Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Síða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Síða 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 28. nóvember 2012 ° ° Gunnhildur Kjartansdóttir fær hugmyndir og hrindir þeim í framkvæmd: 4Bling skartgripaskápur hefur slegið í gegn :: Nú, ári seinna, er komið á markaðinn 4Phone, handhæg hirsla fyrir farsíma og hleðslutæki Kunnuglegt andlit birtist á skján - um í þættinum Frumkvöðlar sem Elínóra Inga Sigurðardóttir stjórnar á ÍNN. Hjá henni var Gunnhildur Kjartansdóttir sem í tíu ár starfaði sem launafulltrúi hjá Ísfélaginu. Hún var þarna mætt á nýjum vettvangi, var að kynna vörur sem hún á hug - myndina að og hefur þróað í samstarfi við hæfa hönnuði og eru nú komnar í verslanir. Þetta hefur hún gert með góðum stuðningi eiginmannsins, Ólafs Erlendssonar og með fullu starfi og án allra styrkja. Fyrir rúmu ári fékk Gunnhildur hugmynd að 4Bling, vegghengdum skart- gripaskáp sem slegið hefur í gegn og nú ári seinna er komið á markaðinn 4Phone, handhæg hirsla fyrir farsíma og hleðslu - tæki. Gunnhildur og Ólafur hafa stofnað fyrirtækið 4Bling um hugmyndir hennar og þróun en bæði eru enn á fullu í annarri vinnu þannig að hugmyndirnar eru ekki farnar að skila þeim verulegum tekjum, þar sem þær eru svo nýjar á markaðn - um en þau hugsa hátt og eru óhrædd við að leita sér aðstoðar hjá fagfólki. Hefur þeim alls staðar verið vel tekið og ætti saga þeirra að vera öðrum hvatning. Hugmyndin kviknaði á Sæbrautinni Um skartgripaskápinn 4Bling segja þau að hann sé snilld fyrir skart- gripina og kjörinn fyrir þá sem vilja koma reglu á þá. Hann er hannaður þannig að skartinu er raðað í hill - urnar, hver hringur, eyrnalokkapar, úr eða armband hefur sitt hólf svo vel fer um hlutinn. Þú færð góða yfirsýn yfir það sem þú átt og skartið verður veggskrautið. Hugmyndin að 4Bling fæddist þann 17. mars 2011, þegar Gunn - hildur var að keyra Sæbrautina á leið í vinnu um hálf níu leytið um morguninn. „Kom hugmyndin allt í einu upp í hugann og var hafist handa um leið,“ segir Gunnhildur sem lét verkin tala. „Fengum Bjarna Má Guðlaugsson snilling til að búa til þrívíddarmyndband af skápnum daginn eftir og fórum með usb lykilinn til Hannesar í Nýsköp - unarmiðstöðinni viku seinna til að sýna honum. Fengum við mjög góð viðbrögð, enda enginn komið með svona myndband til hans áður.“ Hannes benti þeim á að fara í Fab Lab í Vestmannaeyjum þar sem hægt er að gera ótrúlega hluti. „Er Frosti Gíslason, yfirmaður þar, svo sannarlega réttur maður á réttum stað, ótrúlega þolinmóður og með góð ráð og þekkingu. Reyndum við að útbúa fyrsta eintakið þar en þar sem teikningarnar pössuðu ekki alveg fórum við nokkrum vikum seinna í Fab Lab á Akranesi. Eftir dagsvinnu þar, þar sem teikning - arnar voru enn ekki réttar hjá okkur, þá ákváðum við að leita okkur aðstoðar með þetta.“ Fóru þau í Format Akron og fengu þar eðal þjónustu. „Birgir Einarsson hönnuður hefur verið okkur innan handar og þróað þetta með okkur. Á hann svo sannarlega heiður skilinn. María Manda, umbúðahönnuður, hannaði umbúðirnar og erum við mjög ánægð með þær og hennar vinnubrögð. Sölvi Hrafn Ingimund - arson hannaði logo-ið. Afskaplega fallegt að okkar mati og Margt og merkilegt hannaði límmiðana. 4Bling kom í búðir 5. desember 2011, átta og hálfum mánuði frá því hugmyndin kviknaði þar sem Gunn hildur var að keyra Sæbraut - ina. Er skápurinn til sölu í Epal, Kraum, Hönnunarsafni Íslands, 18 rauðum rósum og Pollyanna.is. Hugmyndin kviknaði í her- bergi dótturinnar Þá var komið að 4Phone.is en hug - myndina að því fékk Gunnhildur þegar hún labbaði inn í herbergi dóttur sinnar. „Þar var hún með hleðslutækið í innstungu við hurðina og símann í hleðslu í hillusamstæðunni sem hún á. Varð mér hugsað til þess að lítið þyrfti til að labba á snúruna og þá dytti síminn og eyðilegðist,“ sagði Gunnhildur sem í framhaldi af því fór að skoða málið. „Ég fór með hugmyndina til Birgis Einarssonar í Format Akron og skildi hann strax hvað ég meinti. Bað hann mig að teikna þetta upp en þar sem ég kann ekki að teikna bað ég manninn að koma heim með pappakassa sem ég notaði til að móta frumhugmyndina. Pappamótið fór ég með til Birgis sem teiknaði þetta upp og gerði í framhaldi af því prufu úr plexi. Svo skoðuðum við þetta markvisst, pældum, mældum, gerðum lagfæringar og prufur úr plexíinu nokkrum sinnum.“ Gunnhildur talaði við Auði Ingu í Vodafone sem tók vel á móti henni og gaf Gunnhildi leyfi til að fara í búðina þeirra í Smáralindinni til að máta síma og hleðslutæki er henni hentaði. „Fékk alveg hreint frábæra þjónustu hjá þeim og mun aði miklu að fá að þróa vöruna þannig.“ Það kom í ljós að plexi hentaði ekki fyrir 4Phone. „Þá leitaði ég til Brynjólfs í Vitar.is sem starfar í Kína við að aðstoða fyrirtæki við að fá vörur gerðar þar í landi. Brynj - ólfur er alveg stórkostlegur. Hann er mjög nákvæmur, áreiðanlegur, þægilegur og með mikla þjónustu- lund. Bað ég hann um að athuga hvort eitthvað annað efni væri til sem við gætum notað. Hann athug - aði málið fyrir mig og sagði mér frá þremur efnum. Ég hafði svo sam- band við Nýsköpunarmiðstöðina þar sem ég fékk nánari upplýsingar um efnin. Úr varð að við völdum PS, það rispast mjög lítið, hefur góðan gljáa, er létt og mjög sterkt.“ Of dýrt að framleiða á Íslandi Upphaflega var hugmyndin að framleiða vörurnar á Íslandi en því miður var það of dýrt. „Eftir að hafa kynnt mér framleiðsluaðferðina sem boðið er upp á í Kína ákvað ég að báðar vörurnar yrðu framleiddar þar. Búið var til mót fyrir 4Phone og er varan steypt í því. Er ég mjög ánægð með útkomuna og tel mig vera að bjóða gæðavöru á góðu verði. 4Bling er líka framleitt í Kína, enda plexí of dýrt á Íslandi og varan hefði aldrei selst á því verði sem ég hefði þurft að selja hana á.“ Sölvi Hrafn Ingimundarson gerði aftur logo-ið fyrir þau en þau vildu hafa það í sama stíl og 4Bling. „Er ég virkilega ánægð með það. Í gegnum Korku, sem er félag fyrir konur í nýsköpun, kynntist ég snillingnum Sigrúnu Einarsdóttur sem er grafískur hönnuður og vöru - hönnuður sjá www.cooldesign.is. Hún hannaði fyrir mig umbúðirnar, gerði vefsíðuna 4phone.is, kynning - arefni og fl. Skipti það sköpum að fá hana til liðs við mig. Til gamans má geta að Sigrún er Vestmanna - eyingur. Það sem hún hefur gert fyrir mig og vöruna er ómetanlegt. Kristján Maack ljósmyndari tók myndirnar fyrir mig. Ég er mjög ánægð með þær. Ég hef lært það að góðar myndir skipta gríðarlega miklu máli,“ sagði Gunnhildur. 4Phone er til sölu í Tölvun í Vest- mannaeyjum, Vodafone, Símanum, A4, Aha.is, Femin.is, Nammi.is, Martölvun á Hornafirði og Hrannar- búðinni í Grundarfirði. Gunnhildur er með tvær vefsíður, 4phone.is og 4bling.is. Þar er hægt að fá nánari upplýsingar um hvar vörurnar fást, myndir og þess háttar. Ólafur og Gunnhildur eftir árin í Eyjum Gunnhildur og Ólafur búa í Vallarhverfinu í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni en áður en þau fluttu frá Eyjum fyrir fimm árum vann hún sem launafulltrúi hjá Ísfélaginu og hann vann hjá Net hf. Ólafur hefur verið að vinna sem verkstjóri í Tornet í Hafnarfirði síðan þau fluttu. Hann tók meistaranám í netagerð utanskóla eftir að þau fóru upp á land. Hann hefur ferðast mikið á vegum vinnunnar, bæði innanlands og utan. Óli mætir á nánast alla útileiki ÍBV í fótbolta og hittir þar af leiðandi reglulega fullt af Eyjafólki. Gunnhildur byrjaði að vinna í Landsvirkjun en eftir sjö mánuði þar bauðst henni vinna sem launafulltrúi hjá CCP. Var hún þar í rúm þrjú 3 ár eða þangað til fyrirtækið sagði upp 300 manns á Íslandi, Bandaríkjunum og víðar og var hún því miður ein af þeim. Hún er núna að vinna sem ráð - gjafi í Tölvumiðlun sem er með H3 launakerfi. Börnin eru þrjú: Atli Freyr, 21 árs, er sálfræði - nemi í HÍ og dá leiðslutæknir. Hann er nýfarinn að búa með kærustunni sinni til tveggja ára, Elínu Sigurðardóttur, nema í stærðfræði og ensku við HÍ. Hún er Grundfirðingur og hafa þau þekkst síðan í leikskóla, en fjöl- skyldan bjó í Grundarfirði til 1996. Atli er mjög virkur í dáleiðslufélaginu og er einnig mjög áhugasamur í víkingafélag- inu Rimmugýgi í Hafnar firði. Sindri Geir, 19 ára, er kokka - nemi á Slippbarnum, var að klára 2. árið og stefnir á að útskrifast sem sveinn vorið 2014. Hann hefur aðstoðað í kokkakeppnum m.a. aðstoðaði hann í fyrra Ólaf Ágústsson sem varð í 2. sæti í keppninni Matreiðslumaður árs - ins 2011. Í ár fóru hann og Bjarni Siguróli Jakobsson kokkur til Danmerkur á Norðurlandamót og urðu þeir í öðru sæti sem er mjög góður árangur. Það má taka fram að eftirrétturinn, sem Sindri gerði einn, varð stigahæsti rétturinn á mótinu. Síðan aðstoðaði hann Bjarna í keppninni Matreiðslu - maður ársins 2012 og urðu þeir í fyrsta sæti. Kærastan hans til eins og hálfs árs heitir Rebekka Rut Þórisdóttir en hún er nemi í hár- greiðslu. Stefanía Ósk, 11 ára, er í Hraun- vallaskóla og er ári á undan, er því í 7. bekk í stað 6. og er að læra á gítar og spilar körfubolta með Haukum. ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrettir. is Upphaflega var hug - myndin að fram- leiða vörurnar á Íslandi en því miður var það of dýrt. „Eftir að hafa kynnt mér framleiðsluaðferð - ina sem boðið er upp á í Kína ákvað ég að báðar vörur n - ar yrðu framleiddar þar. Búið var til mót fyrir 4Phone og er varan steypt í því. Er ég mjög ánægð með útkomuna og tel mig vera að bjóða gæða - vöru á góðu verði. 4Bling er líka fram- leidd í Kína, enda plexí of dýrt á Íslandi og varan hefði aldrei selst á því verði sem ég hefði þurft að selja hana á. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.