Víkurfréttir - 04.07.2019, Page 4
SUNNUDAGA KL. 20:30
á Hringbraut og vf.is
SUÐUR MEÐ SJÓ og SUÐURNESJAMAGASÍN
má sjá á Hringbraut, vf.is og í kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ.
Allt efni þáttanna er einnig á Youtube- og Facebook-síðum Víkurfrétta.
Landnámsdýragarðinum í Reykjanesbæ hefur verið lokað þar sem eftir lifir
sumars. Dýrin hafa verið flutt annað. Dýragarðurinn var opnaður snemma
í maí og hefur verið opinn daglega þar til 22. júní sl. að honum var lokað.
Íbúar eru undrandi á þeirri ákvörðun
að loka dýragarðinum, sem hefur
verið vinsæll hjá yngstu kynslóðinni.
Það var þó ljóst þegar Reykjanesbær
opnaði garðinn í vor að dýragarðurinn
yrði aðeins opinn til 22. júní.
Víkurfréttir spurðust fyrir um
ástæður þess að dýragarðinum hafi
verið lokað.
„Undir lok síðasta árs stóð til að loka
Landnámsdýragarðinum. Hann hafði
fram til þessa árs verið rekinn með
fjármagni menningarmála, en menn-
ingaráð ákvað undir lok síðasta árs
að fjármagna reksturinn ekki lengur,
fannst hann ekki eiga heima undir
menningarmálum. Umhverfissvið
tók þá yfir reksturinn, en ljóst var
í upphafi að opnunartíma yrði að
stytta vegna rekstrarkostnaðar,“ segir
í skriflegu svari sem barst frá Reykja-
nesbæ við fyrirspurn blaðsins.
Allt að 300 ein-
staklingar sækja
um matarúthlutun
í Reykjanesbæ
Um 270-300 einstaklingar sækja um
matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp í
Reykjanesbæ í hverjum mánuði. Vel-
ferðarráð Reykjanesbæjar heimsótti
aðsetur Fjölskylduhjálpar Íslands
að Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ í
síðustu viku.
Anna Valdís Jónsdóttir, varaformaður
Fjölskylduhjálpar og umsjónarmaður
í Reykjanesbæ, tók á móti fulltrúum
velferðarráðs og sagði frá starfsem-
inni. Fjölskylduhjálp Íslands hefur
óskað eftir stuðningi Reykjanesbæjar
við neyðarsjóð en fram hefur komið
að Fjölskylduhjálp þurfi að hætta
úthlutunum yfir sumarmánuðina
vegna fjárskorts.
Gera tilraun
með hundagerði
í Grófinni
Hugmyndir að tilraunaverkefni um
hundgerði innan skilgreinds hafnar-
svæðis smábátahafnarinnar í Gróf
í Reykjanesbæ hafa verið kynntar
fyrir stjórn Reykjaneshafnar með
tölvupósti frá umhverfissviði
Reykjanesbæjar.
Þar er jafnframt óskað eftir heimild
Reykjaneshafnar fyrir þessari tilraun.
Lagt er til að Reykjaneshöfn samþykki
fyrir sitt leiti viðkomandi tilraunar-
verkefni.
Verkefnið var samþykkt með fjórum
atkvæðum en Sigurður Guðjónson
greiddi atkvæði á móti og lagði fram
eftirfarandi bókun: „Ég get ekki greitt
þessari staðsetningu atkvæði mitt því
ég tel að aðrar staðsetningar væru
heillavænlegri“.
Reykjanesbær og Suðurnesjabær framlengdu í vikunni þjónustusamning þar
sem Suðurnesjabær kaupir þjónustu af fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.
Um er að ræða skólaþjónustu og þjónustu henni tengdri. Samningurinn
gildir út skólaárið 2019-2020.
Samningur Reykjanesbæjar og Suður-
nesjabæjar nær til skólaþjónustu við
leik- og grunnskóla, skimana og ráð-
gjafa um íhlutun og kennslufræðilega
ráðgjöf vegna tvítyngdra nemenda.
Einnig eru í samningum ákvæði um
úrræði og fræðslu, endurmenntun
starfsfólks, faglegt samstarf stjórn-
enda, rekstrarráðgjöf og eftirlit með
gæðum þjónustu.
Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar
hefur á undanförnum misserum
þjónustað skólana í Garði og Sand-
gerði, nú Suðurnesjabæ. Ánægja er
með þjónustuna og verður henni því
haldið áfram enn um sinn.
Suðurnesjabær vinnur að því í samstarfi við Sveitarfélagið Voga að undirbúa
og byggja upp fræðsludeild til þjónustu við skólana í bæjarfélögunum. Þetta
kemur fram í pistli sem Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ,
skrifar á vef Suðurnesjabæjar.
Í síðustu viku undirrituðu bæjar-
stjórar Suðurnesjabæjar og Sveitar-
félagsins Voga samning um samstarf
sveitarfélaganna við uppbyggingu
og þróun fræðsludeildar, sem mun
veita grunn- og leikskólum sveitar-
félaganna faglega þjónustu.
Fræðsludeildin mun taka við þessu
verkefni þegar framangreindur þjón-
ustusamningur við Reykjanesbæ
rennur út.
„Það er ánægjulegt að eiga samstarf
við Sveitarfélagið Voga um þetta verk-
efni, en sveitarfélögin hafa um árabil
átt mjög gott samstarf um félags-
þjónustu við íbúa sveitarfélaganna,“
skrifar Magnús bæjarstjóri í pistli á
vef Suðurnesjabæjar.
Landnámsdýragarð-
inum lokað í sumar
Suðurnesjabær og Vogar í
samstarf um fræðslumál
Fræðsluskrifstofa Reykjanes-
bæjar þjónustar Suðurnesjabæ
Við undirritun samningsins.
Frá vinstri Guðrún
Björg Sigurðardóttir
sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Suðurnesjabæjar, Magnús
Stefánsson bæjarstjóri
Suðurnesjabæjar, Kjartan
Már Kjartansson bæjarstjóri
Reykjanesbæjar og Helgi
Arnarson sviðsstjóri
fræðslusviðs Reykjanesbæjar.
4 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 4. júlí 2019 // 27. tbl. // 40. árg.