Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Síða 24
°
Sími 481-1300 | frett i r@eyjafrett i r. is
FRÉTTIREYJA VIKUTILBOÐ
28. nóv. - 4. des.
Sushi frá Osushi
Kemur til okkar fimmtu-
og föstudaga kl. 17.30
Tökum niður pantanir !
B
ir
ti
st
m
eð
fy
ri
rv
ar
a
um
in
ns
lá
tt
ar
vi
ll
ur
o
g
m
yn
da
br
en
gl
OPNUNARTÍMI:
Mán. - Föst.
kl. 7.30 - 19.00
Laugardaga
kl.10.00 - 19.00
Sunnudaga
kl.11.00 - 19.00
Smurostar 250 gr
verð nú kr 358,-
verð áður kr 420,-
Orville örb.popp 6 bréf 2 pk (2 fyrir 1)
verð nú kr 598,-
verð áður kr 1196,-
Parmesan ostur 1/1 150 gr
verð nú kr 838,-
verð áður kr 1048,-
Orville örb.popp 6 bréf 2 pk (2 fyrir 1)
verð nú kr 598,-
verð áður kr 1196,-
B.K.I Extra 400 gr
verð nú kr 648,-
verð áður kr 768,-
°
SS Rúllupylsa álegg
verð nú kr 215,-
verð áður kr 298,-
SS Púrtvíns fille
verð nú kr/kg 4998,-
verð áður kr/kg 5998,-
SS. Rifsberja helgarsteik
verð nú kr/kg 2498,-
verð áður kr/kg 3398,-
Á dögunum var haldið námskeið í ungbarnasundi í Sundlaug Vestmannaeyja. Eins og gefur að skilja var mikið
fjör í lauginni en Óskar Pétur Friðriksson tók þessa mynd af einum sundgarpinum.
Verslunin Eyjatölvur er hætt og er
búið að loka versluninni, sem var til
húsa að Strandvegi 52. Guðbjörn
Guðmundsson, annar tveggja
eigenda verslunarinnar, mun opna
tölvuverkstæði að Skólavegi 13, þar
sem Eyjaradíó var áður til húsa en
Guðbjörn mun jafnframt sinna um-
boði fyrir Vodafone og selja ýmsar
tölvuvörur. Guðbjörn vildi þakka
viðskiptavinum Eyjatölva fyrir
viðskiptin undanfarin ár og býður
Eyjamenn velkomna í nýja verslun
við Skólaveg. Ekki náðist í hinn
eiganda Eyjatölva, Harald Bergvins-
son við vinnslu fréttarinnar.
Bergvin Oddsson, eigandi hús-
næðisins við Strandveg, þar sem
Eyjatölvur voru áður til húsa, stað -
festi að meiri líkur en minni væru á
því að Pósturinn keypti húsnæðið.
„Það er ekki búið að ganga frá
neinum samningi við Póstinn en
þetta liggur nokkuð ljóst fyrir,“ sagði
Bergvin en Pósturinn hefur undan-
farið verið að leita að hentugu hús-
næði í Vestmannaeyjum.
Búið að loka Eyjatölvum
:: Líklegt að Pósturinn fari inn í húsnæðið :: Guðbjörn opnar
tölvuverslun á Skólavegi
Lítil hætta var á ferðum þegar
Þórunn Sveinsdóttir VE fékk á sig
um 30 gráðu slagsíðu þegar verið
var að hífa trollin úr festu í tals -
verðri brælu á miðunum út Vest-
fjörðum. Þetta gerðist mjög snöggt
og fór mannskapurinn í flotgalla í
varúðarskyni. Atvikið átti sér stað
í síðasta túr.
„Þeir fóru í flotgallana eins og þeim
er kennt í Slysavarnaskóla sjó-
manna,“ sagði Sigurjón Óskarsson,
útgerðarmaður Þórunnar Sveins -
dóttur, sem vill leggja áherslu á að
svo til enginn sjór komst í skipið og
hvorki skip né áhöfn hafi verið í
hættu.
„Þeir voru að toga í 25 metra vindi
þegar trollið festist á 35 til 40 faðma
dýpi. Það var verið að hífa í festuna
upp í öldu og straum um leið og
keyrt var á móti festunni. Allt í einu
slær spilunum út og bremsurnar
festast. Um leið kemur sjór inn á
skipið og það hallast um 30 gráður á
bakborða. Slagsíðan var það mikil að
sjór fór upp á efra dekk. Eini sjórinn,
sem komst inn í skipið, komst í
gegnum lofttúðu á millidekki og
hann hafði engin áhrif,“ sagði Sigur-
jón.
„Við þessar aðstæður fannst áhöfn -
inni vissara að fara í flotbúninga en
Þórunn var fljót að rétta sig af og um
leið og hætt var að hífa og keyra rétti
skipið sig af og hættan var liðin hjá.“
Um leið og var komið í land var
fenginn skipaverkfræðingur til að
hallaprófa Þórunni og kom ekkert
óeðlilegt í ljós. „Við förum yfir þetta
allt með áhöfninni og þetta er bara
eitt af þeim atriðum sem fer í
reynslubankann,“ sagði Sigurjón.
Þórunn Sveinsdóttir VE, kom ný til
landsins á aðfangadag 2010 og hefur
reynst mjög vel.
Þórunn Sveinsdóttir VE :: Fékk á sig 30° slagsíðu í slæmu veðri:
Áhöfnin í flotgalla
í varúðarskyni
:: Hvorki skip né skipverjar í hættu :: Voru að hífa úr festu
þegar spilin slógu út