Fréttir - Eyjafréttir - 28.11.2012, Qupperneq 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 28. nóvember 2012
°
°
Haraldur Þorsteinn Gunnarsson
og Tómas Jóhannesson komu
víða við í erindi sínu um langafa
sinn og langalangafa, Hannes
lóðs Jónsson. Báðir eru 56 ára en
Haraldur er langalangafabarn
Hannesar en Hannes langafi
Tóm asar. Þeir röktu ekki bara
sögu Hannesar því um leið var
þetta lýsing á lífinu í Vestmanna -
eyjum fyrir og eftir aldamótin
1900. Lífsbaráttan var hörð og
lífsbjörgin var í sjónum sem sótt -
ur var á opnum bátum sem ýmist
var róið eða siglt undir seglum.
Og það var ekki mulið undir
Hannes frekar en flesta sem þá
bjuggu í Vestmannaeyjum en
með ótrúlegum dugnaði og út-
sjónarsemi tókst honum að sjá
sér og sínum farboða og það sem
þótti sjálfsagt þá, að krakkar byrj -
uðu snemma að skaffa til heimil-
isins, heitir barnaþrælkun í dag.
Byrjaði tíu ára á sjó
Um 10 ára aldur reri Hannes með
Magnúsi Pálssyni, bónda á Vilbor-
garstöðum, yfir sumarið. Hafði
Magnús með sér þrjá til fjóra stráka
og stundaði róðra á grunnmið, og
aflaði stundum vel. Þótti mikill
feng ur að stórum og feitum lúðum
sem voru matarmiklar og lostæti hið
mesta. Magnús var umvöndunar -
samur og lærðu drengirnir af honum
sem að sjómennsku laut. Urðu marg -
ir þeirra miklir formenn og aflaklær.
Var Hannes alltaf að suða í móður
sinni að hann fengi að róa, en hún
var treg til. Eftir áeggjan Magnúsar
frá Austasta-Skála, manns Guðrúnar
systur Margrétar, varð úr að hann
fékk að róa tvo róðra á vetrarvertíð,
11 ára gamall, með Jóni Guð-
mundssyni frá Hóli undir Eyjafjöll -
um. Næstu vertíð þar á eftir reri
hann sem hálfdrættingur hjá Jóni
Pét urssyni, hinum fyrra í Elínar -
húsi, á Haffrúnni. Ekki varð Hannes
sjóveikur og vissi aldrei hvað það
var.
Næsta ár fór Hannes á Gideon til
Árna Diðrikssonar í Stakkagerði.
Eftir það reri hann á Gideon meðan
hann flaut, eða í 43 ár. Fyrstu ver -
tíðina sem Hannes reri á heilum hlut
fékk Árni vont fingurmein svo hann
treysti sér ekki til að róa. Á skipinu
voru margir þrautreyndir sjómenn og
gamlir formenn. Hannes var yngstur
allra, 17 ára gamall.
Í næsta róðri fór Hannes til skips
og lét færi sitt á sinn venjulega stað.
Þegar allir voru komnir til skips og
Hannes sá að enginn bar sig til for-
mannsætis spurði hann hvort enginn
ætlaði að láta færi sitt þar. Enginn
háseta sagðist hafa verið beðinn að
taka við skipinu og kom það því í
hlut Hannesar.
Næstu vertíð tók Hannes alveg við
formennsku á Gídeon og var for-
maður fyrir honum í 37 vertíðir.
Hannes varð fljótt hinn mesti sæ-
garpur, aflasæll og heppinn for-
maður, sótti manna mest, náði ávallt
landi, þótt oft væri harðsótt. Það
sauð oft á keipum hjá Hannesi lóðs,
sem þótti atkvæðamikill og þrek-
mikill kjarkmaður, sem menn báru
fyllsta traust til. Hann var jafnan
skjótráður og öruggur. Kom það vel
fram í formennsku hans.
Eins og áður sagði var Hannes for-
maður á Gideon í 37 ár, en tvær
síðustu vertíðarnar sem hann reri var
hann með áttæringinn Halkion en þá
tóku mótorbátarnir við og hann hætti
formennsku til fiskveiða og var hafn-
sögumaður í full 50 ár alls. Farnaðist
honum það vel. Hannes naut trausts
hjá erlendum skipstjórum sem hing -
að sigldu, og höfðu þeir miklar
mætur á honum, fyrir dugnað og
hagsýni.
Siglt upp á líf og dauða
Einn athyglisverðasti kaflinn hjá
þeim Haraldi og Tómasi er úr bók
Þorsteins í Laufási, Formannsævi í
Eyjum, þar sem Þorsteinn lýsir róðri
á Gídeon vertíðina 1897. Þar unnu
Hannes og áhöfn hans einstakt afrek
sem var kallað siglingin mikla.
„Var ég í fyrsta skipti ráðinn sem
háseti á Gideon hjá Hannesi Jónssyni
Miðhúsum sem þá var talinn og með
réttu mesti aflaformaður og sjó sókn -
ari hér í Eyjum og er þá mikið sagt,
því margir sóttu djarft. Ég var 16 ½
árs,“ segir Þorsteinn og heldur áfram.
„Hannes hafði einnig góða aðstöðu.
Menn völdust mjög til hans, og svo
var Gideon, sem hann var lengi
búinn að vera formaður fyrir, róm -
aður fyrir gæði. Þó hafði hann einn
galla og mun ég minnast á hann
síðar.
Árarnar á Gideon gamla, en hann
mun hafa verið milli 50 til 60 ára,
voru heldur ekkert barnameðfæri.
Þær voru 18 feta langar og eftir því
gildar til þess að þær brotnuðu ekki
þegar fallið var á. Það var nefnt að
falla á, þegar tveir menn voru um
hverja ár. Fjórir menn sátu þá á
hverri þóftu. Tvö möstur og seglin
lágu á milli ræðaranna. Sýnir þetta
hversu víð skipin voru. Aldrei voru
hafðar varaárar, og því voru þær
hafðar svo gildar, að tveir menn gætu
ekki brotið þær, í réttum róðri.
Aðfaranótt 17. febrúar 1897, var
kallað til róðurs um kl. 3 og haldið á
stað vestur að Geirfuglaskeri. Þangað
var talinn um fjögra stunda róður í
logni og því mjög sjaldan róið
þangað á vetrarvertíðinni. Róið var í
logni suður að Stórhöfða, en þá fór
aðeins að kula á austan. Voru þá sett
upp segl og haldið áfram, þó bæði
formaðurinn og bitamenn væru ekki
ánægðir með veðurútlitið.
Þegar komið var í fiskileitir skammt
fyrir austan Geirfuglasker, var naum -
ast miðabjart og kominn stinnings -
kaldi af austri. Þegar færin komu í
botn virtist nógur fiskur, en straumur
og vindur báru þá fljótt af miðinu.
Þegar átti að fara að kippa á aftur,
skall á austanstormur. Var nú reynt að
róa undir vind. Var fallið á allar árar
og reru nú 16 menn. Ég var látinn
stýra. Gamall maður, Ögmundur að
nafni, venjulega nefndur Ögmundur
pæ, hafði fengið að róa þessa daga,
var einnig yfirskips. Svo var það
kallað, þegar skipshöfnin var fjöl-
mennari en árafjöldinn. Við höfum
verið 18 alls um borð.
Þrátt fyrir að allir gerðu eins og þeir
gátu, sló skipinu og munaði litlu að
okkur hrekti upp í skerin, sem eru
austur af aðalskerinu. Var nú ekki
annað að gera en reyna að sigla.
Mátti sjá snör og falleg handtök,
þegar möstrin voru reist, stagir
strengd ir og öll segl rifuð eins og
hægt var. Þá var á öllum skipum hér
svokölluð loggortusigling, aftursegl
(langstærst), framsegl og fokka.
Þegar seglin voru komin upp, vorum
við komnir dálítið norðvestur af
Geirfuglaskeri.
Eins og ég hef áður minnst á, hafði
Gideon einn galla, og hann var sá, að
hann var nokkuð þykkur í hælinn, og
lá því fram. Varð því að nota allan
þunga, sem fyrir hendi var, til að ná
honum niður að aftan. Ef ekki var
nógur fiskur, eins og var í þetta
skipti, voru allflestir látnir vera í
skutnum, vindmegin, til þess að jafna
metin við vindinn, sem ætlaði um
koll að keyra.
Útlitið var ekki glæsilegt, því ég
heyrði, að ekki næðist stefna á Þrí-
dranga, sem eru um sex mílur
norðvestur af Heimaey.
Krussað fram og til baka
fyrir vestan Eyjar
Fyrstu þrjá klukkutímana var hvíld -
arlítið ausið í tveimur rúmum. Skipt -
ust menn á við það starf, því að mjög
erfitt er að ausa af kappi með stórum
og þungum trétrogum, enda mun
enginn hafa af sér dregið. Man ég
eftir Halldóri Brynjólfssyni sem
þekktur var undir nafninu Dóri
blindi. Hann var í austurrúminu, þá
nær blindur, en taldi þó ekki trogin
sem hann jós út.
Þó man ég ekki eftir neinum stórum
áföllum, enda var formaðurinn
viður kenndur stjórnari, og ekki þurfti
honum hugar að frýja. Fyrsti
slagurinn var inn á móts við Þrí-
dranga. Þá versnaði sjórinn, því þá
náði hann sér meira fyrir innan
Heimaey. Næsti slagur var suður á
móts við Súlnasker og síðan aftur inn
á móts við Þrídranga. Þaðan var
haldið móts við Álsey. Var nú heldur
farið að lægja storminn, en þó ekki
svo, að hægt væri að auka seglin að
mun. En austurinn minkaði og urðu
flestir því fegnir.
Næst var slagur látinn standa alla
leið upp undir Sandinn. Náðist á
honum góðan spöl austan Þrídranga
og síðan út á móts við Smáeyjar,
þaðan miðja vegu milli Sandsins og
Heimaeyjar og síðan út að Eiði.
Ráðagerðir voru nú um það, að taka
slag ennþá, og komast austur fyrir
Ystaklett, því þá var hægt að sigla
heim í lendinguna. Kviðu menn því,
að setja skipið yfir Eiðið. En þegar
sást, hve mikill mannfjöldi hafði
safnast saman til að taka á móti
okkur, var afráðið að lenda á Eiðinu.
Þar voru saman komnir nálega allir
karlmenn, sem þá voru í Eyjum. Var
Gideon settur yfir Eiðið, róið yfir
höfnina og hann svo settur upp í
Hrófið án þess að skipshöfnin þyrfti
þar nærri að koma.
Um 60 sjómílur í beinni línu
Þegar siglingin byrjaði mun klukkan
hafa verið 8 f.h., en þegar lent var á
Eiðinu 5 til 6 e.h. Vegalengdin, sem
Gideon hefur farið á þessum tíma, er
um 60 sjómílur í beinni línu, en
auðvitað voru krókarnir óteljandi,
því oft varð að hleypa upp í sjóina,
eða að sigla þá af sér.
Um þessar mundir voru Englend -
ingar fyrir nokkru byrjaðir að stunda
veiðar á gufuskipum hér við land. Lá
eitt þeirra skipa hér undir Eyjunum í
þetta skipti. Skipstjóri með það var
Thomas Doodman, og var hann
Eyjabúum að góðu kunnur. Stundaði
hann lóðaveiðar. Var brotist út til
hans og hann beðinn að leita Gideon.
Gerði hann það, en varð hans ekki
var.
Saga Hannesar lóðs er saga Vestmannaeyja á umbrotatímum:
Var hinn mesti sægarpur,
aflasæll og heppinn formaður
:: Sótti manna mest :: Náði ávallt landi þótt oft væri harðsótt
Samantekt
ÓMAR GARÐARSSON
Var Hannes alltaf að suða í móður sinni að hann fengi að róa, en hún
var treg til. Eftir áeggjan Magnúsar frá Austasta-Skála, manns Guðrúnar
systur Margrétar, varð úr að hann fékk að róa tvo róðra á vetrarvertíð, 11
ára gamall, með Jóni Guðmundssyni frá Hóli undir Eyjafjöllum. Næstu
vertíð þar á eftir reri hann sem hálfdrættingur hjá Jóni Péturssyni,
hinum fyrra í Elínarhúsi á Haffrúnni. Ekki varð Hannes sjóveikur og
vissi aldrei hvað það var.
”