Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Side 25

Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Side 25
Eyjafréttir / Miðvikudagur 19. desember 2012 25 ° ° Katrín Gunnarsdóttir afabarn – sem ólst upp hjá afa sínum og ömmu: Dularfullt símtal frá Vestmannaeyjum Katrín Gunnarsdótt ir, dótturdótt - ir Árna og Katrínar í Ásgarði, ólst upp hjá afa sínum og ömmu og kallaði þau ævinlega mömmu og pabba. Hún kynntist að sjálf- sögðu vel því hugðarefni afa síns að safna saman efni. En það kom henni töluvert á óvart þegar einhver Marinó úr Vest- mannaeyjum hringdi í hana í byrjun maí 2010. Frá þessu greindi hún í útgáfuteitinu. „Ég fékk símtal héðan frá Eyjum sem var í byrjun nokkuð dularfullt, því sá sem hringdi sagði: -Þetta er hann Marinó í Eyjum en á því augnabliki mundi ég ekki efir neinum Marinó nema honum Mar- inó, sem hafði selt húsgögn, og hugsaði um leið að sá Marinó væri örugglega löngu farinn. Og enn flækt ist símtalið þar sem Marinó í símanum tjáði mér að hann hefði fót- brotnað. -Jáhá... sagði ég, og hugsaði hvert er þetta að fara? og vegna þessa fótbrots hafði honum leiðst svo mikið að hann fékk að lesa rit- safn Árna símritara á Grund, sem geymt er hér á Skjalasafninu,“ sagði Katrín en svo fóru málin að skýrast. „Við þennan lestur hafði hann séð möguleikann á því að hægt væri að gefa út í bókarformi það efni sem hann hafði tekið saman um bjargveiðar í Eyjum og fleira sem tengt var Eyjum. Og nú vildi hann fá álit mitt á því að þetta yrði gefið út og um leið heiðra minningu hans. Fyrir mitt leyti og afkomenda Árna afa míns er þetta mikil virðing við hann og hans heimildasöfnun og rit- störf sem hér liggur nú fyrir, og á hin sjálfskipaða ritnefnd miklar þakkir fyrir alla þá vinnu sem þeir hafa lagt af mörkum svo þetta gat orðið að veruleika, og einnig Sögufélag Vest- mannaeyja sem gefur bókina út í samstarfi við Safnahúsið. Þar er í forsvari Hermann Einarsson,“ sagði Katrín. Alin upp hjá afa og ömmu „Þar sem ég var alin upp af afa og ömmu, móðurforeldrum mínum, þeim Árna og Katrínu var það líka daglegt líf heima hjá okkur að afi væri að safna að sér fróðleik um mannlífið hér í Eyjum í nútíðinni þá og fortíðinni núna. Þessi söfnun fór fram með ýmsum hætti, en oftar en ekki voru það viðmælendur sem hann hafði tal af, og man ég þar vel eftir Eyjólfi á Bessastöðum, ég sé hann alveg fyrir mér koma niður Helgafellsbrautina, svolítið vaggandi í göngulagi og þegar hann kom svo í Ásgarð heyrðist hátt í honum og húsið fylltist einhvern veginn. Og svo hurfu þeir afi og hann niður í kjallara þar sem afi hafði aðstöðu til að vinna að sínum hugarefnum.“ Katrín minntist líka á að afi hennar talaði við Elínu á Löndum. „Kannski man ég það betur því hann kom heim með afleggjara af blómi sem Elín vildi endilega að ég fengi. Þá man ég eftir að einhvern tíma fór ég með honum upp á Oddstöðum að hitta Guðjón og við sátum í stofunni og konan hans hún Guðrún bar fram kaffi og með því. Einhverju sinni fórum við niður í Miðhús og þar sat hann hjá einhverj - um að mér fannst gömlum manni með skegg, sem lá rúmfastur, meðan ég drakk mjólk og borðaði köku við köflóttan dúk við eldhúsborðið og horfði öðru hvoru inn að rúminu. Og auðvitað voru það margir fleiri sem hann talaði við og ekki má gleyma öllum úteyjaköllunum sem hann þekkti svo vel, ég held raunar að hann hafi alltaf verið að safna upplýsingum um menn og málefni sem komu að notum við skrifin,“ sagði Katrín. Hafði afi setið í fangelsi? Þá sagði Katrín frá því þegar hún fékk annað símtal fyrir stuttu, ekki síður dularfullt og alls ekki tengt fræðistörfum afa hennar. „Það var þá vinkona mín og skólasystir, Gunn - hildur Hrólfsdóttir á Landgötunni, og hún spurði: „Hefur hann Árni afi þinn setið í fangelsi?“ Nei, ekki svo ég viti....og hvaðan hefur þú það..... Jú hún hafði verið að glugga í papp - íra fra sýslumanninum í Vestmanna - eyjum á Þjóðskjalasafninu og þar stóð það svart á hvítu frá árinu 1936 að réttarrannsókn yfir Árna Árna - syni símritara hefði verið framhaldið út af grun um að hann hafi veitt veiðiskipum upplýsingar um farir íslensku varðskipanna og um dvalarstaði þeirra o.fl. Það kemur einnig fram að Einar Guttormsson og Ólafur Lárusson læknar hafi heim- sótt hann í fengelsið og telur Ólafur það varhugavert að halda honum í gæsluvarðhaldi vegna yfirliða og krampafloga. En yfirheyrslur eru haldnar yfir honum þar sem hann greinir frá að að hafa aðstoðað Þorvald Guðjóns- son skipstjóra Bárustíg 2, við þýð - ingar á ensku og jafnframt þýtt frá íslensku yfir á ensku, skeyti sem send voru enska togaraskipstjór anum Edward Little. Þorvaldur er einnig kallaður til yfirheyrslu og gerður kunnur fram- burður Árna fyrir réttinum og kveður það gilt að Árni Árnason hafi á árunum 1932-1934 aðstoðað sig við þýðingar á skeytum til togaraskip- stjórans Edwards Little. Ef um dul- málsskeyti hafi verið að ræða hafi hann sjálfur skrifað skeytin yfir á dulmál fyrir yfirheyrða áður en þau voru send. Þessi samskipti hafi snúist um það að Little skipstjóri hafi flutt fyrir sig fisk til sölu í Bretlandi og vegna þess hafi þessi skeyti farið þeirra á milli. Aðkoma Árna hafi ekki verið önnur en að þýða skeytin, og aðspurður kveðst hann ekki vita eða hafa orðið var við á nokkurn hátt að Árni Árnason símritari eða Georg Gíslason kaupmaður eða aðrir hér í Vestmannaeyjum eða annars staðar hafi sent nein skeyti um upplýsingar um íslensk varðskip eða dvalarstað þeirra eða sent upplýs ingar um slíkt. Vitnisburður Þorvaldar var síðan borinn undir Árna sem staðfesti að rétt væri. Dómari lætur þess einnig getið að við athugun, sem fram hefur farið á símskeytum sendum til og frá lotfskeytastöðinni hér, hafi ekki fundist nein skeyti sem séð verði að séu til eða frá Árna Árnasyni sím - ritara. Rétti slitið, Jón Hallvarðsson full- trúi bæjarfógeta. Vottar: Stefán Árnason og Páll P. Scheving. Árni var fríaður af máli þessu. Þannig haldast fortíð og nútíð í hendur. „Það er svolítið sérstakt að þetta kemur einmitt fram núna þegar um- fjöllun um Árna afa minn stendur sem hæst. Ég man aldrei eftir að það hafi verið talað um þessa yfirheyrslu eða varðhaldsvist þar sem ég var viðstödd. Ég bar þetta reyndar undir Þórarin Guðmundsson, sem var í tímabundnu fóstri hjá þeim Árna og Kötu, en hann kvaðst ekki hafa heyrt um þetta. En hann bætti við að á þessum tíma hefði það verið algengt að gefnar væru upplýsingar um ferðir varðskipanna, og voru það loft - skeyta menn á sjó og landi sem sáu um það og með því var hægt að forðast að bátar væru teknir við ólöglegar veiðar. En svo ég snúi mér aftur að bókinni, þá vil ég enn og aftur þakka, fyrir mína hönd og afkomenda Árna, hinni sjálfskipuðu ritnefnd, þeim Erpi, Kára, Marinó og Sigurgeir ásamt Hermanni í Sögufélaginu fyrir háleit markmið þegar ákveðið var að ráðast í þessa útgáfu og leyfa okkur að njóta þessara skrifa sem hann afi minn, Addi á Grund, vann svo ötul- lega við að koma á blað. Það er líka gott fyrir okkur að skoða for tíðina, og þekkja úr hvaða jarðvegi við erum komin. Þannig haldast for tíð og nútíð í hendur,“ sagði Katrín að endingu. Katrín Gunnarsdóttir, barnabarn Árna símritara, ásamt Kjartani Bergsteinssyni sem vann með Árna á Loftskeytastöðinni. Sendum öllum bæjarbúum bestu óskir um gleÝileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viÝskiptin á árinu sem er aÝ líÝa. Óskum Eyjamönnum öllum gleÝilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þórunn Sveinsdóttir VE Og auðvitað voru það margir fleiri sem hann talaði við og ekki má gleyma öllum úteyjaköllunum sem hann þekkti svo vel, ég held raunar að hann hafi alltaf verið að safna upplýsingum um menn og málefni sem komu að notum við skrifin,“ sagði Katrín.”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.