Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Blaðsíða 4
° °4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 28. nóvember 2012 Á fimmtudaginn var fór fram árs - hátíð Grunnskóla Vestmannaeyja. Þar var völdu nemendur m.a. Björt - ustu von skólans og hlaut hann að launum þann heiður að verða Eyja- maður vikunnar í Eyjafréttum. Nafn: Gabríel Sighvatsson Fæðingardagur: 28. september 1998 Fæðingarstaður: Reykjavík Fjölskylda: Foreldrar mínir heita Dóra Hanna Sigmarsdóttir og Sig - hvatur Jónsson, svo á ég tvö syst - kini sem heita Elmar Elí og Embla Dís. Draumabíllinn: Porsche Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur - inn hennr ömmu Versti matur: Soðin ýsa Uppáhalds vefsíða: fotbolti.net og netleikir.is Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Öll tónlist kemur mér í gott skap ég hlusta mjög mikið á tónlist Aðaláhugamál: Fótbolti Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Væri til í að hitta Cristiano Ronaldo Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Uppáhaldsfélögin eru Manchester United og ÍBV og upp - áhaldsíþróttamaðurinn er Cristiano Ronaldo Ertu hjátrúarfull/ur: Nei Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, ég æfi fótbolta Uppáhaldssjónvarpsefni: Gamanþættir t.d. Two And a Half Men, The Big Bang Theory, How I Met Your Mother o.fl. Hvernig fannst þér árshátíðin heppnast: Bara mjög vel Hvað stefnirðu á að læra að loknum grunnskóla: Veit ekki alveg enn, ætla að minnsta kosti að verða klárari en hann pabbi. Ef þú mættir velja þér eina spurningu til að svara, hver væri hún og hvað væri svarið: Spurningin væri: „Ef þú gætir ferð - ast til hvaða staðar sem er í heiminum hvert mundir þú fara?“, og svarið yrði þá: „Flórída, Banda - ríkjunum eða Spánn.“ Eitthvað að lokum: Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn sem kusu mig sem björtustu vonina. Eyjamaður vikunnar: Kirkjur bæjarins: Landakirkja Fimmtudagur 29. nóvember: Kl. 10.00. Foreldramorgun. Kaffi og spjall. Kl. 20.00. Æfing hjá kór Landa - kirkju. Kl. 20.00. Opið hús í KFUM/K- húsinu Föstudagur 30. nóvember: Kl. 13-17. Móttaka á kökum, hlut - um á hlutaveltu og happdrættis - vinningum fyrir aðventukaffið 2. desember hjá Kvenfélagi Landa - kirkju. Kl. 13.30. Æfing hjá Litlu læri - sveinunum. Laugardagur 1. desember. Full - veldisdagurinn. Kl. 15-17. Móttaka á kökum, hlut - u m á hlutaveltu og happdrættis - vinningum fyrir aðventukaffið 2. desember hjá Kvenfélagi Landa - kirkju. Kl. 17.00. Kveikt á jólatré á Stakkó. Litlu lærisveinarnir syngja og sr. Kristján Björnsson flytur hugvekju. Sunnudagur 2. desember. Fyrsti sunnudagur í aðventu: Kl. 11.00. Sunnudagaskóli. Brúðuleikhús í umsjón fermingar- barna, söngur og gleði. Kveikt verður á fyrsta kerti aðventu - kransins, Spádómskertinu. Kl. 14.00. Messa á fyrsta sunnudegi í aðventu, með altarisgöngu. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Guðmundur Örn prédikar og þjónar fyrir altari, Kiwanismenn lesa ritningarlestra. Kveikt verður á fyrsta kerti að - ventukransins, Spádómskertinu. Kl. 15.00. Aðventukaffi Kvenfélags Landakirkju, happdrætti, hlutavelta, kökubasar og prjónavörur frá eldri borgurum í Vestmannaeyjum. Allir hjartanlega velkomnir. Kl. 21.00. Jólin alls staðar í Landa - kirkju. Regína Ósk, Guðrún Gunn - arsdóttir, Jogvan Hansen og Árný syngja ásamt Litlu Lærisveinunum sem Kitty Kovács stjórnar. Að- gangseyrir er 3.990 kr. Mánudagur 3. desember: Kl. 14.00. Fermingarfræðsla. Kl. 18.00. Jólafundur hjá Kirkju - starfi fatlaðra. Helgileikur, söngur og jólakaffi á eftir. Fermingarfræðsla fellur niður vegna söfnunar fermingarbarna. Kl. 19.30. Tólf spora andlegt ferða - lag hjá Vinum í bata. Þriðjudagur 4. desember: Kl. 12.30. Fermingarfræðsla Kl. 13.30. Fermingarfræðsla. Kl. 14.30. ETT (11-12 ára kirkju - starf) Kl. 20.00. Fundur hjá Gideon Miðvikudagur 5. desember: Kl. 11.00. Helgistund á Hraun- búðum. Kl. 14.15. Fermingarfræðsla. Kl. 14.30. NTT (9-10 ára) Kl. 20.00. Jólafundur hjá Aglow. Aðvent- kirkjan Laugardagur 1 des. Kl.11 Biblíulestur Kl 12 Guðsþjónusta. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Hvítasunnu - kirkjan Fimmtudagur 29. nóv. kl. 20:00 ,,Fögnum bata“ - Biblíufræðsla Sæluboðin í Matteusarguðspjalli skoðuð. Allir velkomnir. 1. sunnudagur í aðventu kl. 13:00 Aðventugleði með miklum söng. Jólaávextir og ávöxtur Andans í orði Guðs. Allir eru hjartanlega velkomnir. Ætla að verða klárari en hann pabbi Börn og brúðhjón Fréttir vilja eindregið hvetja brúð hjón til að senda inn mynd til birtingar og eins for eldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Ég þakka Tobba Villa fyrir áskor - unina og mun halda áfram að skora á eðal ´75 árganginn. Eins og allir vita sem mig þekkja, var ég snillingur í að fóðra félaga mína í miðbænum með frægum rétti sem kallast Rebbi og mun ég deila uppskriftinni með lesendum. Einnig ætla ég að koma með uppskrift að eðal ein- földum og góðum kjúklingarétti sem slær alltaf í gegn þar sem ég elda nú ekki mjög oft. Konan mín, hún Ragnheiður, eftirlét mér svo eina af sínum gómsætu upp - skriftum en þennan eftirrétt fann hún upp þar sem oreokex hefur verið í uppáhaldi í bakstri á okkar heimili. Rebbi 1 pakki matarkex íslenskt smjör 17% ostur Fyrst er tekin ein kexkaka og hún smurð jafnt með 4 grömmum af smjöri, því næst eru skornar 3 ost- sneiðar sem eiga að vega um 8 grömm hver sneið og lagðar ofan á kexið í kross. Þetta er svo endur - tekið þar til kexpakkinn er búinn. Döðlukjúklingaréttur Búbú 4 kjúklingabringur 1 krukka af góðu, rauðu pestói 1 krukka af fetaosti 250 g döðlur Kjúklingabringurnar skornar í tvennt og raðað í eldfast mót. Hluta af olíunni, sem er með fetaostinum, hellt af. Döðlurnar klipptar eða skornar í þrennt. Pestóið, feta - osturinn og döðlurnar eru mixaðar saman og dreift yfir kjúklinginn. Sett inn í ofn í 45 mínútur. Litlar twix ostakökur 12 oreokex 25 gr smjör 1 msk. sykur 15 muffinsform 400 gr rjómaostur 1 ½ dl sykur ½ dl rjómi 1 tsk. vanilla 2 egg 2 risa twix 1 poki Góukaramellur, bara brúnu karamellurnar 1 dl rjómi Hitið ofninn í 140°C. Oreokexið mulið í matvinnsluvél og sykri og smjöri bætt út í. Skipt jafn í 15 muffinsform og þrýst aðeins niður með teskeið. Muffinsformin sett í muffinsbakka eða sílikonform svo að kökurnar renni ekki út. Rjómaosturinn hrærður svo hann verði mjúkur, sykri bætt við og þeytt. Rjóma og vanillu hrært saman við. Eggjunum bætt við, einu í einu, og hrært á litlum hraða. Twixið er skorið langsum og svo í litla bita og bætt út í. Rjómaostablöndunni er ausið yfir kexbotninn. (Deigið lyftir sér ekki) Bakað í 40 mín við 140°C. Kökurnar eru kældar í formunum. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar eru karamellurnar hitaðar með rjóma og 1 msk. af karamellu er sett ofan á kökurnar. Kökurnar eru geymdar í kæli a.m.k. yfir nótt. Ef þetta eru ekki uppskriftir sem falla í kramið hjá fólki þá stóla ég á að stórkokkurinn Jón Gunnar Erlingsson komi með eitthvað virkilega gómsætt í næsta blaði. Matgæðingur vikunnar er Sigurður Jóhann Atlason Matgæðingur vikunnar: Rebbi, ostakökur og kjúlli Eyjamaður vikunnar er Gabríel Sighvatsson 85 ára afmæli Inga J. Halldórsdóttir verður 85 ára föstudaginn 30. nóv. 2012. Hún tekur á móti gestum í Akóges frá kl. 16 til 18 sama dag. Mamma vill ekki neinar gjafir, en ef einhver vill gleðja hana, myndi hún vilja láta það renna til Heil- brigðisstofnunar Vestmanna - eyja. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Börnin Hjálparstarf aðventista þakkar stuðninginn ADRA, Hjálparstarf aðventista, þakkar Vestmannaeyingum góðar móttökur helgina 17. - 18. nóvem- ber. Stuðningur ykkar kemur að góðum notum hér heima og í verkefnum hjálparstarfsins í Perú og um allan heim.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.