Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Síða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Síða 19
Eyjafréttir / Miðvikudagur 28. nóvember 2012 19 ° ° „Stefnum hærra saman“ - Um Íþróttaakademíu ÍBV og GRV Þróunarverkefni um Íþróttaaka demíu GRV og ÍBV var sett á stofn á vorönn 2012. Starfshópur um verkefnið var settur á laggirnar þar sem komu að fulltrúar Vestmanna - eyjabæjar, sem hafði frumkvæði að verkefninu, fulltrúar frá ÍBV íþróttafélagi og fulltrúar Grunnskóla Vestmannaeyja. Hópurinn lagði línurnar og kom með tillögur um helstu markmið verkefnisins þar sem lögð var áhersla á formlegra og betra samstarf milli GRV og ÍBV- íþróttafélags, jákvæðni og aukinn skilning á áherslum og starfi hvors aðila fyrir sig, ásamt gagnkvæmum stuðningi þar á milli. Markmið verkefnisins voru þessi helst: a. Efla áhuga, metnað og árangur ungra íþróttamanna í námi og íþróttum. b. Draga úr brottfalli úr íþróttum á viðkvæmum aldri. c. Draga úr vímuefnaneyslu unglinga. d. Fylgja eftir skóla-, æskulýðs-, og íþróttastefnu sveitarfélagsins e. Koma á formlegra samstarfi milli GRV og ÍBV-íþróttafélags. f. Auka þjónustu við afreksfólk og hvetja nemendur til að tileinka sér hugmyndafræði íþrótta í námi og hugmyndafræði náms í íþróttum. Nemendurnir, sem voru með íþróttir sem val í grunnskólanum, gátu tekið þátt í Akademíunni. Þeir tóku þátt í tækniæfingum í hand- og fótbolta, auk styrktaræfinga sem einn ig voru í boði fyrir nemendur sem stunduðu aðrar íþróttagreinar. Jafnframt sátu þeir fyrirlestra um mikilvæg málefni sem sneru að verk efn unum sem þeir voru að vinna. Má þar nefna leiðsögn frá næringarráðgjafa um matarræði og frá íþrótta sálfræðingi um hugar- far og framkomu o.fl. Nemendur Akademíunnar skrifuðu undir lífs - stílssamning þar sem þeir hétu að neyta ekki vímuefna af nokkurri tegund og að leggja sig fram og gera sitt besta í öllu er snýr að grunn - skólanáminu. Áhersla var einnig lögð á að þeir ættu að sýna kennur - um, þjálfurun og samnemendum sínum virðingu og vera góðar fyrir - myndir fyrir félaga sína í skólan um, bæði yngri sem eldri. Gerðar eru kröfur til að framkoma þeirra sé ávallt til fyrirmyndar bæði innan skóla sem utan í íþróttaferðalögum sem annars staðar. Skemmst er frá því að segja að árangur verkefn isins fór fram úr helstu vonum og ávinn - ingur þeirra 37 nemenda úr 9. og 10. bekk, sem tóku þátt í aka demíunni á vorönn, var mikill að mati þeirra sem að verkefninu stóðu. Íþróttaakademía ÍBV og GRV fór vel af stað og hefur fengið góðan byr. Verkefninu var haldið áfram og núna, á haustönn 2012, er 31 nem andi í akademíunni. Þeir þurfa að hafa talsverðan sjálfsaga því þeir þurfa að vakna snemma á morgn ana til að sækja íþróttaæfingar og leggja harðar að sér í námi en áður. Samstarfið milli kennara og þjálfara nem - endanna hefur verið með ágæt um þar sem þeir hafa stutt hver annan með hvatningu og aðhaldi til nemendanna sem vita að þeir þurfa að standa við þau heit sem þeir hafa gefið. Við viljum óska þeim sem að þessu verkefni standa, kennurum, þjálf - urum, nemendum sem taka þátt og foreldrum þeirra, innilega til ham - ingu með árangurinn. Við teljum að Íþróttaakademía GRV og ÍBV sé komin til að vera og eigi eftir að skila Vestmannaeyjum betri íþrótta - mönnum og þá ekki síður betri nemendum sem hafa lært að til að ná árangri þarf að leggja sig fram og sýna sjálfsaga. Stíll 2012 fór fram í Hörpu á laug ardaginn en það er keppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Hver félagsmiðstöð má senda eitt lið til keppninnar og í hverju liði mega vera 2-4 ein- staklingar, þar af eitt módel. Keppt hefur verið í Stíl undir for- merkjum Samfés og ÍTK frá því á árinu 2000 en löng hefð hefur verið í Kópavogi fyrir sambæri- legri keppni. Rauðagerði í Vest- mannaeyjum átti að sjálfsögðu sína fulltrúa í ár eins og undan- farin ár en fulltrúi þess er valinn í undankeppni hér í Eyjum. Að þessu sinni voru það þær Ingi - björg Birta Jónsdóttir og Val - björg Rúna Björgvinsdóttir sem voru fulltrúar Rauðagerðis í Stíl og gerðu þær sér lítið fyrir og báru sigur úr býtum. „Stíll er frábær vettvangur til að koma sér á framfæri í hönnunar- bransanum og að hitta aðra með sama áhugamál,“ sagði Valbjörg Rúna þegar stelpurnar voru spurðar um hvað Stíll snerist og Ingibjörg Birta bætti við: „Þetta er tækifæri fyrir krakka til að missa sig alveg í hugmyndavinnu og sköpunargleði. Þemað í ár var framtíð og völdum við að vinna með náttúru og tækni í framtíðinni, aðrir völdu að vinna með ákveðið ár.“ En þær stelpurnar eru ekki alveg að stíga sín fyrstu spor í þessu, Ingibjörg Birta hefur tekið þátt í undankeppninni einu sinni áður og Valbjörg Rúna hefur tekið þátt í öll skiptin „ Ég ætlaði ekkert að vera með í ár en Ingibjörg suðaði í mér þangað til ég gafst upp og sló til,“ sagði Valbjörg Rúna og Ingibjörg Birta bætti um betur: „Ég var ákveðin að taka þátt núna og varð að finna einhvern með mér því maður má ekki vera einn og mér datt Valbjörg strax í hug.“ Sam- starfið hjá þeim stöllum gekk snurðulaust fyrir sig og skiptu þær verkum nokkuð jafnt á milli sín. „Við skiptum þessu bara eftir því hvað hvor gat gert betur. Eins og með blómin, Valbjörg kunni ekki að gera þau þannig að ég gerði þau bara á meðan hún saumaði kjólinn,“ sagði Ingibjörg Birta og Valbjörg bætti við: „ Eins og í keppninni sjálfri höfðum við bara tvo tíma til að gera hana klára, þannig að ég farðaði hana á meðan hún greiddi hárið.“ Stelpurnar voru að vonum mjög ánægðar með árangurinn og mæla eindregið með því að krakkar taki þátt í Stíl því það er svo margt sem hægt er að læra af svona keppni. „Stíll snýst líka mjög mikið um að taka ákvarðanir, þú ert með einhverja hugmynd og þarft að koma henni í framkvæmd. Ef það tekst ekki á einn hátt verðurðu að reyna annan.“ Glæsilegur árangur hjá þessum efnilegu 15 ára fatahönnuðum, en þetta er síðasta skiptið sem þær geta tekið þátt í Stíl. En eru þær þá hættar að hanna föt? „Ég er að spá í að læra tískuljósmyndun eða svona stíliseringu og hef verið að skoða Body paint skóla út í Noregi.“ sagði Valbjörg Rúna um framtíðaráformin en Ingibjörg Birta stefnir á fata - hönnun. „Mig hefur alltaf langað að hanna föt eða allavegana eitthvað tengt þessu, kannski bara förðun.“ Stúlkurnar vildu að lokum nota tækifærið og þakka Siggu Ingu á Rauðagerði fyrir aðstoðina og for - eldrum sínum kærlega fyrir stuðn - inginn. Efnilegar stúlkur þarna á ferð sem eiga framtíðina fyrir sér. Ókeypis töfranám - skeið Einar Mikael, töframaður, verður með töfranámskeið og kynningu á nýja töfradisknum sínum í Ey- mundsson á morgun, fimmtudag klukkan 16:30. Allir þátttakendur fá frítt töfradót að gjöf í lok nám - skeiðsins en frítt er á það. „Mig langar að byrja á því að þakka öllum sem komu á sýninguna í Höllinni núna síðast. Þetta var al- gjörlega ógleymanlegt kvöld,“ sagði Einar Mikael í samtali við Eyjafréttir. „Núna er ég á leiðinni til Eyja með eitt vinsælasta nám - skeið Íslands í töfrabrögðum. Ég hef kennt yfir 4.000 krökkum að galdra og það hefur slegið öll að - sóknarmet úti um allt land. Námskeiðið er einn og hálfur tími að lengd en þar læra krakkarnir spennandi og skemmtileg brögð og síðan er stutt sýning og myndataka með alvöru Hogwartstöfradúfum. Ég finn fyrir miklum töfraáhuga í Eyjum og langaði að gefa eitthvað til baka eftir frábærar viðtökur þegar ég hef komið fram. Þess vegna hef ég, í samstarfi við Ey- mundsson, frítt á námskeiðið svo lengi sem húsrúm leyfir. Auðvitað eru allir velkomnir og ég hlakka til að sjá sem flesta.“ Ármann mættur með 12. Vinjettubókina: Ávöxtunarkvöld í Vinaminni Á fimmtudagskvöldið þann 29. nóvember kl. 21.00 les Ármann Reynisson upp úr nýrri sjálfsævi - sögulegri bók sinni. Það eru sögur frá viðskiptatímabilinu í lífi hans á níunda áratug 20. aldar sem vakti mikla athygli í landinu og gerir enn, ekki síst eftir bankahrunið. Nú sjá flestir það mál í nýju ljósi. Þá er einnig boðið upp á hljóð - færaslátt og söng. Allir eru vel - komnir að njóta kvöldsins og hafa það huggu legt. Aðgangur er ókeypis. Í byrjun níunda áratugar 20. aldar kemur Ármann Reynisson heim úr viðskiptanámi sínu í Lundúnum. Hann stofnar verðbréfafyrirtækið Ávöxtun í vanþróuðu fjármála - umhverfi, áratugum á eftir öðrum vestrænum löndum og það auk þess fjandsamlegt frumkvöðlum á því sviði. Fyrirtækið brýtur blað í viðskiptasögunni m.a. hvað snertir ávöxtun fjármuna og fjárfestinga. Í vinjettum XII segir höfundurinn frá þessu magnþrungna tímabili í lífi sínu í 43 sögum af yfirvegun og bestu samvisku. Hann leiðir les - andann gegnum tímabilið, allt frá stofnun Ávöxtunar, uppgangi og blómatíma fyrirtækisins, selskapslífi á heimili sínu sem þykir ekki síður nýlunda og segir einnig frá opinberu lífi þessa tíma. Þá fjallar höfundurinn um Ávöxtunarhrunið og alræmt „opinbert einelti“ sem fyrirtækið verður fyrir frá stofnun þess en bein- ist síðan að Ármanni persónulega í áraraðir eftir fall Ávöxtunar. Ávöxtunarvinjetturnar eru til um - hugsunar eftir að stjórnkerfi sömu afla og gera hryðjuverkaárás á verðbréfafyrirtækið, rústar fjárhag þjóðarinnar tuttugu árum síðar, með ömurlegum afleiðingum fyrir land og þjóð. Pöntun sendist á netfangið: armann@centrum.is ásamt nafni, heimilisfangi og kennitölu viðkom - andi. Verð bókarinnar, sem er í hágæða útgáfu og samanstendur af 43 sögum sem hver um sig er bæði á íslensku og ensku, er kr. 6900, sendingarkostnaður er innifalinn. Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi Vestmannaeyjabæjar Fanney Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja Þeir þurfa að hafa talsverðan sjálfsaga því þeir þurfa að vakna snemma á morgn ana til að sækja íþróttaæfing - ar og leggja harðar að sér í námi en áður. ” SÆÞÓR ÞORBJARNARSON sathor@eyjafrettir. is Ingibjörg Birta Jónsdóttir og Valbjörg Rúna Björgvinsdóttir sigurvegarar Stíls 2012: Tækifæri til missa sig í sköpunargleði Valbjörg Rúna og Ingibjörg Birta, sigurvegarar Stíls 2012.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.