergsson: „Að borða grillmat.“ Vilborg Guðný Óskarsdóttir: „Mér finnst gaman að heimsækja vini og ættingja. Fara í grasagarð- inn og svona.“ SPURNING VIKUNNAR Hvað finnst þér gaman að gera á sumrin? Aðgerðaáætlun á Suðurnesjum virkjuð Bæjarstjóri fær aðstoðarmann Frá vettvangi við Krossmóa í Njarðvík. VF-mynd: Hilmar Bragi 2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 4. júlí 2019 // 27. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.