Fréttablaðið - 17.08.2019, Síða 38

Fréttablaðið - 17.08.2019, Síða 38
 Helstu verkefni eru: • Að skipuleggja og stjórna starfsemi Jarðhitaskólans, og vera orkumálastjóra og stjórn skólans til ráðgjafar í samræmi við samstarfssamning Íslands við þá alþjóðlegu stofnun, sem skólinn verður tengdur í framtíðinni. • Að vinna með systurstofnunum sínum á Íslandi (Sjávarútvegsskólanum, Landgræðsluskólanum og Jafnréttisskólanum), og styðja við myndun og starfsemi þeirrar stofnunar, sem er ætlað að verða sameiginlegur tengiliður skólanna á Íslandi við þessa alþjóðlegu stofnun og utanríkisráðuneytið. • Að bera ábyrgð á vali nemenda í jarðhitafræðum frá þróunarlöndum, í 6-mánaða þjálfun eða akademískt nám á Íslandi, og jafnframt efla eða koma á laggirnar samvinnu við viðeigandi stofnanir eða samstarfsaðila í þessum löndum. • Að bera ábyrgð á námskeiðum eða ráðstefnum sem skólinn stendur fyrir eða styður og haldin eru erlendis. • Að tryggja akademíska og hágæða stjórnun á starfsemi skólans, ekki síst í kennslu, þjálfun og ritgerðarvinnu nemenda. • Að vera ábyrgur fyrir skipulagningu, fjárhagsáætlun og rekstri skólans. Upplýsingar um Jarðhitaskólann má finna á vefsíðu hans (www.unugtp.is). Frekari upplýsingar veita orkumálastjóri og stjórnarformaður Jarðhitaskólans, Dr. Guðni A. Jóhannesson, eða núverandi forstöðumaður, Lúðvík S. Georgsson. Grunnhæfniskröfur: • Doktors- eða meistaragráða í jarðvísindum eða verkfræði. • Umtalsverð reynsla af jarðhitarannsóknum eða við þróun jarðhitanýtingar. • Reynsla í kennslu og leiðbeiningarstörfum nemenda á háskólastigi. • Góð kunnátta í enskri tungu, en starfsemi skólans fer að mestu fram á ensku. • Reynsla af störfum á alþjóða vettvangi. • Hæfni í mannlegum samskiptum. Laun greiðast samkvæmt samningi milli fjármálaráðuneytis og viðeigandi stéttarfélags. Skrifleg umsókn ásamt fylgiskjölum skal berast Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík, eða á tölvupóstfangið ods@os.is, eigi síðar en 2. september, 2019. Orkumálastjóri Forstöðumaður Jarðhitaskólans Orkustofnun auglýsir stöðu forstöðumanns Jarðhitaskólans (JHS) lausa til umsóknar. Orkugarður Grensásvegi 9 108 Reykjavík www.os.is Jarðhitaskólinn hefur almennt gengið undir nafninu Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna, og starfar undir því heiti til ársloka 2019. Frá upphafi árs 2020 er gert ráð fyrir tengslum og samvinnu við aðra alþjóðlega stofnun. Nýtt fólk Tilkynningar um nýtt fólk Atvinnublað Fréttablaðsins kemur út á laugardögum í viku hverri. Umsjónarmaður blaðsins er Hrannar Helgason. Blaðið birtir valdar greinar um ráðningu nýrra starfsmanna. Sendið til- kynningar ásamt mynd af viðkomandi á netfangið: nyttfolk@frettabladid.is Kristinn Haukur Guðnason til Fréttablaðsins Skúli Valberg nýr fram- kvæmdastjóri Kolibri Kristinn Haukur Guðnason hefur verið ráðinn sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu og hóf störf þann 1. júlí. Hann skrifar bæði í fréttahluta blaðsins og helgarefni. Síðastliðin tvö ár hefur Kristinn starfað sem blaðamaður hjá DV. Frá haustinu 2018 var hann frétta- stjóri helgarblaðsins. Þar áður var Kristinn pistlahöfundur hjá Kjarn- anum frá stofnun miðilsins árið 2013. Kristinn er 38 ára gamall og sagnfræðingur að mennt. Nam hann miðaldasögu við Háskóla Íslands og Edinborg- arháskóla. Eru það einkum hinar myrku hliðar sögunnar þar sem áhuginn liggur. Kristinn er búsettur í Hafnarfirði, er giftur og á tvær dætur. Hann er mikill grúskari og ólæknanlegur nörd. Áhugamálin eru borðspil, kvikmyndir, tónlist, íþróttir, stjórnmál, þjóðfélagsmál og saga. Kristinn er mikill dýra- vinur og hafa þau ófá dvalið á heimilinu, úr hinum ýmsu ættkvíslum fánunnar. Skúli Valberg Ólafsson, núverandi formaður stjórnar Kolibri, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri félagsins. Hann tekur við starfinu 1. september nk. Skúli býr yfir mikilli reynslu af störfum í upplýsingatækni, fjármál- um og nýsköpun. Hann hefur meðal annars starfað sem stjórnandi hjá EJS, Oz.Com, Straumi-Burðarási, Raiffeisen Bank í Austurríki, Beringer Finance og Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð. Þá hefur Skúli verið ráðgjafi fjölda fyrir- tækja í breytingarferlum, fjármögnun og nýsköpun. Skúli hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, bæði á Íslandi og erlendis, og má þar nefna CCP, Opin Kerfi Group, Klakka, Símann, Skipti, Florealis og RIFF. Skúli er með gráðu í iðnaðar- og kerfisverkfræði frá Uni- versity of Florida og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykja- vík. Þá leggur hann stund á framhaldsnám í stafrænum viðskiptum. Kolibri er hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtæki sem hand- leiðir og þjálfar fyrirtæki og stofnanir í þróun og innleið- ingu á stafrænum lausnum með framsæknum aðferðum og inngripum í rekstur og ferla. Hjá Kolibri starfa 30 manns. Eggert til Samstarfs- vettvangs um loftslagsmál Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðu-maður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. Starfsferill Eggerts nær til stóriðju, sjávarútvegs, hátækni, verslunar, og menningarstarfsemi. Eggert stýrði um 10 ára skeið tveimur af stærstu fyrirtækjum lands- ins, N1 hf. frá árinu 2012 til 2015 og HB Granda hf. frá árinu 2005 til 2012. Nú síðast gegndi hann forstjórastöðu fyrir nýsköpunarfyrirtækið eTactica sem starfar á sviði raforkueftirlitskerfa. Eggert hefur verið formaður stjórnar Borgarleikhússins frá árinu 2017 og stjórnarformaður Hótel Holts frá árinu 2015. Þá hefur hann setið í stjórn Viðskiptaráðs Íslands frá árinu 2010, þar af varaformaður frá árinu 2010 til 2014. Hann var stjórnarmaður Íslandsstofu á árunum 2010 til 2013 og Háskólans í Reykjavík á árunum 2006-2010. Eggert er rafmagnsverkfræðingur að mennt frá Háskól- anum í Karlsruhe í Þýskalandi. Hann lauk MBA-gráðu frá IESE-viðskiptaskóla Háskólans í Navarra 1997 og AMP- gráðu frá sama skóla 2012. 6 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 7 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 7 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :4 7 F B 0 9 6 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 9 -D 3 1 8 2 3 9 9 -D 1 D C 2 3 9 9 -D 0 A 0 2 3 9 9 -C F 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.