Fréttablaðið - 17.08.2019, Side 8

Fréttablaðið - 17.08.2019, Side 8
E N N E M M / S ÍA / N M 9 5 1 1 4 H y u n d a i i2 0 a lm e n n 5 x 2 0 á g ú s t Hyundai | Kauptúni 1 | Sími 575 1200 | www.hyundai.is Nýr og spennandi Hyundai i20. Sýndu skynsemi. Veldu nýjan i20. Nýr i20 er fáanlegur með sjálfvirkri neyðarhemlun, akreinavara og sjálfvirkri hækkun og lækkun aðalljósa. Innréttingin hefur fengið nýtt og vandaðra yfirbragð, nýr 7" snertiskjár nýtir sér fullkomnustu margmiðlunartækni á borð við Apple CarPlay™ og Android Auto™. Verið velkomin að reynsluaka nýjum og glæsilegum Hyundai i20. Verð frá: 2.390.000 kr. Hyundai býður viðskiptavinum sínum upp á eina víðtækustu ábyrgð sem völ er á. Öllum Hyundai bílum fylgir 5 ára verksmiðjuábyrgð og ótakmarkaður akstur. OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 VIÐSKIPTI Skiptastjórar þrotabús WOW air telja mögulegt að upplýs- ingar og gögn sem kynnt voru fjár- festum í aðdraganda skuldabréfaút- boðsins í fyrrahaust hafi ekki gefið raunsanna mynd af rekstrinum. Þeir hafa lýst yfir riftun á greiðslu WOW til fjárfestingarfélags Skúla Mogensen og skoða einnig riftun á greiðslum til Arion banka og tveggja stærstu leigusalanna. Þetta kom fram á vel sóttum k röf u ha fa f u nd i þrot abú sins . Skipta stjórar greindu frá ýmsum atriðum er varða gjaldþrotaskiptin og kynntu niðurstöður skýrslu Delo- itte sem komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði verið ógjaldfært eigi síðar en um mitt ár 2018 og hugsan- lega fyrr. „Skiptastjórar telja vera til staðar vísbendingar um að upplýsingar og gögn um fjárhagsleg málefni félags- ins […] sem fjárfestakynning skulda- bréfaútboðsins byggði á, hafi verið ófullnægjandi og ekki gefið raun- sanna mynd af rekstri og efnahag WOW á þessum tíma,“ segir í skýrslu skiptastjóra. Riftanir vegna útboðsins Skiptastjórar WOW air hafa til skoðunar að rifta alls 20 milljóna dala greiðslum við þrjú fyrirtæki sem sjálf voru þátttakendur í útboð- inu, það er að segja Avolon, ALC og Arion banka. Fram kemur í skýrslunni að þeim fjármunum sem söfnuðust í útboð- inu hafi að mestu verið varið til uppgreiðslu gjaldfallinna krafna, eða rúmum 33 milljónum dala af þeim 50 milljónum sem voru til ráð- stöfunar eftir útboðið. „Þátttaka þessara kröfuhafa fól fremur í sér skuldbreytingu en ekki eiginlega fjárfestingu, með greiðslu nýs fjármagns til félagsins,“ segir í skýrslunni. Skúli Mogensen keypti sjálfur 10 prósent af heildarút- gáfunni og svo virðist sem þátttaka Skúla hafi verið að fullu fjármögnuð með lántöku frá Arion banka. Greiddi leigu fyrir íbúð Skúla Skiptastjórarnir hafa til skoðunar að krefjast endurgreiðslu á þeim kostnaði sem féll til vegna fast- eignar Skúla Mogensen í London. Samkvæmt skýrslu Deloitte eru líkur á því að greiðslur WOW air vegna leigu á íbúðinni hafi ekki ekki verið reistar á viðskiptalegum forsendum. Eitt af dótturfélögum WOW hafi verið WOW air Ltd á Englandi. Skúli Mogensen var upphaflegur eigandi þess félags en félagið var framselt til WOW í september 2018. Starfsemi félagsins fólst aðallega í leigu á íbúð í London. Deloitte telur að WOW air hafi greitt 37 milljónir vegna þessarar íbúðar frá 28. mars 2017 til úrskurðardags. Enginn samningur var hins vegar í gildi á milli WOW og WOW Ltd vegna íbúðarinnar og þá voru greiðslurnar ekki samþykktar í stjórn félagsins. Deloitte gerði athugasemdir við greiðslur WOW air til Títans, fjár- festingarfélags Skúla Mogensen, vegna sölu Títans á Cargo Express (CE) til WOW air um mitt síðasta ár. Samkvæmt ákvæðum kaup- samningsins átti WOW air að greiða Títan þá upphæð 30. apríl 2019. Sama dag og arðgreiðslan barst, 6. febrúar 2019, greiddi WOW sömu fjárhæð til Títans, tæplega 3 mán- uðum fyrir umsaminn gjalddaga og 7 vikum fyrir gjaldþrot. Þrota- búið hefur lýst yfir riftun á þess- ari greiðslu en Títan hefur hafnað riftuninni. Þá hafa skiptastjórar til skoðunar ýmis önnur viðskipti milli WOW air og Títans, þar á meðal háar þókn- anir sem WOW greiddi Títan fyrir kauprétti að flugvélum. 1,1 milljarðs endurheimtur Við gjaldþrot WOW air námu lausar innistæður á óveðsettum banka- reikningi félagsins um þremur milljónum króna en eftir innheimtu krafna nemur upphæðin 1,1 millj- arði. Um er að ræða kröfur vegna sölu á losunarheimildum, afgreiðslutíma á Gatwick, og tryggingar vegna inn- kaupa félagsins auk sölu á ýmsum lausafjármunum. thorsteinn@frettabladid.is Gáfu ranga mynd af rekstri WOW air Þorsteinn Einarsson og Sveinn Andri Sveinsson skiptastjórar á kröfuhafafundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Skiptastjórar WOW air  telja möguleika á að ekki hafi verið dregin upp rétt mynd af fjár- hag flugfélagsins fyrir skuldabréfaútboð- ið haustið 2018. Félagið hafi verið ógjaldfært.  1 7 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :4 7 F B 0 9 6 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 9 -B 0 8 8 2 3 9 9 -A F 4 C 2 3 9 9 -A E 1 0 2 3 9 9 -A C D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.