Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Síða 6
6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 28. nóvember 2012
°
°
Kvenfélag
Landakirkju:
Aðventu -
kaffið á
sunnudag
Kvenfélag Landakirkju býður upp á
sitt árlega aðventukaffi 1. sunnudag
í aðventu kl.15:00 eða strax að
lokinni guðsþjónustu á sunnudaginn
kemur, 2. desember.
Auk þess að bjóða upp á heitar
vöfflur með rjóma og heitt súkku-
laði verður hlutavelta, happdrætti
og basar. Margt góðra muna og
gjafakorta frá fyrirtækjum og ein-
staklingum í Eyjum verður í vinn -
ing. Á basarnum í ár er lögð áhersla
á smákökur, brauð, kökubotna og
heita brauðrétti. Einnig verðum við
með til sölu ljóðabók með ljóðum
sr. Þorsteins Lúthers, fallega handa -
vinnu frá eldri borgurum og margt
fleira – sjón er sögu ríkari.
Áhersla kvenfélagsins er að hlúa
að kirkju sinni og umhverfi hennar,
styrkja Hraunbúðir, sjúkrahúsið og
einstaklinga í bænum. Allur ágóði
þessa dags rennur í áðurnefnd
verkefni og þá sérstaklega styrkir til
einstaklinga núna í desember.
Kvenfélagið vonast til að íbúar
gefi sér tíma til að kíkja í Safnaðar -
heimilið á sunnudaginn.
Fréttatilkynning.
Nú á dögunum tóku Kiwanisklúbb -
urinn Helgafell og Slysavarna -
deildin Eykyndill sig saman og
styrktu Björgunarfélag Vestman-
naeyja til kaupa á hitamyndavél að
verðmæti 2,8 m.kr. sem verður sett í
björgunarbátinn Þór. Myndavél af
þessari tegund kemur sér mjög vel
þegar leita þarf að fólki sem fallið
hefur í sjóinn og er því mikilvægt
að björgunarbátur í sjávarbyggð,
eins og Vestmannaeyjar eru, hafi
slíkan búnað. Einnig gerir þetta
tæki Björgunarfélaginu kleift að
sigla með sjúklinga í Landeyjahöfn
í myrkri, eitthvað sem var erfitt
áður fyrr. Slysavarnadeildin Ey -
kyndill og Kiwanisklúbburinn
Helgafell eru mjög stolt af því að
geta styrkt Björgungarfélag Vest-
mannaeyja með svo myndarlegum
hætti enda vinna félagar í Björgun -
arfélaginu mikið og fórnfúst starf til
að tryggja öryggi íbúa í Vestmanna -
eyjum. Kiwanisklúbburinn
Helgafell og Slysavarnadeildin
Eykyndill hafa það að markmiði að
safna fjármunum til að styrkja góð
málefni í sinni heimabyggð.
Á næstu dögum munu Kiwanis-
menn ganga í hús og selja hið ár-
lega jólasælgæti Kiwanismanna.
Það er von þeirra að vel verði tekið
á móti þeim enda rennur ágóði
sölunnar óskiptur til góðgerðar-
mála.
Leikfélag Vestmannaeyja frum-
sýnir á laugardaginn jólaleikritið
Allra, allra langbesta jólaleikrit
allra tíma. Æfingar hafa staðið
yfir síðustu vikur en leikstjóri er
Þröstur Guðbjartsson sem hefur
áður starfað með Leikfélaginu.
Í stuttu máli fjallar leikritið um
fjóra nemendur í grunnskóla sem
þekkja ekki hinn raunverulega
boðskap jólanna. Þau fá hins vegar
það verkefni að setja upp jólaleikrit
á jólaskemmtun skólans og við
undirbúning leikritsins gerast
óvæntir atburðir. Þar koma m.a. við
sögu 14. jólasveinninn, jólaköttur -
inn, álfar, tröll og fleiri. Allra, allra
langbesta jólaleikrit allra tíma er
sannkallað fjölskylduleikrit þar sem
kynslóðirnar geta skemmt sér
saman.
Önnur sýning verður svo strax á
sunnudaginn og halda sýningar svo
áfram næstu helgar fram að jólum.
Með aðalhlutverk í leikritinu fara
fjórir ungir krakkar, þau Ólafur Ingi
Sigurðsson, Erna Scheving, Berg -
lind Sigmarsdóttir og Sigmar Snær
Sigurðarson. Þau er misvön því að
koma fram en öll hafa þau komið
fram áður á fjölum Leikfélagsins
fyrir utan Sigmar Snæ sem stígur
nú sín fyrstu skref í leikhús-
heiminum. „Ég lenti óvart hérna, ég
ætlaði ekki einu sinni að vera með
en stelpurnar lágu í mér,“ sagði Sig-
mar Snær sem er nýfluttur til Eyja.
En öll vöru þau sammála um að
þetta væri mjög skemmtileg reynsla
sem allir ættu að prófa. Aðspurð
sögðust þau ekkert finna fyrir
stressi, „svona pínu fyrir
dansatriðinu“. „Ég dansa það af
mér, ekki alveg mín sterkasta hlið,“
bætti Sigmar Snær við.
Öll voru þau inni á því að leggja
leiklistina fyrir sig í framtíðinni
nema Sigmar Snær var ekki alveg
viss. „Ég veit ekkert hvað ég ætla
gera í framtíðinni, kannski bara
verða kokkur eins og pabbi, alla ve-
gana ekki að vinna í fiski.“
Krakkarnir vildu bara nota tæki -
færið og hvetja alla til að mæta í
leikhúsið og sjá þetta stórskemmti-
lega leikrit sem er að þeirra sögn
allra allra langbesta jólaleikrit allra
tíma.
Allra allra langbesta
jólaleikrit allra tíma
:: Frumsýnt á laugardaginn :: Þröstur Guðbjartsson leikstýrir
Kiwanisklúbburinn Helgafell og Slysavarnadeildin Eykyndill:
Gáfu Björgunarfélaginu
hitamyndavél
Félagar í Eykyndli og Kiwanis ásamt fulltrúum Björgunarfélags Vestmannaeyja, sem tóku á móti gjöfinni.
Fjölskyldujóla -
hlaðborð í Höllinni á
laugardag:
Jólaball
og hlað -
borð á eftir
Eins og undanfarin ár halda Einsi
kaldi og Höllin sameiginleg
jólahlaðborð. Fyrsta hlaðborðið
verður á laugardaginn þegar boðið
verður upp á sérstakt fjölskyldu -
hlaðborð. Einar Björn Árnason,
Einsi kaldi, segir að með því sé
verið að gera fjölskyldum kleift að
koma saman og njóta þess að vera
saman.
„Við höfum gert þetta undanfarin ár
og viðtökurnar hafa verið ótrúlega
góðar. Þetta er fyrst og fremst fjöl-
skylduskemmtun en í ár verðum við
með þá nýjung að við munum bjóða
upp á jólaball fyrir hlaðborðið fyrir
krakkana. Þá munum við dansa í
kringum jólatréð og svo koma
auðvitað jólasveinarnir í heimsókn.
Við verðum með sama glæsilega
matseðilinn fyrir fullorðna fólkið
og svo sérstakt barnahlaðborð,
þannig að enginn ætti að fara
svangur út úr Höllinni á laugardag,“
sagði Einar. Þess má geta að full -
orðnir greiða aðeins 7.500 kr á fjöl-
skylduhlaðborðið en 8.500 annars.
Börnin greiða 2.900 og 6 ára og
yngri aðeins 500 kr.
Næstu jólahlaðborð verða svo
laugardaginn 8. desember en þá
verður boðið upp á jólaskemmtun
með jólastjörnum Hallarinnar sem
eru Alexander Jarl, Arndís Ósk,
Viktoría Rún, Sólveig Unnur, Elías
Fannar og fleiri ásamt hljómsveit
hússins. Laugardaginn 15. desem-
ber verður svo boðið upp á jóla -
hlaðborð og dansleik með hljóm -
sveitinni Skítamóral.
Með aðalhlutverk í leikritinu fara fjórir ungir krakkar, þau Berglind
Sigmarsdóttir, Erna Scheving, Ólafur Ingi Sigurðsson og Sigmar Snær
Sigurðarson en ásamt þeim koma um 50 krakkar fram í verkinu.