Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2019, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 17.08.2019, Qupperneq 84
Sláturtíð er ný skáldsaga eftir Gunnar Theodór Eggertsson. Þetta er fyrsta skáldsaga hans fyrir full- orðna en hann hefur áður sent frá sér bækur fyrir börn og ungl- inga, meðal annars Steindýrin og Drauga-Dísu. Skáldsagan hefst á tilvitnun í Tryggva Gunnarsson, dýravin og alþingismann: „Mennirnir gætu lært af fuglunum og dýrunum, sem þeir kalla skynlaus, en þeir eru svo hrokafullir, að þeir þykjast vera vaxnir upp úr því, og séu settir til að drottna yfir fuglunum og öllum dýrum jarðarinnar.“ Gunnar segir að skáldsagan hafi verið skrifuð samhliða doktors- verkefni hans um bókmenntir og dýrasiðfræði. „Í rannsóknarferlinu var svo margt sem mig langaði til að tala um og fjalla um og margar þversagnir sem mér fannst spenn- andi, en þær hentuðu ekki í fræði- lega ritgerð en smellpössuðu í skáldskap. Ég vissi að ég gæti farið allt aðrar leiðir í skáldskap en í fræðimennsku, þar sem þarf að hafa fræðilega fjarlægð og hlutleysi í hávegum.“ Dýrelskir nýnasistar Söguþráður bókarinnar er í mjög stuttu máli á þennan veg: Kvik- myndagerðarmaðurinn Ásbjörn Axel leitar uppi íslenska baráttu- konu fyrir réttindum dýra sem sat í fangelsi fyrir skemmdarverk. Á þessari leið sinni kynnist hann ansi litríkum einstaklingum sem berjast fyrir réttindum dýra. „Það eru alls konar persónur í þessari bók og aðgerðasinnar sem ganga mislangt,“ segir Gunnar. „Ég ferð- aðist um Holland, þar sem ég bjó um hríð þegar ég var í mastersnámi, ákvað að kynnast aðgerðasinnum og fara á mótmæli. Ég var þarna í tvo mánuði og hitti alls konar fólk og spjallaði við það. Margt í þessari ferð nýttist við gerð þessarar bókar. Það voru ákveðnir aðgerðasinnar sem ég heyrði af sem mér var ráðlagt að hitta ekki. Þetta voru nýnasistar, sem voru farnir að taka upp málstað dýra, sem er mjög undarleg blanda. Ég þorði ekki að hitta þá og sá eftir því þangað til ég byrjaði að skrifa þessa bók. Þá hugsaði ég: Nú er ég alvaldur sem höfundur og get látið persónuna mína hitta þá.“ Forðaðist predikunartón Gunnar hefur brennandi áhuga á dýravernd og dýrasiðfræði og vitanlega leggur hann sér ekki dýr til munns. „Ég hef mikinn áhuga á þessum málum og að einhverju leyti er bókin hugsuð til að kveikja alls konar tengingar og skapa umræðu, en fyrst og fremst er hún skrifuð til að skemmta. Hún á að vera lifandi og skemmtileg, dálítið ævintýraleg og er sett upp sem ferðasaga. Hún fer mjög víða og í henni eru ákveðn- ar ýkjur. Ég vandaði mig mjög við að forðast allan predikunartón, en auðvitað er það kærkomin viðbót ef lesandinn veltir fyrir sér sambandi mannfólks við dýrin.“ Skáldsaga sem er skrifuð til að skemmta HÚN Á AÐ VERA LIFANDI OG SKEMMTI- LEG, DÁLÍTIÐ ÆVINTÝRALEG OG ER SETT UPP SEM FERÐASAGA. Gunnar Theodór Eggertsson sendir frá sér skáldsöguna Sláturtíð sem var skrif- uð samhliða doktorsverkefni hans. Gunnar Theodór er hér í Alþingisgarðinum við minnisvarða um Tryggva Gunnarsson sem er grafinn þar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Um 12.000m² af fasteignum er að ræða sem að stórum hluta hýsir starfsemi Heklu hf. Eignamiðlun kynnir til sölu fasteignir Heklu við Laugaveg 168-174. Guðlaugur Ingi Guðlaugsson Löggiltur fasteignasali Sími 864 5464 gudlaugur@eignamidlun.is NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR Óskað er eftir tilboðum. 1 7 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 7 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :4 7 F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 9 -9 2 E 8 2 3 9 9 -9 1 A C 2 3 9 9 -9 0 7 0 2 3 9 9 -8 F 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.