Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Qupperneq 1
>> 20>> 17 >> 12 FRÉTTIR Vestmannaeyjum 28. nóvember 2012 39. árg. :: 48. tbl. Verð kr. 350 Sími 481-1300 www.eyjafrettir.isE Y JA GÆSHÚÐ OG TÁR Á HVARMI ÁRSHÁTÍÐ GRV HANNES LÓÐS Á mánudaginn voru Guðlaugur Ólafs - son og Steinar Magnússon, skipstjórar á Herjólfi, Sigurður Áss Grétarsson frá Siglingastofnun og Jóhannes Jó - hann esson skipaverkfræðingur í sigl - ingahermi í Danmörku þar sem reynt er að líkja eftir aðstæðum í Landeyja - höfn eins og kostur er. Verkefni þetta er á vegum stýrihóps um nýsmíði Herj ólfs. Er þetta einkum gert með nýjan Herjólf í huga en Guðlaugur segir að reynslan í herminum geti nýst þeim við núverandi aðstæður. Guðlaugur var nýlentur í Keflavík þegar Eyjafréttir höfðu samband við hann síðdegis í gær. Áttu þeir að koma heim á mánudaginn en vildu vera í herminum allan daginn. „Það var ekkert nema jákvætt við þetta en tíminn fór m.a. í að stilla herminn af þannig að hann sé sem næst þeim aðstæðum sem eru í Landeyjahöfn. Það gerðum við með því að setja upp núverandi Herjólf og að við Steinar sigldum inn og út úr höfninni. Við förum aftur út eftir hálfan mánuð og þá verður prófað með fjórum teg - undum af skipum, til að reyna að sjá hvaða skrokklag hentar Landeyja höfn best,“ sagði Guðlaugur. „Bæði og,“ var svarið þegar hann var spurður að því hvort þetta nýttist þeim á Herjólfi í dag. „Við fórum inn í aðstæðum sem við hefðum aldrei gert í raunveruleikanum, rúmlega 20 m vindi, sjö mílna straumi og 3,5 m ölduhæð. Það munum við aldrei gera, allavega ekki á þessum Herjólfi. Eftir þetta munum við leggja til að skip- stjórar á Herjólfi, bæði vanir og nýir, fari í herminn einu sinni á ári. Hvort þetta verður til þess að við munum breyta því hvernig við förum inn í Landeyjahöfn er erfitt að segja til um. En þetta var það raunverulegt það við fundum fyrir sjóveiki, bæði ég og Steinar, við verstu aðstæður“ sagði Guðlaugur. Hermirinn er hjá fyrirtækinu Force, sem er rétt hjá Lyngby og sagði Guðlaugur fyrirtækið sérhæfa sig í gerð herma af öllum gerðum. „Það góða við tölvurnar er að þú getur byrjað upp á nýtt þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þetta er mjög flott hjá Dön - unum. Maður er með 360° útsýni og hreyfingin er bara í auganu, það er að segja þér finnst allt vera á hreyfingu eins og í skipi en raunverulega er bara myndin að hreyfast, ekki skipið sjálft. Ef keypt er ný ferja í Danmörku er byrjað á að setja skipstjórnarmenn í siglingahermi þar sem þeir fá að æfa sig. Ég tel að þetta nýtist öllum þeim sem vinna við að sigla Herjólfi að fá tækifæri til að prufa mismunandi hluti og útfærslur og sjá sjálfir hvað virkar best. Allir flugmenn eru sendir í hermi reglulega og það er ekki gert að ástæðulausu. Auðvitað er aldrei alveg hægt að hafa þetta eins og í raun- veruleikanum en nokkuð nálægt því,“ sagði Guðlaugur Ólafsson. Skipstjórar Herjólfs í siglingahermi í Danmörku: Svo raunverulegt, að þeir fundu fyrir sjóveiki :: Erfitt að segja til um hvort þetta breyti því hvernig við förum inn í Landeyjahöfn :: Munu leggja til að skipstjórar á Herjólfi fari í herminn einu sinni á ári Stúdentsefnin Útskriftarnemar Framhaldsskóla Vestmannaeyja dimmiteruðu í síðustu viku. Eins og venjulega komu stúdentsefnin við á ritstjórn Eyjafrétta og var myndin tekin við það tækifæri. Nú er hefðbundnu skólastarfi að ljúka á haustönn en fyrsti prófdagur í skólanum er á föstudag. Prófum lýkur svo 11. desember. Sparisjóður - inn fagnar 70 ára afmæli Næstkomandi mánudag, 3. desember, verður Sparisjóður Vestmannaeyja 70 ára. Af því tilefni býður Spari sjóður - inn öllum bæjarbúum að þiggja veitingar í afgreiðslusal sjóðsins að Bárustíg. Á Heimaslóð.is kemur fram að á þessum degi, 3. desember 1942, hafi Stjórnarráð Íslands stað - fest samþykktir fyrir Sparisjóðinn. Reyndar var starfræktur hér spari - sjóður á árunum 1893-1920 en engin bein tengsl eru á milli þeirra stofn - ana. ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrettir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.