Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Síða 21

Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Síða 21
° ° Eyjafréttir / Miðvikudagur 28. nóvember 2012 21 Kom heim til að anda :: Gerðist allt svo hratt :: Eyjamærin og fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir sem er að slá rækilega í gegn: Kolfinna Kristófersdóttir er ört vaxandi nafn í fyrirsætu heim - inum og þykir af mörgum ein af efnilegustu fyrirsætum heims. Models.com setti hana á lista yfir efnilegustu fyrirsæturnar og Style.com valdi hana best klæddu fyrirsætu tískuvikunnar í London nú á dögunum. Viðtöl og fréttir af henni hafa birst á síðum blaðana á Íslandi undanfarið þar sem hún er kynnt sem ofur - fyrirsæta frá Eyjum. En hver er þessi 19 ára Eyjamær sem er að gera það svo gott? Kolfinna er fædd og uppalin í Eyjum en fluttist í höfuðborgina til náms að loknum grunnskóla. „Ég á fullt af góðum vinum úti í Eyjum en hef kannski ekki alveg verið nógu dugleg við það að halda sambandi við þá. Það er þá helst í gegnum Facebook. Ég kem þó alltaf reglulega til Eyja að heimsækja ömmu og afa en á nú ekki von á því að flytjast þangað aftur. Ég hugsa að þær séu bara orðnar alltof litlar fyrir mig eftir stórborgarflakkið á mér. En Vestmannaeyjar eru alveg yndislegur staður sem er alltaf gott að koma á.“ sagði Kolfinna aðspurð um tengslin við Eyjarnar. En hvernig byrjaði þetta allt saman? „Ég var að vinna við afgreiðslu í fataverslun þegar Andrea, eigandi Eskimó, gekk að mér og benti mér á að fara í prufur sem ég gerði. Svo var staddur hérna erlendur útsendari frá Next sem sá myndir af mér og svo vatt þetta bara upp á sig.“ En Next sem er umboðsaðili Kolfinnu er- lendis er ein stærsta umboðsskrif - stofan í þessum bransa. Það er alveg óhætt að segja að þetta hafi undið upp á sig því Kolfinna hefur komið fram á ótal tísku - sýningum um allan heim hjá öllum stærstu nöfnunum í tískuheiminum. Svo sem Marc Jacobs, Acne, Christopher Kane, Fendi, Marni, Prada, Topshop Unique og Versace. Hún hefur verið á forsíðu ótal tískublaða eins og Russh (júní-júlí 2012) og Vision China (júní 2012) og setið fyrir hjá ótal blöðum, nú síðast í nóvemberútgáfu hins ítalska Vogue. Í september prýddi hún svo forsíðu ID-Magazine, sem er eitt af stærstu og virtustu tískublöðunum í dag. En tólf mismunandi forsíður voru gefnar út og af öðrum forsíðu- fyrirsætum á sömu útgáfu má nefna nöfn eins og Gisele Bündchen, Lindu Evangelista og Amber Valetta. Það er ekki ónýtur félagskapur fyrir 19 ára gamla Eyjasnót sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í fyrirsætu - bransanum. Eða hvað? „Ég er reyndar ekki starfandi fyrirsæta eins og er, ákvað að taka mér smá pásu. Þetta gerðist allt svo hratt að ég ákvað að koma aðeins heim og hugsa hvað ég vil gera með líf mitt í framtíðinni. Einn af draumunum er að verða kokkur og eignast eigin veitingastað en það er bara einn af mörgum. En ég er hvergi nærri hætt, er bara aðeins að anda og átta mig.“ sagði Kolfinna að lokum. Dagana 13. og 14. nóvember síðastliðinn var haldið landsmót framhaldsskólanema í olíuleitarherminum OilSim. Nemendur frá Framhaldsskólanum í Vestman- naeyjum og í Austur Skaftafellssýslu tóku þátt en Orkustofnun var styrktaraðili mótsins. Skemmst er frá því að segja að liðið The Charlies úr FÍV sigraði en liðið skipa þeir Sæþór Birgir Sigmarsson, Jón Þór Guðjónsson, Sigurjón Gauti Sigurjónsson og Ævar Örn Kristinsson. Í sigurlaun hlutu þeir þátttökurétt á lokamótinu sem fer fram í London 25. til 27. janúar næstkomandi. Þjálfunarfyrirtækið Simprentis hannaði olíuleitar - herminn OilSim sem gervil fyrir olíu- og gasiðnaðinn. Hermirinn er notaður í námskeiðum og í hópefli fyrir olíuleitarfyrirtæki um allan heim. Í OilSim er keppt við aðstæður sem eru líkar þeim sem olíuleitarfyrirtæki vinna í. M.a. fara þátttakendur í gegnum allt það sem fylgir því að fara út í olíuleitarverkefni, þ.m.t. að bjóða í útboð um leyfisveitingar, keppa um og velja réttu svæðin til borunar, taka tillit til umhverfissjónarmiða, finna verkfræðilegar úrlausnir og margt fleira. Nemendur FÍV unnu olíuleitarverkefni Fulltrúar Íslands í lokakeppni í London Sæþór Birgir Sigmarsson, Jón Þór Guðjónsson, Sigurjón Gauti Sigurjónsson og Ævar Örn Kristinsson. Hvíldinni fegin lagðist verkalýðs- foringinn Jóhanna Friðriksdóttir til hvíldar laugardaginn 17. nóvember sl. Baráttunni við illvígan sjúkdóm var lokið. Það koma upp margar til- finningar við fráfall merkrar konu en fyrst og síðast væntumþykja um móður og tengdamóður. Sem með sínum hógværa hætti var til staðar þegar til hennar var leitað. Alþýðu - kona sem barðist fyrir sitt fólk. Kona sem hélt vel utan um hópinn sinn. Utan um lífsförunautinn sem var henni allt, ásamt börnunum sem að þeirra mati voru þau allra bestu, tengdabörnin í gæðaflokki, barnabörnin yndisleg og dugleg og barnabarnabörnin voru hvert öðru skýrara. Það styrkir sjálfstraustið að fá sífellt hrós og aðdáun. Jóhanna var mikil félagsvera með ríka réttlætiskennd enda valdist hún til forystu hjá Verkakvenna - félaginu Snót 1977 og stýrði því félagi til 1986. Hún var vakin og sofin yfir velferð félagskvenna og skipti þá ekki máli hvenær sólar - hrings það var. Jóhanna var söng - elsk, spilaði á gítar á góðri stund og lagði mikla áherslu á félagsstarf í Snót. Trúnaðarstörfum á ýmsum vettvangi var henni treyst fyrir og hún hafði það orð að vera sam - kvæm sjálfri sér, hennar orðum var hægt að treysta. Hanna, eins og hún var kölluð, var lífsglöð og húmorísk. Í lífsins ólgu - sjó voru margir brimskaflarnir, í gegnum þá fór hún oft á húmornum og sá spaugilegu hliðarnar á lífinu. Í lok ævidags, þegar þrekið var farið og veikindastríðið stóð sem hæst, var húmorinn en til staðar. Hanna einsetti sér að skipta sér ekki af því sem börn hennar og fjölskyldur gerðu, sem var góður kostur, en ef á hjálp eða ráðum þurfti að halda var það auðsótt. Ef þörf var á sokkum eða vettlingum voru þeir prjónaðir með það sama, ef barnabörnin langaði í grjónagraut þá var hann eldaður, kapall, spil og krossgátur voru í miklu uppáhaldi. Það er margt og mikið hægt að skrifa um yndislega konu sem öllum vildi vel. Nú er komið að leiðarlokum og sorgin og söknuðurinn sterkasta til- finningin þessa dagana. Önnur til- finning er þó ekki langt undan. Þakklæti fyrir góða mömmu, tengda mömmu, ömmu og lang - ömmu. Þakklæti fyrir gleðistund - irnar sem voru margar, þakklæti fyrir hjálp og leiðbeiningu, þakklæti til starfsfólks Sólvangs sem létti henni síðustu stundirnar ásamt fjöl- skyldunni. Þakklæti til Bjarteyjar sem reyndist Hönnu systur sinni mikil stoð og stytta. Það var ákaflega fallegt að fylgjast með samskiptum mömmu og pabba, Þau voru miklir félagar, á hverju kvöldi las pabbi fyrir hana. Hún studdi hann þegar þess var þörf og hann gerði allt fyrir konuna sína. „Þið eruð góðir krakkar,“ sagði mamma alltaf þegar við komum, þau orð eru fjársjóður í hjörtum okkar sem við geymum. Elsku mamma og tengdamamma, takk fyrir allt sem þú varst okkur og börnunum. Þegar rennur æviskeið Burt úr heimi liggur leið Þá út breiðir faðminn sinn Á himni besti vinurinn - Guðrún Erlingsdóttir Það var óendanlega sárt en jafn- framt ótrúlega sterkt þegar pabbi sleppti „Dúfunni sinni“ eins og hann kallaði hana og hún flaug á brott í veislusali Drottins. Þar bíður hún með útbreiddan faðminn. Gylfi og Rúna V Jóhanna Margrét Friðriksdóttir f. 13.10.1930 - d. 17.11.2012. Sigurdís Harpa sýnir í Ostabúðinni ::10.000 krónur af hverri mynd til barna í Kvennaathvarfinu Sigurdís Harpa Ingólfsdóttir, list- málari, hefur sett upp sýningu í Ostabúðinni við Skólavörðustíg þar sem hún sýnir verk, unnin með olíu og blandaðri tækni Tíu þúsund krónur af hverri seldri mynd renna til barna sem dvelja þurfa í Kvennaathvarfinu. „Ég hef þegar fært þeim eina sendingu af litum, blöðum og perlum sem var tekið með þökkum og dvöldu þá átta börn þar. Ég hef styrkt Kvennaat - hvarfið eftir mætti um hver jól und - anfarin ár og nú á að bæta um betur,“ sagði Sigurdís Harpa en verði á myndunum er mjög stillt í hóf. Sýningin verður opin til 15. desem- ber á opnunartíma Ostabúðarinnar. Núna er hún að vinna að sýningu árið 2014 í tilefni af 50 ára afmæli sínu og von er á henni í Svölukot. EYJAFRÉTTIR.is SÆÞÓR ÞORBJARNARSON sathor@eyjafrettir. is >> Kolfinna er dóttir Kristó - fers Jónssonar og Maríu Ásgeirsdóttur. Barnabarn Ásgeirs Þorvaldssonar múrara og Guðfinnu Sveinsdóttur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.