Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Síða 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 19. desember 2012 ° ° Einn er sá jólasveinn sem aldrei fær að koma til byggða. Hann kemur nokkuð við sögu í leikriti Leikfélags Vestmannaeyja, Allra, allra besta jólaleikrit allra tíma. Þessi jólasveinn heitir Faldafeykir og er Eyjamaður vikunnar í tilefni þess að jólin eru á næsta leiti. Hann segir t.d. frá því hvers vegna hann býr einn og fær ekki að koma til byggða með bræðrum sínum. Nafn: Jah, einu sinni hét ég nú Hurðaskellir. En mannanafnanefnd hefur breytt því í Faldafeykir Grýlu- son. Skil ekki alveg af hverju. Fæðingardagur: Ehh...man það ekki alveg. En það var allavega áður en sneitt brauð var fundið upp. Fæðingarstaður: Grýluhellir 31/4b Fjölskylda: Það eru mamma og pabbi, Grýla og Leppalúði. Svo eru það bræður mínir; Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Potta sleikir, Askasleikir, Hurða - skell ir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrók - ur, Kertasníkir og öll tröllin sem hef aldrei getað munað hvað heita. Já, og svo Snati, jólakötturinn. En nú er ég „fluttur“ að heiman og held upp á jólin bara AAAAAAALEINN! En hann Snati kíkir af og til við hjá mér til að tuða yfir ástandinu heima. Draumabíllinn: Jahh, mig hefur nú aldrei langað í bíl. En mig langar rosalega mikið í svona flottan sleða með hreindýrum sem fjarskyldur ættingi okkar bræðra í Ameríku ferð ast um á. Uppáhaldsmatur: Þorramatur er í uppáhaldi hjá mér. Annars smakk - aði ég nú Hjöllabát hjá hon - um...ha...nú...já Hlöllabát hjá honum Kára Fúsa í Kránni. Hann þótti mér gómsætur. Versti matur: RAUÐKÁL! OJ BARA! Ég læt það sko ekki inn fyrir mínar varir. Svo festist þetta alltaf í skegginu. Uppáhalds vefsíða: Jah, ég hef nú ekki verið neitt sérlega tæknivædd - ur. Hef alltaf verið meira fyrir bækur, sérstaklega með myndum. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Nú, jólalög auðvitað! Hvernig spyrðu maður. Aðaláhugamál: Bútasaumur, hreindýraræktun, kisumyndir, jogg (sem heitir víst skokk núna) og að sjálfsögðu að vera kurteis, hreinn og alls ekki óþekkur. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Æ, ég held ég sé nú búinn að hitta flesta, en mig langar ROSALEGA að hitta mömmu og pabba, já og bara alla fjölskylduna mína. Sakna þeirra VOÐA mikið. Sérstaklega núna um jólin. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Úff...þegar maður ferðast svona mikið eins og ég þá er erfitt að velja. En mér þykir alltaf voða - lega gaman að koma til Vestman- naeyja. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Ég sá litla stúlku með húfu um daginn sem stóð á ÍBV. Hún hélt með þeim, þannig ég held ég haldi bara líka með þeim :D Ertu hjátrúarfull/ur: Nei, ég get nú ekki sagt það. Og þó, ég hleyp allavega alltaf undir stiga og brýt spegil þegar ég sé svartan kött labba framhjá mér, sem gerist ansi oft þar sem hann Snati minn er svartur. Er það ekki eitthvað? Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, blessaður vertu. Ég jogga (skokka) og syndi. Það er voða gott. Já og svo hleyp ég þegar jólakattar- kvikindið stelur húfunni minni. Uppáhaldssjónvarpsefni: Stiklur með Ómari Ragnarssyni og Stundin okkar. Já og svo jólamyndir, sérstaklega Hóm alón! Af hverju færð þú ekki að fara til byggða eins og bræður þínir: Æ, það er löng og leiðinleg saga. Sko, ég og Snati vorum að rífast eitthvað og hann hellti yfir mig mjólk. Ég var nýbúinn að þvo fötin mín og varð öskureiður. Þannig að ég tók hann upp og henti honum ofan í grautarpottinn hennar mömmu sem stóð á matarborðinu. Það slettist allt út um allt og allir urðu pirraðir og fúlir. Mamma skammaði mig rosa mikið. Ég fór að gráta, og sagði henni að mig langaði ekki lengur að vera ókurteis, skítugur og að mig langaði ekki að hrekkja lítil börn. Allir fóru að hlæja að mér. Þá fór ég meira að gráta. Mamma og pabbi sögðu mér þá bara að fara og ég fór. En mig hefur alltaf langað að koma heim aftur. Vonandi kemst ég heim þessi jól. Hefur þú einhvern tímann leyst þá af, t.d. ef þeir verða veikir: Jah...einu sinni át Skyrgámur yfir sig og ég þóttist vera hann. Snati fattaði það strax því ég er ekki eins feitur og Skyrgámur, þannig hann klagaði í mömmu. Hún kom alveg brjáluð og öskraði á mig. Þá fór ég að gráta. Af hverju heitirðu Faldafeykir: Ég hét einu sinni Hurðaskellir og skellti hurðunum svo fast að pilsin þau þutu upp. Sko, faldur þýðir ein- mitt pils og að feykja þýðir vindur. Bræður mínir voru oft að stríða mér og kalla mig þetta, svo bara allt í einu þá var þetta orðið nafnið mitt. Eitthvað að lokum: Já, ég vil hvetja alla til að koma í leikhúsið og sjá Allra, allra, langbesta jóla - leikrit allra tíma! Þar er ég og fullt af krökkum og hellingur af skemmtilegum persónum. Já og gleðileg jól allir saman! Eyjamaður vikunnar: Kirkjur bæjarins: Eyjamaður vikunnar er Faldafeykir Landakirkja Fimmtudagur 20. desember: Kl. 11-12. Viðtalstímar presta í Safn aðarheimilinu alla virka daga. Bakvaktarsími 488 1508. Kl. 20. Jólaperlur. Tónleikar í Safn - aðarheimilinu undir stjórn Birkis Thors Högnasonar með fjölda tón - listarmanna í Vestm. til styrktar Æskulýðsfélagi Landakirkju. Föstudagur 21. des: Kl. 13.30. Litlir lærisveinar, æfing. Aðfangadagur jóla, 24. desember: Kl. 14. Bænastund í Kirkjugarði Vestmannaeyja. Kl. 18. Aftansöngur með hátíðarsöngvum. Kór Landakirkju, jólasálmar og kórverk. Organisti Kitty Kovács. Einsöngur Silja Elsa- bet. Píanóleikur Matthías og Guðný Charlotta Harðarbörn. Fiðluleikur Balázs Stankowsky. Jólanótt, 24. desember: Kl. 23.30. Hátíðarguðsþjónusta á jólanótt. Jólaguðspjall lesið í fléttu við jólasálm. Kór Landakirkju, jólasálmar og kórverk. Organisti Kitty Kovács. Fiðluleikur Balázs Stankowsky. Jóladagur, 25. desember: Kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur jólalög frá kl. 13.30. Kór Landa - kirkju, jólasálmar og kórverk. Organisti Kitty Kovács. 2. dagur jóla, 26. desember: Kl. 14. Fjölskylduguðsþjónusta með Litlum lærisveinum. Gítar- leikur og kórstjórn Gísli Stefánsson. Kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum. Kór Landakirkju. Organisti Kitty Kovács. Kl. 15.15. Helgistund á Sjúkrahús- inu, dagstofu. Litlir lærisveinar og Gísli Stefánsson. 5. dagur jóla, 30. desember: Kl. 16. Jólatrésskemmtun í Safn - aðarheimilinu, öllum opin og í boði Kvenfélags Landakirkju og starfs- fólks kirkjunnar. Gamlársdagur 31. desember: Kl. 18. Aftansöngur með hátíðar - söngvum. Kór Landakirkju. Organ- isti Guðmundur Hafliði Guðjóns - son. Nýársdagur 1. janúar 2013: Kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta. Kór Landakirkju. Organisti Guðmundur Hafliði Guðjónsson. Einsöngur Geir Jón Þórisson. Aðvent- kirkjan Laugardagur 22. des. Kl. 11. Bibliulestur. Kl. 12. Guðsþjónusta. Ræðumaður Þóra Jónsdóttir. Allir velkomnir. Hvítasunnu - kirkjan Þorláksmessa kl. 15:00 Söngstund – jólasöngvar og heitt súkkulaði í jólaasanum. Komum og syngjum saman. Allir eru hjartanlega velkomnir. Aðfangadagur kl. 18:00 Fagnaðarstund. „Ég boða yður mikinn fögnuð“ Komum og fögnum Frelsaranum. Jóladagur kl. 14:00 Hátíðarsamkoma. „Yður er í dag frelsari fæddur“ Syngjum og fögnum frelsaranum. Allir eru velkomnir til hátíðarinnar. Hleyp alltaf undir stiga og brýt spegil þegar ég sé svartan kött labba framhjá V Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhuga vegna andláts og útfarar hjartkærrar eiginkonu minnar og móður okkar, Esterar Guðjónsdóttur frá Skaftafelli, sem lést 2. desember síðastliðinn. Guð blessi ykkur. Benedikt Frímannsson Rebekka Benediktsdóttir Rakel Benediktsdóttir Kristín Benediktsdóttir Líney Benediktsdóttir og fjölskyldur. Okkar fyrstu kynni hófust er hann, sem ungur drengur, kom í bakaríið að hitta bróður sinn, Heiðmund, sem var þá að læra bakariðn. Ég tók strax eftir því hvað hann var snöggur og léttur á sér. Hann átti eftir að vinna mikið fyrir mig sem trésmíðameist - ari og kom þar fljótt í ljós hvað hann var duglegur, vandvirkur, útsjónar - samur og góður í að sjá hvernig best væri að gera hlutina. Eftir að ég fór að fást við bókband í Spörvaskjóli, litu þar ýmsir við, þar á meðal annars Róbert, sem setti of fjör í umræð - urnar enda sagði hann vel frá og hermdi vel eftir. Það var oft hlegið mikið, svo mikið að þeir sem áttu leið um gangstéttina, stoppuðu og horfðu inn um gluggan sem var með einföldu gleri, svo vel heyrðist út, og hugsuðu, hvað er svona skemmtilegt þarna fyrir innan? Stundum fór Róbert ekki heim í mat, kom við í skjólinu og þá kannski með banana, jógúrt eða skyrdós og borðaði það í flýti, fékk sér síðan kaffisopa og var þotinn því tíminn var naumur. Það var alltaf gaman er hann leit við. En það kom að því fyrir nokkrum árum að örlögin gripu inn í hans líf er hann greindist með illgreinandi sjúkdóm, sem byrjaði með því að hann átti bágt með að tala og borða. Að seinustu hætti hann að geta tjáð sig nema hann hafði alltaf með sér blað og blýant og skrifaði skýrri hendi það sem hann vildi segja. Þetta hefur verið honum ótrúlegt áfall en Róbert kvartaði aldrei. Hann notaði Netið mikið og naut þess að kynnast þar ýmsu skemmtilegu fólki og var ótrúlega duglegur við það. Er ég hætti í bókbandinu seldi ég Róberti Spörvaskjólið, sem hann ætlaði síðan að byggja upp að nýju í sinni upphaflegu mynd og leigja það út sem sumarhús. En því miður hafði hann ekki tíma til þess. Svan- hildur, kona hans, var ótrúlega dug- leg að hjálpa honum með allt sem hún gat og sýndi honum ótrúlega væntumþykju og styrk fram á seinasta dag. Um leið og við kveðjum góðan vin, vottum við aðstandendum innilega samúð. Dóra og Sigmundur Andrésson. V Minning um Róbert Sigurmundsson f. 13. sept 1948. - d. 10. des. 2012.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.