Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2019, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 17.08.2019, Qupperneq 2
Veður Norðaustan og norðan 8-15 m/s, en hvassara í vindstrengjum suðaustanlands. Bjart að mestu sunnan heiða, en dálítil væta annars staðar. Talsverð rigning á Austurlandi seinnipartinn. SJÁ SÍÐU 42 Varðmenn loftslagsins Þau Elís Frank Stephen og Ida Karólína Harris hafa verið viðstödd öll loftslagsmótmæli í Reykjavík til þessa. Ida segir hina sænsku Gretu Thunberg vera þeim frábæra fyrirmynd og innblástur fyrir alla sem hafa áhuga á umhverfinu. Ný mótmælaspjöld þar sem vakin er athygli á örlögum jökulsins Oks voru kynnt til leiks er mótmælin héldu áfram á Austurvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI TRÚMÁL „Ég kem frá mjög trúuðu heimili, þar sem bænir og andans mál hafa alltaf verið sjálfsagður hluti af daglegu lífi,“ segir Björn Ingi Hrafnsson sem nýlega reisti lítið bænahús. „Ég hef reynt að til- einka mér mátt bænarinnar sjálfur á fullorðinsárum og sífellt meira.“ Bænahúsið stendur á jörðinni Másstöðum undir Akrafjalli sem Björn Ingi og foreldrar hans hafa byggt upp á undanförnum árum. Hann segir að staðurinn sé orðinn mikill griðastaður fjölskyldunnar. „Þarna ætla ég að búa í framtíð- inni, enda er einstakt að geta verið í jafn miklu návígi við náttúruna í algjörum friði frá þéttbýlinu, en samt aðeins spölkorn frá bæði Akranesi og sjálfri höfuðborginni.“ Björn Ingi segir húsið „athvarf þar sem hægt er að eiga kyrrðarstund með sjálfum sér og öðrum, hugleiða og biðja og rækta andann“. Hugmyndin að bænahúsinu kom frá móður Björns Inga. Hún hafði lengi átt þennan draum og ungur ákvað hann að láta drauminn ræt- ast. Fyrir nokkrum árum sá hann auglýsingu um nýtt smáhýsi á Bland en það var smíðað í hesthúsahverf- inu í Kópavogi. Hann keypti hýsið en fyrst núna gafst tækifæri til að koma því fyrir og innrétta í sam- ræmi við erindið. Björn Ingi segir yndislegt að taka þátt í þessu með foreldrum sínum og finna viðbrögðin frá fólki sem fylgst hefur með uppbyggingunni á samfélagsmiðlum. „Við vitum af mörgum fleirum sem ætla að gera slíkt hið sama og eiga sitt eigið bænahús, hvort sem er í sveitinni eða við sumarbústaði,“ segir hann. Nú þegar bænahúsið er fullgert stendur til að vígja það með form- legum hætti og mun prestur mæta til verksins á næstu dögum. „Mér finnst mikilvægt að tala opinskátt um trúna og vera stoltur af því að trúa á bænina og mátt hennar,“ segir Björn Ingi. „Það hefur kannski ekki verið mikið í tísku til skamms tíma, en ég held að það sé svolítið að breytast aftur. Áherslan á núvitund, íhugun og margvíslega hugleiðslu er auðvitað eitthvað sem bænin smellpassar inn í og við erum öll í amstri hversdagsins að leita að einhverjum innri friði og ró.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Björn Ingi reisti eigið bænahús við Akrafjall Björn Ingi Hrafnsson hefur reist bænahús á jörð fjölskyldunnar í Hvalfirði undir Akrafjalli. Í framtíðinni hyggst Björn Ingi búa á jörðinni. Er alinn upp á trúuðu heimili og segir eigið bænahús hafa lengi verið draum móður sinnar. Bænahúsið á Másstöðum undir Akrafjalli er fullgert og tilbúið til vígslu. Mér finnst mikil- vægt að tala opin- skátt um trúna og vera stoltur af því að trúa á bænina og mátt hennar. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans +PLÚS Millimál í fernu VÍTAMÍN & STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN FÓLK Már Guðmundsson seðla- bankastjóri, sem lætur af embætti í næstu viku eftir að hafa stýrt Seðla- banka Íslands í tíu ár, er að ganga frá samningum um tímabundið starf í Kúala Lúmpúr, höfuðborg Malasíu, fyrir samtök seðlabanka Suð-Aust- ur Asíu (SEACEN). Í Malasíu mun Már veita seðla- bönkunum einkum ráðgjöf við stefnumótun í tengslum við inn- f læðishöft, eða svokallað f jár- streymistæki, meðal annars í samskiptum við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn. Már greindi frá þessu, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins, í kveðjuhófi í Seðlabankanum í fyrradag. – hae Af Arnarhóli til Kúala Lúmpúr Már Guðmundsson. GRÆNLAND Hugmyndir Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að kaupa Grænland eru bæði heimskulegar og hlægilegar. Þetta sögðu viðmælendur grænlenska ríkisútvarpsins (KNR) í gær en The Wall Street Journal greindi upphaf- lega frá því að Trump hefði spurst fyrir um möguleikann í samtölum við aðstoðarmenn og ráðgjafa. Josef Joelsen sagði við KNR að hann gæti hreinlega ekki ímyndað sér að verða bandarískur ríkisborg- ari. „Mér finnst þetta heimskulegt og fáránlegt af því það er ekki hægt að kaupa landið okkar eða skella verðmiða á það.“ Mikael Ludvigsen tók í sama streng. Sagði Trump búa í drauma- veröld og vera ótrúlegan. „Hann hefur ekkert efni á þessu. Landið okkar er fokdýrt.“ Og Mike Thomsen var ómyrkur í máli. „Það er ekki hægt að kaupa bara land. Sama hversu mikið þú vilt borga, þá geturðu ekki átt það. Sama hvað því líður má spyrja sig um trúverðugleika þessa rusl- manns. Hann byggði ekki einu sinni vegginn sem hann lofaði. Hann er drasl.“ En það eru greinilega ekki allir á sama máli. Jensine Lerch sagðist vel geta séð fyrir sér að verða banda- rísk. „Kannski væri best ef Danir stjórnuðu ekki öllu. Ég held þetta yrði ágætt.“ – þea Bæði fáránlegt og heimskulegt Donald Trump vill að Bandaríkin eignist Grænland. NORDICPHOTOS/AFP 1 7 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :4 7 F B 0 9 6 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 9 -8 D F 8 2 3 9 9 -8 C B C 2 3 9 9 -8 B 8 0 2 3 9 9 -8 A 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.